Ítalski dekkjaframleiðandinn Pirelli sér Formúlu 1 liðum fyrir hjólbörðum. Pirelli hefur nú gefið út áætlun um dekkjapróf sín á komandi tímabili. Hvert keppnislið þarf að verja einum æfingadegi í dekkjaprófanir fyrir Pirelli.
Æfingar verða þrjár á tímabilinu og mun hver um sig standa yfir í tvo daga. Þriðjudagar og miðvikudagar eftir valdar keppnir verða nýttir í æfingar. Þetta er nýjung sem sett var í reglurnar fyrir komandi tímabil.
Með auknum æfingum er reynt að stuðla að tvennu. Annars vegar að liðin geti lært á nýja tækni og prófað breytingar og endurbætur á henni. Hins vegar er verið að reyna að auka tækifæri ungra ökumanna til að spreyta sig.
Fyrstu æfingarnar verða 8. og 9. apríl. Eftir keppnina í Bahrain. Þá mun Caterham prófa dekk fyrri daginn en svo Mercedes og Williams seinni daginn.
Næstu æfingadagar verða 13. og 14. maí, eftir Barcelona keppnina. Þar munu Sauber og Toro Rosso einblína á dekkjaprófanir fyrri daginn, McLaren og Force India nýta seinni daginn í slíkt hið sama.
Loka æfingar á tímabilinu fara fram 8. og 9. júlí á Silverstone brautinni í vikunni eftir keppnina þar. Ferrari og Lotus sinna dekkjaprófunum fyrri daginn en Red Bull og Marussia þann síðari.
Pirelli-dekkin prófuð á skipulögðum æfingum
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

Mest lesið


Fylkir og Valur í formlegt samstarf
Körfubolti





Pedro skaut Chelsea í úrslitin
Fótbolti

Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar
Íslenski boltinn


Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn