Þetta hefur ekki verið auðvelt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. febrúar 2014 07:00 Fastamaður í yngri landsliðum. Bjarni Þór er hér í leik með U-21 landsliðinu en hann er einn leikjahæsti leikmaður yngri landsliða Íslands. fréttablaðið/getty Bjarni Þór Viðarsson fékk aðeins að spila í 51 mínútu í samtals fjórum leikjum á öllu síðasta ári með liði sínu, Silkeborg í Danmörku. Þrátt fyrir að hann eigi enn tvö og hálft ár eftir af samningi sínum við félagið virðist ólíklegt, eins og sakir standa, að staða hans innan liðsins muni breytast mikið á næstunni. Í sumar verða tíu ár liðin frá því að Bjarni Þór samdi við enska stórliðið Everton. Hann var sextán ára gamall og var í bítlaborginni þar til hann samdi við hollenska liðið Twente árið 2008. Þá sleit hann krossband í hné og náði af þeim sökum aldrei að vinna sér sæti í liðinu. Því næst hann hélt hann til Belgíu, fyrst til Roeselare þar sem Bjarni fékk loks sín fyrstu almennilegu kynni af því að spila reglulegan deildarbolta. Eftir eitt ár þar samdi hann sumarið 2010 við Mechelen en spilaði lítið vegna meiðsla. Árið 2012 gekk hann svo í raðir danska úrvalsdeildarfélagsins Silkeborg, þar sem hann var byrjunarliðsmaður fyrst um sinn. En um mitt tímabilið missti hann sæti sitt í liðinu og þó svo að Silkeborg hafi fallið í B-deildina í vor hefur staða hans ekkert batnað. Á þessum tíu árum hefur Bjarni, sem verður 26 ára í vor, aðeins spilað 61 deildarleik með þeim sex félögum sem hann hefur leikið með á ferlinum. Til samanburðar má nefna að Bjarni á að baki 58 leiki með landsliðum Íslands, þar af einn A-landsleik. „Það er hægt að ræða um hvað ég hef verið óheppinn með meiðsli og þjálfara en það er ekki til neins,“ segir Bjarni. „Ég á þó að minnsta kosti nóg inni fyrir næstu ár á ferlinum,“ bætir hann við í léttum dúr.Ég bjóst við meiru Hann segist vitanlega orðinn þreyttur á ástandinu og hversu lítið hann hafi spilað á ferlinum. „Þetta hefur ekki verið auðvelt. Ég byrjaði ferilinn í Englandi og fór svo til Hollands. Ég bjóst því við meiru,“ viðurkennir hann. „En ég hef þó enn gaman að fótbolta og tel það lykilatriði fyrir mig. Svo ég held ótrauður áfram og hef ekki gefist upp.“ Hann segir það einnig skipta máli að þetta sé atvinna hans og hann vilji standa sig vel í henni. „Það er hins vegar ekkert gaman að mæta í vinnunna þegar ég veit að ég mun ekki fá að spila næsta leik – sama hvað ég geri.“Get ekki farið hvert sem er Í desember síðastliðnum sagðist Bjarni í samtali við danska fjölmiðla vilja losna frá Silkeborg. En janúar leið án þess að nokkuð gerðist í hans málum. „Það voru einhverjar þreifingar en ekkert af því gekk upp. Ég verð því eitthvað áfram hér,“ segir Bjarni. Til greina kom að fara til liðs í rússnesku B-deildinni sem og til Noregs en Bjarni hafnaði því. „Þó svo að ég sé ekki ánægður með mína stöðu hjá Silkeborg get ég ekki stokkið á hvað sem er. Hlutirnir verða að passa fyrir mig og mína fjölskyldu,“ útskýrir Bjarni. Hann segir einnig að til greina hafi komið að komast á lánssamning en til þess þarf viðkomandi félag að komast að samkomulagi við Silkeborg um fyrirkomulag launagreiðslna Bjarna. Það hefur ekki gengið eftir.Útiloka ekki neitt Bjarni er af mikilli FH-fjölskyldu en faðir hans, Viðar Halldórsson, er formaður aðalstjórnar félagsins. Það hefur þó ekki verið rætt af neinni alvöru að Bjarni verði mögulega lánaður til FH í sumar. „Það yrði aldrei fyrr en í byrjun sumarsins en það er ekki gott að segja. Til þess þyrfti margt að ganga upp, ekki síst frá fjárhagslegu hliðinni. En ég mun ekki útiloka neitt,“ segir Bjarni. „Ég vona enn að mín mál muni leysast á næstu vikum og mánuðum.“ Fótbolti Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Íslenski boltinn Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ Sjá meira
Bjarni Þór Viðarsson fékk aðeins að spila í 51 mínútu í samtals fjórum leikjum á öllu síðasta ári með liði sínu, Silkeborg í Danmörku. Þrátt fyrir að hann eigi enn tvö og hálft ár eftir af samningi sínum við félagið virðist ólíklegt, eins og sakir standa, að staða hans innan liðsins muni breytast mikið á næstunni. Í sumar verða tíu ár liðin frá því að Bjarni Þór samdi við enska stórliðið Everton. Hann var sextán ára gamall og var í bítlaborginni þar til hann samdi við hollenska liðið Twente árið 2008. Þá sleit hann krossband í hné og náði af þeim sökum aldrei að vinna sér sæti í liðinu. Því næst hann hélt hann til Belgíu, fyrst til Roeselare þar sem Bjarni fékk loks sín fyrstu almennilegu kynni af því að spila reglulegan deildarbolta. Eftir eitt ár þar samdi hann sumarið 2010 við Mechelen en spilaði lítið vegna meiðsla. Árið 2012 gekk hann svo í raðir danska úrvalsdeildarfélagsins Silkeborg, þar sem hann var byrjunarliðsmaður fyrst um sinn. En um mitt tímabilið missti hann sæti sitt í liðinu og þó svo að Silkeborg hafi fallið í B-deildina í vor hefur staða hans ekkert batnað. Á þessum tíu árum hefur Bjarni, sem verður 26 ára í vor, aðeins spilað 61 deildarleik með þeim sex félögum sem hann hefur leikið með á ferlinum. Til samanburðar má nefna að Bjarni á að baki 58 leiki með landsliðum Íslands, þar af einn A-landsleik. „Það er hægt að ræða um hvað ég hef verið óheppinn með meiðsli og þjálfara en það er ekki til neins,“ segir Bjarni. „Ég á þó að minnsta kosti nóg inni fyrir næstu ár á ferlinum,“ bætir hann við í léttum dúr.Ég bjóst við meiru Hann segist vitanlega orðinn þreyttur á ástandinu og hversu lítið hann hafi spilað á ferlinum. „Þetta hefur ekki verið auðvelt. Ég byrjaði ferilinn í Englandi og fór svo til Hollands. Ég bjóst því við meiru,“ viðurkennir hann. „En ég hef þó enn gaman að fótbolta og tel það lykilatriði fyrir mig. Svo ég held ótrauður áfram og hef ekki gefist upp.“ Hann segir það einnig skipta máli að þetta sé atvinna hans og hann vilji standa sig vel í henni. „Það er hins vegar ekkert gaman að mæta í vinnunna þegar ég veit að ég mun ekki fá að spila næsta leik – sama hvað ég geri.“Get ekki farið hvert sem er Í desember síðastliðnum sagðist Bjarni í samtali við danska fjölmiðla vilja losna frá Silkeborg. En janúar leið án þess að nokkuð gerðist í hans málum. „Það voru einhverjar þreifingar en ekkert af því gekk upp. Ég verð því eitthvað áfram hér,“ segir Bjarni. Til greina kom að fara til liðs í rússnesku B-deildinni sem og til Noregs en Bjarni hafnaði því. „Þó svo að ég sé ekki ánægður með mína stöðu hjá Silkeborg get ég ekki stokkið á hvað sem er. Hlutirnir verða að passa fyrir mig og mína fjölskyldu,“ útskýrir Bjarni. Hann segir einnig að til greina hafi komið að komast á lánssamning en til þess þarf viðkomandi félag að komast að samkomulagi við Silkeborg um fyrirkomulag launagreiðslna Bjarna. Það hefur ekki gengið eftir.Útiloka ekki neitt Bjarni er af mikilli FH-fjölskyldu en faðir hans, Viðar Halldórsson, er formaður aðalstjórnar félagsins. Það hefur þó ekki verið rætt af neinni alvöru að Bjarni verði mögulega lánaður til FH í sumar. „Það yrði aldrei fyrr en í byrjun sumarsins en það er ekki gott að segja. Til þess þyrfti margt að ganga upp, ekki síst frá fjárhagslegu hliðinni. En ég mun ekki útiloka neitt,“ segir Bjarni. „Ég vona enn að mín mál muni leysast á næstu vikum og mánuðum.“
Fótbolti Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Íslenski boltinn Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ Sjá meira