Enski boltinn

Nigel Clough: Getum loksins brosað eftir sex erfiða mánuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nigel Clough, knattspyrnustjóri Sheffield United.
Nigel Clough, knattspyrnustjóri Sheffield United. Mynd/NordicPhotos/Getty
Nigel Clough, knattspyrnustjóri Sheffield United, fagnaði vel þegar hans menn unnu enska úrvalsdeildarliðið Aston Villa í ensku bikarkeppninni í dag og tryggðu sér um leið í 32 liða úrslitum keppninnar.

Sheffield United er aðeins í 18. sæti í ensku C-deildinni og hefur bara unnið 6 af fyrstu 24 leikjum sínum í deildinni þar af bara einn sigur í tólf útileikjum.

Sheffield United liðið hafði áður slegið Colchester United og Cambridge United út úr bikarkeppninni en sigurinn á Aston Villa í dag voru óvæntustu úrslit dagsins í 3. umferð ensku bikarkeppninnar.

„Leikmennirnir voru ótrúlegir í dag. Það er hægt að grísa á úrslit í bikarnum en við áttum þennan sigur skilinn. Við spiluðum frábærlega í upphafi seinni hálfleiks. Við ætlum að reyna að vera jákvæðir og strákarnir í liðinu eru tilbúnir að leggja mikið á sig," sagði Nigel Clough við BBC.

„Þetta hafa verið erfiðir sex mánuðir. Þetta gefur fólkinu aftur ástæðu til að brosa," sagði Nigel Clough.

Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×