Enski boltinn

Manchester City slapp með jafntefli frá Blackburn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Álvaro Negredo skoraði mark City.
Álvaro Negredo skoraði mark City. Mynd/AFP
Blackburn Rovers og Manchester City þurfa að mætast aftur í enska bikarnum eftir að liðin gerðu 1-1 jafntefli í 3. umferð keppninnar á Ewood Park í dag. Manchester City endaði leikinn einum manni færri og gat kannski þakkað fyrir að fá annan leik á heimavelli sínum.

Manchester City endaði leikinn tíu á móti ellefu eftir að Dedryck Boyata fékk sitt annað gula spjald þegar sex mínútur voru til leikslok. Blackburn pressaði undir lokin en tókst ekki að tryggja sér sigur og sæti í 4. umferð bikarkeppninnar.

Álvaro Negredo kom Manchester City yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks með marki eftir að Edin Dzeko skallaðim hornspyrnu David Silva til hans. Það var þó smá rangstöðulykt af þessu marki.

Leikmenn Blackburn Rovers voru búnir að standa sig vel í fyrri hálfleiknum og markið kom eins og köld vatnsgusa í andlit leikmanna b-deildarliðsins.

Sprækir og baráttuglaðir leikmenn Blackburn gáfust hinsvegar ekki upp og Scott Dann jafnaði metin á 55. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti. Costel Pantilimon átti þar að gera betur í marki City.

Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, gerði sjö breyingar á byrjunarliði sínu frá sigrinum á móti Swansea á Nýársdag. Costel Pantilimon, Dedryck Boyata, Joleon Lescott, Gaël Clichy, James Milner, Javi García og David Silva koma inn í byrjunarliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×