Enski boltinn

Pellegrini: Leikmenn eru alltaf að reyna að svindla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City.
Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City. Mynd/NordicPhotos/Getty
Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, er á því að leikmenn séu stanslaust að reyna að svindla á dómurum. Pellegrini hefur kallað eftir aðgerðum til að sporna við leikaraskap í ensku úrvalsdeildinni og tók þar með undir með þeim Roberto Martinez, knattspyrnustjóra Everton og Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea.

„Það er mjög erfitt að vera dómari. Leikmenn spila á miklum hraða og leikmenn eru alltaf að reyna að svindla því fótboltinn snýst orðið um að svindla," sagði Manuel Pellegrini við Sky Sports.

„Ég ber virðingu fyrir dómurum en auðvitað er enginn sáttur þegar er dæmt á hans lið og það er ekki réttur dómur. Oft er það þó þannig að dómarinn flautar og gefur þér forskot sem þú áttir ekki skilið að fá," sagði Pellegrini.

Manchester City er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, er loksins komið áfram í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og mætir Blackburn Rovers í enska bikarnum í hádegisleiknum í dag. Pellegrini er að gera fína hluti með liðið á sínu fyrsta ári og margir spá City enska titlinum í vor.



Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×