Hrægammasjóðum skipt út fyrir heimilin Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2014 12:54 Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að heimilin sjálf muni standa undir kostnaðinum við leiðréttingu húsnæðisskulda með hækkun virðisaukaskatts á matvæli. Ósvífinn málflutningur að mati forsætisráðherra. vísir/daníel Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir forsætisráðherra hafa skipt hrægammasjóðum sem áttu að standa undir leiðréttingu á skuldum heimilanna út fyrir heimilin sjálf, sem standa eigi undir kostnaðinum. Forsætisráðherra segir þingflokksformanninn fara með alger ósannindi. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að fyrir kosningar hefði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins talað um að hrægammasjóðir ættu að standa undir leiðréttingu á húsnæðisskuldum heimilanna. Eftir kosningar hefði forsætisráðherra hins vegar skipt hrægammasjóðunum út fyrir heimilin sjálf. „Þannig er skuldalækkun heimilanna sem fyrirhuguð er 5% af skuldum heimilanna. Og núna á sama tíma kemur flokkurinn fram með 5 prósenta hækkun á matarskattinum. Meðal skuldalækkun er um ein milljón króna á heimili. Það lækkar greiðslubyrðina um þetta fimm þúsund krónur á mánuði. Heimili með hundrað þúsund króna matarreikning fær fimm þúsund króna hækkun á matarskatti,“ sagði Helgi. „Ég veit bara ekki hvar ég á að byrja. Vegna þess að allt sem háttvirtur þingmaður sagði, allt, allt sem háttvirtur þingmaður sagði, hvert einasta atriði er rangt. Háttvirtur þingmaður hefur í gegnum tíðina oft á tíðum sýnt af sér ósvífni hér í ræðustól en í þetta skipti tókst honum að halda hér heila ræðu þar sem hann fór ekki með eitt atriði rétt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Skattabreytingar núverandi ríkisstjórnar muni auka kaupmátt heimilanna og ráðstöfunartekjur allra heimila. Þetta væri m.a. gert með skattalækkunum en síðasta ríkisstjórn hefði framkvæmt um 200 breytingar á skattkerfinu til hækkunar. „Ég hvet hæstvirtan forsætisráðherra til að gera grein fyrir þvi í hverjum þessara atriða ég var ósannindamaður. Því það er fullkomlega ósæmandi að hann hagi sér með þessum hætti, eða tali með þessum hætti hér í ræðustól Alþingis,“ sagði Helgi. Forsætisráðherra sagði síðustu ríkisstjórn hafa svikið fyrirheit sín um að lækka skuldir heimilanna þegar gullið tækifæri hafi verið til þess. „Síðasta ríkisstjórn barðist fyrir því að koma skuldum fallina einkafyrirtækja á heimilin. Þessi ríkisstjórn færir skuldir heimilanna niður og skattleggur fjármálafyrirtækin um tugi milljarða, sem samkvæmt skattakenningum vinstrimanna síðasta ríkisstjórn gaf fjármálafyrirtækjunum tugi milljarða á ári,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Alþingi í morgun. Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir forsætisráðherra hafa skipt hrægammasjóðum sem áttu að standa undir leiðréttingu á skuldum heimilanna út fyrir heimilin sjálf, sem standa eigi undir kostnaðinum. Forsætisráðherra segir þingflokksformanninn fara með alger ósannindi. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að fyrir kosningar hefði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins talað um að hrægammasjóðir ættu að standa undir leiðréttingu á húsnæðisskuldum heimilanna. Eftir kosningar hefði forsætisráðherra hins vegar skipt hrægammasjóðunum út fyrir heimilin sjálf. „Þannig er skuldalækkun heimilanna sem fyrirhuguð er 5% af skuldum heimilanna. Og núna á sama tíma kemur flokkurinn fram með 5 prósenta hækkun á matarskattinum. Meðal skuldalækkun er um ein milljón króna á heimili. Það lækkar greiðslubyrðina um þetta fimm þúsund krónur á mánuði. Heimili með hundrað þúsund króna matarreikning fær fimm þúsund króna hækkun á matarskatti,“ sagði Helgi. „Ég veit bara ekki hvar ég á að byrja. Vegna þess að allt sem háttvirtur þingmaður sagði, allt, allt sem háttvirtur þingmaður sagði, hvert einasta atriði er rangt. Háttvirtur þingmaður hefur í gegnum tíðina oft á tíðum sýnt af sér ósvífni hér í ræðustól en í þetta skipti tókst honum að halda hér heila ræðu þar sem hann fór ekki með eitt atriði rétt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Skattabreytingar núverandi ríkisstjórnar muni auka kaupmátt heimilanna og ráðstöfunartekjur allra heimila. Þetta væri m.a. gert með skattalækkunum en síðasta ríkisstjórn hefði framkvæmt um 200 breytingar á skattkerfinu til hækkunar. „Ég hvet hæstvirtan forsætisráðherra til að gera grein fyrir þvi í hverjum þessara atriða ég var ósannindamaður. Því það er fullkomlega ósæmandi að hann hagi sér með þessum hætti, eða tali með þessum hætti hér í ræðustól Alþingis,“ sagði Helgi. Forsætisráðherra sagði síðustu ríkisstjórn hafa svikið fyrirheit sín um að lækka skuldir heimilanna þegar gullið tækifæri hafi verið til þess. „Síðasta ríkisstjórn barðist fyrir því að koma skuldum fallina einkafyrirtækja á heimilin. Þessi ríkisstjórn færir skuldir heimilanna niður og skattleggur fjármálafyrirtækin um tugi milljarða, sem samkvæmt skattakenningum vinstrimanna síðasta ríkisstjórn gaf fjármálafyrirtækjunum tugi milljarða á ári,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Alþingi í morgun.
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira