Hrægammasjóðum skipt út fyrir heimilin Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2014 12:54 Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að heimilin sjálf muni standa undir kostnaðinum við leiðréttingu húsnæðisskulda með hækkun virðisaukaskatts á matvæli. Ósvífinn málflutningur að mati forsætisráðherra. vísir/daníel Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir forsætisráðherra hafa skipt hrægammasjóðum sem áttu að standa undir leiðréttingu á skuldum heimilanna út fyrir heimilin sjálf, sem standa eigi undir kostnaðinum. Forsætisráðherra segir þingflokksformanninn fara með alger ósannindi. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að fyrir kosningar hefði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins talað um að hrægammasjóðir ættu að standa undir leiðréttingu á húsnæðisskuldum heimilanna. Eftir kosningar hefði forsætisráðherra hins vegar skipt hrægammasjóðunum út fyrir heimilin sjálf. „Þannig er skuldalækkun heimilanna sem fyrirhuguð er 5% af skuldum heimilanna. Og núna á sama tíma kemur flokkurinn fram með 5 prósenta hækkun á matarskattinum. Meðal skuldalækkun er um ein milljón króna á heimili. Það lækkar greiðslubyrðina um þetta fimm þúsund krónur á mánuði. Heimili með hundrað þúsund króna matarreikning fær fimm þúsund króna hækkun á matarskatti,“ sagði Helgi. „Ég veit bara ekki hvar ég á að byrja. Vegna þess að allt sem háttvirtur þingmaður sagði, allt, allt sem háttvirtur þingmaður sagði, hvert einasta atriði er rangt. Háttvirtur þingmaður hefur í gegnum tíðina oft á tíðum sýnt af sér ósvífni hér í ræðustól en í þetta skipti tókst honum að halda hér heila ræðu þar sem hann fór ekki með eitt atriði rétt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Skattabreytingar núverandi ríkisstjórnar muni auka kaupmátt heimilanna og ráðstöfunartekjur allra heimila. Þetta væri m.a. gert með skattalækkunum en síðasta ríkisstjórn hefði framkvæmt um 200 breytingar á skattkerfinu til hækkunar. „Ég hvet hæstvirtan forsætisráðherra til að gera grein fyrir þvi í hverjum þessara atriða ég var ósannindamaður. Því það er fullkomlega ósæmandi að hann hagi sér með þessum hætti, eða tali með þessum hætti hér í ræðustól Alþingis,“ sagði Helgi. Forsætisráðherra sagði síðustu ríkisstjórn hafa svikið fyrirheit sín um að lækka skuldir heimilanna þegar gullið tækifæri hafi verið til þess. „Síðasta ríkisstjórn barðist fyrir því að koma skuldum fallina einkafyrirtækja á heimilin. Þessi ríkisstjórn færir skuldir heimilanna niður og skattleggur fjármálafyrirtækin um tugi milljarða, sem samkvæmt skattakenningum vinstrimanna síðasta ríkisstjórn gaf fjármálafyrirtækjunum tugi milljarða á ári,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Alþingi í morgun. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir forsætisráðherra hafa skipt hrægammasjóðum sem áttu að standa undir leiðréttingu á skuldum heimilanna út fyrir heimilin sjálf, sem standa eigi undir kostnaðinum. Forsætisráðherra segir þingflokksformanninn fara með alger ósannindi. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að fyrir kosningar hefði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins talað um að hrægammasjóðir ættu að standa undir leiðréttingu á húsnæðisskuldum heimilanna. Eftir kosningar hefði forsætisráðherra hins vegar skipt hrægammasjóðunum út fyrir heimilin sjálf. „Þannig er skuldalækkun heimilanna sem fyrirhuguð er 5% af skuldum heimilanna. Og núna á sama tíma kemur flokkurinn fram með 5 prósenta hækkun á matarskattinum. Meðal skuldalækkun er um ein milljón króna á heimili. Það lækkar greiðslubyrðina um þetta fimm þúsund krónur á mánuði. Heimili með hundrað þúsund króna matarreikning fær fimm þúsund króna hækkun á matarskatti,“ sagði Helgi. „Ég veit bara ekki hvar ég á að byrja. Vegna þess að allt sem háttvirtur þingmaður sagði, allt, allt sem háttvirtur þingmaður sagði, hvert einasta atriði er rangt. Háttvirtur þingmaður hefur í gegnum tíðina oft á tíðum sýnt af sér ósvífni hér í ræðustól en í þetta skipti tókst honum að halda hér heila ræðu þar sem hann fór ekki með eitt atriði rétt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Skattabreytingar núverandi ríkisstjórnar muni auka kaupmátt heimilanna og ráðstöfunartekjur allra heimila. Þetta væri m.a. gert með skattalækkunum en síðasta ríkisstjórn hefði framkvæmt um 200 breytingar á skattkerfinu til hækkunar. „Ég hvet hæstvirtan forsætisráðherra til að gera grein fyrir þvi í hverjum þessara atriða ég var ósannindamaður. Því það er fullkomlega ósæmandi að hann hagi sér með þessum hætti, eða tali með þessum hætti hér í ræðustól Alþingis,“ sagði Helgi. Forsætisráðherra sagði síðustu ríkisstjórn hafa svikið fyrirheit sín um að lækka skuldir heimilanna þegar gullið tækifæri hafi verið til þess. „Síðasta ríkisstjórn barðist fyrir því að koma skuldum fallina einkafyrirtækja á heimilin. Þessi ríkisstjórn færir skuldir heimilanna niður og skattleggur fjármálafyrirtækin um tugi milljarða, sem samkvæmt skattakenningum vinstrimanna síðasta ríkisstjórn gaf fjármálafyrirtækjunum tugi milljarða á ári,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Alþingi í morgun.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira