Sneri við blaðinu: Fór úr 122 kílóum í 95 kíló Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 13:15 Eins og sést á hægri myndinni er Gunnar kominn í svakalegt form. „Ég fór í heilsufarskoðun á gamla vinnustaðnum mínum í byrjun mars og þá rann upp fyrir mér að ég væri að verða 25 ára og ekki í nærri því jafn góðu formi og ég ætti að vera. Ég fann að blóðþrýstingurinn var aðeins of hár og þyngdin komin yfir 120 kíló. Ég áttaði mig einnig á því að það form sem ég væri á þessum aldri myndi að öllum líkindum leggja línurnar fyrir hvernig þetta yrði það sem eftir er ævinnar. Þannig að ég spurði sjálfan mig: Í hvernig formi viltu vera það sem eftir er? Og svarið var: Miklu betra en þetta,“ segir Gunnar Gylfason aðspurður af hverju hann ákvað að breyta um lífsstíl. Áður en Gunnar sneri við blaðinu var hann búinn að æfa keppnisíþróttir nær alla sína ævi og var þar af leiðandi alltaf í góðu formi. Honum leið ekkert sérstaklega illa þegar hann var kominn yfir 120 kíló en vildi gera betur. „Ég vissi að ég gæti náð mun meiri lífsgæðum með því að koma mér aftur í form. Það var því þráin til að gera betur frekar en óánægja með eigin líkama sem ýtti þessu átaki af stað hjá mér.“Hér er Gunnar á mynd sem tekin er síðustu jól.Tilgangslaust að drekka hitaeiningar En hvar byrjaði Gunnar þegar hann var búinn að taka ákvörðun um að taka sjálfan sig í gegn. „Fyrsta skrefið hjá mér var að vinna í matarræðinu, enda tel ég það vera langstærsta hlutann í svona ferli. Ég byrjaði á því að taka út brauðmeti og mat sem innihélt mikið hveiti og sterkju, eins og pasta og hrísgrjón. Byrjaði að borða meira af salati og grænmeti og sleppti svæsna mötuneytismatnum í vinnunni eftir því sem ég gat,“ segir Gunnar. Hann ákvað líka að drekka nær eingöngu vatn. „Einnig byrjaði ég að auka vatnsinntökuna hjá mér og sleppi nánast alveg öllum drykkjum fyrir utan vatn enda fannst mér tilgangslaust að drekka hitaeiningar þegar ég gat borðað þær frekar. Ég fékk mér samt stundum í glas með félögunum. Samhliða því að taka mataræðið til endurskoðunar þá fór ég að stunda lyftingar aftur. Það var eitthvað sem mér hefur alltaf þótt mjög gaman og því þótti mér auðvelt að gefa mér tíma fyrir æfingarnar.“Auðvelt að fresta hlutunum Lífsstílsbreytingin var ekki aðeins dans á rósum og stundum rak Gunnar sig á veggi. „Það sem kom mér helst á óvart var að hversu auðvelt það var að fresta hlutunum og leyfa öðru en minni eigin heilsu að vera í forgangi. Þegar maður er ekki að stunda markvissar æfingar er auðvelt að missa fókus á mataræðið. Maður dettur inn í einhvern ákveðinn þægindahring og sannfærir sjálfan sig um að maður þurfi að sleppa æfingu þar sem maður þurfi frekar að vinna eða læra lengur,“ segir Gunnar.Gunnar á æfingu.„Í sumar ákvað ég að prófa að taka áskorun um að borða ekkert hveiti og engan viðbættan sykur í 18 daga. Þetta var mjög erfitt og ég féll á 18. degi en eftir þetta þá hefur mér fundist miklu auðveldara að halda aga í matarræðinu. Ég komst líka að því þá að öfgar virka ekki. En ég leyfi mér alltaf inn á milli einu sinni í viku að fá mér mat sem gæti flokkast sem óhollur,“ bætir hann við. Þá var stundum erfitt að beita sjálfan sig aga. „Það var erfitt stundum þegar það var eitthvað í matinn heima sem ég taldi ekki henta mínu mataræði. Þá þurfti ég að sýna viljastyrk og aga og elda minn eigin mat í stað þess að borða það sem aðrir í fjölskyldunni voru að borða. Síðan var skipulagið mikil áskorun. Ég er í mjög krefjandi námi þar sem mikið er um vikuleg skilaverkefni og því þurfti ég að skipuleggja tímann minn vel til að koma æfingum að inn á milli,“ segir Gunnar en hann nemur tölvunarstærðfræði við Háskólann í Reykjavík.Hlakkar til að fara á æfingu Gunnar var 122,5 kíló þegar hann hóf lífsstílsbreytinguna. Í dag er hann 95 kíló. Hann hefur ekki nákvæma tölu á fituprósentunni en er nokkuð viss um að hún hafi lækkað um tveggja stafa tölu. „Mér líður í alla staði mun betur. Líkamlega þá finn ég að ég get mun meira og nýt mín betur þegar ég geri hlutina. Ég hlakka til að fara á æfingu og bæta mig. Andlega þá finnst mér ég hafa meiri orku í allt sem ég geri og finn að ég get nálgast dagleg verkefni af meiri eldmóð en áður. Við vinirnir erum saman í körfu einu sinni í viku og núna klárar maður leikina tilbúinn í næsta en ekki móður og másandi að reyna ná andanum og maður getur tekið meira þátt í leiknum eftir að formið batnaði,“ segir Gunnar sem stefnir á að keppa í klassískum kraftlyftingum á næsta ári. Hann hvetur fólk til að setja sér raunhæf markmið ef það vill snúa við blaðinu. „Það eru ekki til neinar skyndilausnir þótt sumar lausnir gefi skyndiárangur. Svona ferli á að líkjast maraþoni frekar en spretthlaupi. Maður fær nákvæmlega jafn mikið út úr þessu og maður leggur í þetta. Finnið einnig hreyfingu sem höfðar til ykkar. Það er ekki fyrir alla að hanga á hlaupabretti eða æfingahjóli. Það eru til allskonar tegundir af hreyfingu og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það eru engar tvær manneskjur eins, það sem virkar fyrir einn mun ekki endilega virka á sama hátt fyrir þig. Þess vegna er mikilvægt að finna eitthvað sem hentar hverjum og einum. Þetta þarf heldur alltaf ekki að snúast um að komast í betra form heldur meira að reyna vera besta mögulega útgáfan af sjálfum ykkur.“ Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Lífið samstarf Fleiri fréttir Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan fór út blautbolakeppni Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Sjá meira
„Ég fór í heilsufarskoðun á gamla vinnustaðnum mínum í byrjun mars og þá rann upp fyrir mér að ég væri að verða 25 ára og ekki í nærri því jafn góðu formi og ég ætti að vera. Ég fann að blóðþrýstingurinn var aðeins of hár og þyngdin komin yfir 120 kíló. Ég áttaði mig einnig á því að það form sem ég væri á þessum aldri myndi að öllum líkindum leggja línurnar fyrir hvernig þetta yrði það sem eftir er ævinnar. Þannig að ég spurði sjálfan mig: Í hvernig formi viltu vera það sem eftir er? Og svarið var: Miklu betra en þetta,“ segir Gunnar Gylfason aðspurður af hverju hann ákvað að breyta um lífsstíl. Áður en Gunnar sneri við blaðinu var hann búinn að æfa keppnisíþróttir nær alla sína ævi og var þar af leiðandi alltaf í góðu formi. Honum leið ekkert sérstaklega illa þegar hann var kominn yfir 120 kíló en vildi gera betur. „Ég vissi að ég gæti náð mun meiri lífsgæðum með því að koma mér aftur í form. Það var því þráin til að gera betur frekar en óánægja með eigin líkama sem ýtti þessu átaki af stað hjá mér.“Hér er Gunnar á mynd sem tekin er síðustu jól.Tilgangslaust að drekka hitaeiningar En hvar byrjaði Gunnar þegar hann var búinn að taka ákvörðun um að taka sjálfan sig í gegn. „Fyrsta skrefið hjá mér var að vinna í matarræðinu, enda tel ég það vera langstærsta hlutann í svona ferli. Ég byrjaði á því að taka út brauðmeti og mat sem innihélt mikið hveiti og sterkju, eins og pasta og hrísgrjón. Byrjaði að borða meira af salati og grænmeti og sleppti svæsna mötuneytismatnum í vinnunni eftir því sem ég gat,“ segir Gunnar. Hann ákvað líka að drekka nær eingöngu vatn. „Einnig byrjaði ég að auka vatnsinntökuna hjá mér og sleppi nánast alveg öllum drykkjum fyrir utan vatn enda fannst mér tilgangslaust að drekka hitaeiningar þegar ég gat borðað þær frekar. Ég fékk mér samt stundum í glas með félögunum. Samhliða því að taka mataræðið til endurskoðunar þá fór ég að stunda lyftingar aftur. Það var eitthvað sem mér hefur alltaf þótt mjög gaman og því þótti mér auðvelt að gefa mér tíma fyrir æfingarnar.“Auðvelt að fresta hlutunum Lífsstílsbreytingin var ekki aðeins dans á rósum og stundum rak Gunnar sig á veggi. „Það sem kom mér helst á óvart var að hversu auðvelt það var að fresta hlutunum og leyfa öðru en minni eigin heilsu að vera í forgangi. Þegar maður er ekki að stunda markvissar æfingar er auðvelt að missa fókus á mataræðið. Maður dettur inn í einhvern ákveðinn þægindahring og sannfærir sjálfan sig um að maður þurfi að sleppa æfingu þar sem maður þurfi frekar að vinna eða læra lengur,“ segir Gunnar.Gunnar á æfingu.„Í sumar ákvað ég að prófa að taka áskorun um að borða ekkert hveiti og engan viðbættan sykur í 18 daga. Þetta var mjög erfitt og ég féll á 18. degi en eftir þetta þá hefur mér fundist miklu auðveldara að halda aga í matarræðinu. Ég komst líka að því þá að öfgar virka ekki. En ég leyfi mér alltaf inn á milli einu sinni í viku að fá mér mat sem gæti flokkast sem óhollur,“ bætir hann við. Þá var stundum erfitt að beita sjálfan sig aga. „Það var erfitt stundum þegar það var eitthvað í matinn heima sem ég taldi ekki henta mínu mataræði. Þá þurfti ég að sýna viljastyrk og aga og elda minn eigin mat í stað þess að borða það sem aðrir í fjölskyldunni voru að borða. Síðan var skipulagið mikil áskorun. Ég er í mjög krefjandi námi þar sem mikið er um vikuleg skilaverkefni og því þurfti ég að skipuleggja tímann minn vel til að koma æfingum að inn á milli,“ segir Gunnar en hann nemur tölvunarstærðfræði við Háskólann í Reykjavík.Hlakkar til að fara á æfingu Gunnar var 122,5 kíló þegar hann hóf lífsstílsbreytinguna. Í dag er hann 95 kíló. Hann hefur ekki nákvæma tölu á fituprósentunni en er nokkuð viss um að hún hafi lækkað um tveggja stafa tölu. „Mér líður í alla staði mun betur. Líkamlega þá finn ég að ég get mun meira og nýt mín betur þegar ég geri hlutina. Ég hlakka til að fara á æfingu og bæta mig. Andlega þá finnst mér ég hafa meiri orku í allt sem ég geri og finn að ég get nálgast dagleg verkefni af meiri eldmóð en áður. Við vinirnir erum saman í körfu einu sinni í viku og núna klárar maður leikina tilbúinn í næsta en ekki móður og másandi að reyna ná andanum og maður getur tekið meira þátt í leiknum eftir að formið batnaði,“ segir Gunnar sem stefnir á að keppa í klassískum kraftlyftingum á næsta ári. Hann hvetur fólk til að setja sér raunhæf markmið ef það vill snúa við blaðinu. „Það eru ekki til neinar skyndilausnir þótt sumar lausnir gefi skyndiárangur. Svona ferli á að líkjast maraþoni frekar en spretthlaupi. Maður fær nákvæmlega jafn mikið út úr þessu og maður leggur í þetta. Finnið einnig hreyfingu sem höfðar til ykkar. Það er ekki fyrir alla að hanga á hlaupabretti eða æfingahjóli. Það eru til allskonar tegundir af hreyfingu og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það eru engar tvær manneskjur eins, það sem virkar fyrir einn mun ekki endilega virka á sama hátt fyrir þig. Þess vegna er mikilvægt að finna eitthvað sem hentar hverjum og einum. Þetta þarf heldur alltaf ekki að snúast um að komast í betra form heldur meira að reyna vera besta mögulega útgáfan af sjálfum ykkur.“
Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Lífið samstarf Fleiri fréttir Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan fór út blautbolakeppni Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Sjá meira