Ruslið flæðir við Stúdentagarðana Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. febrúar 2014 13:30 Eins og sjá má á myndum er ástandið slæmt. mynd/aðsend Sorpgeymsla á milli Sæmundargötu 18 og 20 í Reykjavík er yfirfull og hefur ástandið verið hræðilegt í meira en mánuð að sögn íbúa. Í húsunum eru stúdentaíbúðir og fluttu flestir íbúa inn í byrjun janúar. „Þetta er alveg hræðilegt,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, íbúi við Sæmundargötu 20. Hún segir geymsluna alltaf vera troðfulla. „Ég hef aldrei séð þetta öðruvísi,“ segir Hildur sem flutti inn í byrjun janúar.Ástandið var svona þegar ljósmyndara Vísis bar að garði í morgun.vísir/daníelHalla Halldórsdóttir býr við Sæmundargötu 18 og segir hún kærasta sinn hafa sent póst á Félagsstofnun stúdenta vegna málsins. „Vonandi fær hann svar í dag. Við erum ekkert rosalega ánægð þeð þetta,“ segir Halla. „Ástandið er sérstaklega slæmt núna en það hefur aldrei verið gott. Við vorum að vonast til að þetta væri bara tímabundið ástand en þetta virðist ekkert vera að skána.“ Annar íbúi við Sæmundargötu 18, sem ekki vildi láta nafn síns getið, hefur einnig sent ábendingu til Félagsstofnunar stúdenta vegna málsins. „Mig grunar að það þurfi að láta tæma þetta oftar,“ segir íbúinn, en hann flutti inn fyrir þremur vikum. „Það er auðvitað mikið rusl sem fellur til þegar fólk flytur inn í nýjar íbúðir, IKEA-umbúðir og annað, og mig grunaði fyrst að þetta væri bara tímabundið. En þetta virðist ekkert vera að leysast.“Eðlilegt að senda sorphirðumenn oftar Rebekka Sigurðardóttir hjá Félagsstofnun stúdenta veit af vandamálinu og segir að starfsfólk stofnunarinnar sé sent reglulega eftir ruslinu til að flytja það á haugana. „Þessi hús voru tekin í notkun um áramótin og enn hafa ekki fengist gámar frá sorphirðu Reykjavíkurborgar,“ segir Rebekka. „Sorphirðan útvegar ruslagáma fyrir íbúðarhúsnæði og sér um það að tæma þá. Þeir eiga gámana hins vegar ekki til hjá sér núna. Við höfum fengið bráðabirgðatunnur sem eru engan veginn fullnægjandi þannig að við höfum reynt að leysa þetta með því að senda okkar starfsfólk á staðinn.“ Rebekka segir Félagsstofnun stúdenta hafa óskað eftir því við sorphirðuna að þeir hirði ruslið oftar á meðan þeir skaffa ekki gáma. „Þannig að það sé starfsmaður hjá okkur sem þarf að taka þetta á bílnum sínum. Á meðan þeir bjóða ekki upp á fullnægjandi lausn er eðlilegt að þeir sendi sorphirðumenn oftar, en svo er ekki.“Ruslið hreinlega flæðir upp úr ílátum í geymslunni. Rebekka hjá FS segist vita af vandamálinu.vísir/vilhelm/aðsendHefur þú sögu að segja af sorphirðu í þínu nærumhverfi? Þú getur sent okkur ábendingu og/eða myndir á ritstjorn@visir.is. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Sorpgeymsla á milli Sæmundargötu 18 og 20 í Reykjavík er yfirfull og hefur ástandið verið hræðilegt í meira en mánuð að sögn íbúa. Í húsunum eru stúdentaíbúðir og fluttu flestir íbúa inn í byrjun janúar. „Þetta er alveg hræðilegt,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, íbúi við Sæmundargötu 20. Hún segir geymsluna alltaf vera troðfulla. „Ég hef aldrei séð þetta öðruvísi,“ segir Hildur sem flutti inn í byrjun janúar.Ástandið var svona þegar ljósmyndara Vísis bar að garði í morgun.vísir/daníelHalla Halldórsdóttir býr við Sæmundargötu 18 og segir hún kærasta sinn hafa sent póst á Félagsstofnun stúdenta vegna málsins. „Vonandi fær hann svar í dag. Við erum ekkert rosalega ánægð þeð þetta,“ segir Halla. „Ástandið er sérstaklega slæmt núna en það hefur aldrei verið gott. Við vorum að vonast til að þetta væri bara tímabundið ástand en þetta virðist ekkert vera að skána.“ Annar íbúi við Sæmundargötu 18, sem ekki vildi láta nafn síns getið, hefur einnig sent ábendingu til Félagsstofnunar stúdenta vegna málsins. „Mig grunar að það þurfi að láta tæma þetta oftar,“ segir íbúinn, en hann flutti inn fyrir þremur vikum. „Það er auðvitað mikið rusl sem fellur til þegar fólk flytur inn í nýjar íbúðir, IKEA-umbúðir og annað, og mig grunaði fyrst að þetta væri bara tímabundið. En þetta virðist ekkert vera að leysast.“Eðlilegt að senda sorphirðumenn oftar Rebekka Sigurðardóttir hjá Félagsstofnun stúdenta veit af vandamálinu og segir að starfsfólk stofnunarinnar sé sent reglulega eftir ruslinu til að flytja það á haugana. „Þessi hús voru tekin í notkun um áramótin og enn hafa ekki fengist gámar frá sorphirðu Reykjavíkurborgar,“ segir Rebekka. „Sorphirðan útvegar ruslagáma fyrir íbúðarhúsnæði og sér um það að tæma þá. Þeir eiga gámana hins vegar ekki til hjá sér núna. Við höfum fengið bráðabirgðatunnur sem eru engan veginn fullnægjandi þannig að við höfum reynt að leysa þetta með því að senda okkar starfsfólk á staðinn.“ Rebekka segir Félagsstofnun stúdenta hafa óskað eftir því við sorphirðuna að þeir hirði ruslið oftar á meðan þeir skaffa ekki gáma. „Þannig að það sé starfsmaður hjá okkur sem þarf að taka þetta á bílnum sínum. Á meðan þeir bjóða ekki upp á fullnægjandi lausn er eðlilegt að þeir sendi sorphirðumenn oftar, en svo er ekki.“Ruslið hreinlega flæðir upp úr ílátum í geymslunni. Rebekka hjá FS segist vita af vandamálinu.vísir/vilhelm/aðsendHefur þú sögu að segja af sorphirðu í þínu nærumhverfi? Þú getur sent okkur ábendingu og/eða myndir á ritstjorn@visir.is.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira