Fótbolti

Moyes: Lítil mistök urðu okkur að falli

Moyes svekktur á hliðarlínunni í kvöld.
Moyes svekktur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/afp
Tímabilinu er svo gott sem lokið hjá David Moyes og drengjum hans í Man. Utd eftir að liðið féll úr leik í Meistaradeildinni í kvöld.

Man. Utd komst í flotta stöðu í kvöld er liðið komst 0-1 yfir gegn Bayern í kvöld en gætti ekki að sér og fékk mark beint í andlitið.

"Öllum skólastrákum er sagt að passa sig eftir að maður skorar. Það er nákvæmlega það sem gerist. Þeir vaða upp völlinn og jafna," sagði Moyes svekktur.

"Við hefðum þurft 5-10 mínútur til þess að jafna okkur. Annars gerðu leikmennirnir fátt rangt í kvöld. Þeir spiluðu vel en lítil mistök urðu okkur að falli.

"Við áttum möguleika í stöðunni 2-1 og þá kemur mark sem fer af okkar manni. Mér fannst við aldrei vera úr leiknum en heppnin var ekki með okkur er þeir skora þriðja markið."

Man. Utd verður ekki í Meistaradeildinni á næsta tímabili og það er því langt í Meistaradeildarbolta á Old Trafford.

"Það eru vonbrigði en nú þarf að koma liðinu í það stand að við getum komist í Meistaradeildina á nýjan leik."


Tengdar fréttir

Bayern of stór biti fyrir Man. Utd | Sjáðu mörkin

Bayern München er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 3-1 sigur á Man. Utd í kvöld í seinni leik liðanna. Fyrri leikurinn fór 1-1. Man. Utd komst í góða stöðu í leiknum en var fljótt að kasta forystunni frá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×