Innlent

Ævintýralegur dragnótartúr

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Jóhann G Sigurjónssson
Áhöfnin á Hafrúnu HU fékk um 25 tonn af stórum þorski í einu kasti á dragnót á 20 til 30 faðma dýpi. Frá þessu er sagt á vef Aflafétta þar sem sjá má fleiri myndir. Báturinn er gerður út frá Skagaströnd og er þetta mesti afli sem Hafrún hefur fengið í dragnótina.

Jóhann G. Sigurjónsson, skipstjóri, segir Aflafréttum að yfirleitt séu þrír menn um borð en í þetta sinn hafi þeir verið fjórir og ekki hafi veitt af. Hafrún HU er 58 ára gamall stálbátur, 53 brúttótonn og með 424 hestafla vél.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×