Innlent

„I will cut your eyes out“

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir að hafa hótað lögreglumönnunum líkamsmeiðingum.
Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir að hafa hótað lögreglumönnunum líkamsmeiðingum.
36 ára erlendur karlmaður hefur verið ákærður fyrir fyrir óspektir á almannafæri og hótanir gegn lögreglumönnum.

Honum er gefið að sök að hafa að kvöldi sunnudagsins 29. desember 2013 sýnt starfsmönnum og gestum veitingastaðarins Bunk Bar við Laugaveg ögrandi framkomu sökum ölvunar sinnar.

Lögregla var kölluð til og er maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa hótað lögreglumönnunum líkamsmeiðingum, en samkvæmt ákæru sagði maðurinn ítrekað við lögreglumennina: „I will cut your eyes out“.

Ákæran verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×