Friðurinn slitinn ef ekki verður þjóðaratkvæðagreiðsla Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2014 15:33 Formaður Já-Ísland segir ekkert svigrúm til málalenginga eða útúrsnúninga varðandi loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB vísir/stefán Formaður Já-Ísland segir að ef stjórnvöld verði ekki við ákalli þjóðarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið sé búið að slíta friðinn í samfélaginu. Fleiri hafa skrifað undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að falla frá slitum aðildarviðræðna við Evrópusambandið og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðnanna en kusu Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði allra flokka í síðustu Alþingiskosningum í fyrra vor, 50.454 atkvæði. Undiraskriftarsöfnun Já-Ísland um að stjórnvöld falli frá því að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka og boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna hefur staðið yfir í um þrjár vikur.Jón Steindór Valdimarsson, formaður samtakanna, segir undirskriftirnar nú þegar orðnar fleiri en nokkur stjórnmálaflokkur fékk í kosningunum síðasta vor. Hann segir enga málamiðlun felast í hugmyndum Bjarna Beneditkssonar fjármálaráðherra um að tillaga utanríkisráðherra um viðræðuslit fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þær hugmyndir eru algerlega út í hött. Algerlega ótækar og snúast ekkert um ákall þjóðarinnar til stjórnvalda. Þannig að það er algerlega ótækt,“ segir Jón Steindór. Söfnun undirskrifta haldi eitthvað áfram en hann reiknar með að þær verði afhentar eftir viku eða tíu daga, þegar rannsóknarfyrirtæki hefur kannað undirskriftirnar með úrtaki. Nokkur hundruð undirskriftir til viðbótar skipti ekki öllu máli þegar fjöldinn sé orðinn þetta mikill. Jón Steindór segir enga málamiðlun felast í þjóðaratkvæði um aðrar tillögur eða láta málið sofna í utanríkismálanefnd. „Þetta er mjög skýrt. Það er ekkert svigrúm til neinna málalenginga eða útúrsnúninga í því. Annað hvort svara menn þessu ákalli eða ekki og ef menn gera það ekki eru menn búnir að slíta friðinn í þessu samfélagi,“ segir Jón Steindór Valdimarsson formaður Já-Ísland. Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Formaður Já-Ísland segir að ef stjórnvöld verði ekki við ákalli þjóðarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið sé búið að slíta friðinn í samfélaginu. Fleiri hafa skrifað undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að falla frá slitum aðildarviðræðna við Evrópusambandið og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðnanna en kusu Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði allra flokka í síðustu Alþingiskosningum í fyrra vor, 50.454 atkvæði. Undiraskriftarsöfnun Já-Ísland um að stjórnvöld falli frá því að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka og boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna hefur staðið yfir í um þrjár vikur.Jón Steindór Valdimarsson, formaður samtakanna, segir undirskriftirnar nú þegar orðnar fleiri en nokkur stjórnmálaflokkur fékk í kosningunum síðasta vor. Hann segir enga málamiðlun felast í hugmyndum Bjarna Beneditkssonar fjármálaráðherra um að tillaga utanríkisráðherra um viðræðuslit fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þær hugmyndir eru algerlega út í hött. Algerlega ótækar og snúast ekkert um ákall þjóðarinnar til stjórnvalda. Þannig að það er algerlega ótækt,“ segir Jón Steindór. Söfnun undirskrifta haldi eitthvað áfram en hann reiknar með að þær verði afhentar eftir viku eða tíu daga, þegar rannsóknarfyrirtæki hefur kannað undirskriftirnar með úrtaki. Nokkur hundruð undirskriftir til viðbótar skipti ekki öllu máli þegar fjöldinn sé orðinn þetta mikill. Jón Steindór segir enga málamiðlun felast í þjóðaratkvæði um aðrar tillögur eða láta málið sofna í utanríkismálanefnd. „Þetta er mjög skýrt. Það er ekkert svigrúm til neinna málalenginga eða útúrsnúninga í því. Annað hvort svara menn þessu ákalli eða ekki og ef menn gera það ekki eru menn búnir að slíta friðinn í þessu samfélagi,“ segir Jón Steindór Valdimarsson formaður Já-Ísland.
Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira