Hendricks nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. mars 2014 19:30 Bandaríkjamaðurinn Johnny „Bigg Rigg“ Hendricks er nýr heimsmeistari í veltivigt UFC-sambandsins í blönduðum bardagalistum (MMA) eftir sigur á RobbieLawler í titilbardaga aðfaranótt sunnudags. Kanadamaðurinn Georges St-Pierre drottnaði yfir veltivigtinni í sex ár og var ósnertanlegur en hann sagði skilið við íþróttina í desember á síðasta ári og ákvað DanaWhite, forseti UFC, að Hendricks og Lawler myndu berjast um beltið. Bardagi þeirra var algjörlega magnaður en þeir skiptust á höggum í fimm lotur. Hendricks var mun betri í fyrstu tveimur lotunum en Lawler kom sterkur til baka í næstu tveimur og réðust úrslitin ekki fyrr en í þeirri síðustu. Þar var Hendricks sterkari en hann sýndi mikla yfirvegun, valdi höggin vel og náði svo fellu undir lok bardagans sem gerði útslagið. Hendricks fagnaði vægast sagt vel þegar tilkynnt var að dómararnir hefðu komist að einróma niðurstöðu um sigur hans. Hann er nú búinn að vinna 16 bardaga (og tapa 2) í UFC, þar af tólf í röð. Sigur hans ætti að hjálpa okkar manni, GunnariNelson, upp metorðalistann og vonandi fá titilbardaga gegn Hendricks áður en langt um líður. Nema auðvitað einhver annar hirði af honum beltið áður. Þennan magnaða bardaga má sjá í spilaranum hér að ofan.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty MMA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Johnny „Bigg Rigg“ Hendricks er nýr heimsmeistari í veltivigt UFC-sambandsins í blönduðum bardagalistum (MMA) eftir sigur á RobbieLawler í titilbardaga aðfaranótt sunnudags. Kanadamaðurinn Georges St-Pierre drottnaði yfir veltivigtinni í sex ár og var ósnertanlegur en hann sagði skilið við íþróttina í desember á síðasta ári og ákvað DanaWhite, forseti UFC, að Hendricks og Lawler myndu berjast um beltið. Bardagi þeirra var algjörlega magnaður en þeir skiptust á höggum í fimm lotur. Hendricks var mun betri í fyrstu tveimur lotunum en Lawler kom sterkur til baka í næstu tveimur og réðust úrslitin ekki fyrr en í þeirri síðustu. Þar var Hendricks sterkari en hann sýndi mikla yfirvegun, valdi höggin vel og náði svo fellu undir lok bardagans sem gerði útslagið. Hendricks fagnaði vægast sagt vel þegar tilkynnt var að dómararnir hefðu komist að einróma niðurstöðu um sigur hans. Hann er nú búinn að vinna 16 bardaga (og tapa 2) í UFC, þar af tólf í röð. Sigur hans ætti að hjálpa okkar manni, GunnariNelson, upp metorðalistann og vonandi fá titilbardaga gegn Hendricks áður en langt um líður. Nema auðvitað einhver annar hirði af honum beltið áður. Þennan magnaða bardaga má sjá í spilaranum hér að ofan.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
MMA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira