Undantekning að fólk fái rétt greitt fyrir vinnu sína Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 17. mars 2014 15:29 VÍSIR/ARNÞÓR „Jafnaðarkaup er ráðandi greiðslufyrirkomulag í veitingageiranum,“ segir Tryggvi Marteinsson, þjónustufulltrúi hjá stéttarfélaginu Eflingu. „Þetta er algengasta greiðslufyrirkomulagið og síðan kemur fólk til okkar þegar það lætur af störfum og áttar sig á því að það hefur ekki fengið greitt eins og það átti að fá.“ Undantekningarlaust fái fólk þá greitt undir lágmarkslaunum og Efling innheimtir mismuninn. „Þetta eru einhver hundruð skipta á ári,“ segir Tryggvi. „Fimmtán prósent af félagsmönnum okkar eru í veitingageiranum en miklu meira en helmingur af vinnu okkar á hverju ári er vegna launakrafna hjá því fólki.“ Í rauninni skipti ekki máli hvar fæti er stigið niður í veitingageiranum, þetta sé bara ráðandi þar. Aldur starfsfólksins skipti ekki máli heldur. Tryggvi bendir á að fólk í vaktavinnu eigi rétt á vetrarfríi en á 20 ára ferli sínum hjá Eflingu hafi hann aldrei séð að þeim rétti sé fylgt eftir í framkvæmd. „Það eru örfáir staðir sem eru í lagi en þeir eru algjör undantekning,“ segir hann. Eins og Vísir sagði frá í síðustu viku er nokkuð um það að verið sé að greiða fólki jafnaðarkaup en samkvæmt upplýsingum frá VR er í raun ekkert til sem heitir jafnaðarkaup. Greiða eigi dagvinnu til klukkan 18 á daginn og álag eftir klukkan 18 og um helgar. Hugmyndin með jafnaðarkaupi er að jafna launin miðað við hlutfall vinnu á hvoru tímabili fyrir sig. Þegar fólk vinni aðeins á kvöldin og um helgar sé ekki hægt að greiða jafnaðarkaup. Þá eigi bara að borga eftirvinnukaup þar sem engin dagvinna er til þess að jafna út. Fréttastofa ákvað því að hafa samband við stéttarfélagið Eflingu og kanna hvernig málum væri háttað hjá félagsmönnum þess.Vantar viðurlög við þessum brotum Um er að ræða stór fyrirtæki og Tryggvi segist hafa átt marga fundi með sumum þeirra. Því hafi margoft verið lofað að kippa þessu í liðinn. „En það er síðan ekki gert og við höldum bara áfram að innheimta fyrir þá sem koma og leita réttar síns.“ Það vanti viðurlög við þessum brotum. „Þegar það er komin krafa númer 10 eða 20 á sama fyrirtæki ætti að vera hægt að setja einhverjar sektir,“ segir Tryggvi. Tryggvi segir að reynt sé að fræða fólk um launakjör þeirra og hvað ungt fólk varðar mæti stéttarfélögin í grunn- og framhaldsskóla. Vandamálið virðist þó að einhverju leyti liggja í því að velta starfsmanna er mikil og mikið um að fólk vinni í stutta tíma á sama stað. Það geri alla launabaráttu veikari en ella þyrfti að vera. En vandamálið hafi viðgengist of lengi. Tengdar fréttir Segja KronKron ekki greiða samkvæmt launataxta Sunna var ekki ánægð með að fá greidd tíkalli meira en dagvinnulaun hjá versluninni KronKron á helgarvakt. Fleiri starfsmenn hafa svipaða sögu að segja. 13. mars 2014 16:47 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Sjá meira
„Jafnaðarkaup er ráðandi greiðslufyrirkomulag í veitingageiranum,“ segir Tryggvi Marteinsson, þjónustufulltrúi hjá stéttarfélaginu Eflingu. „Þetta er algengasta greiðslufyrirkomulagið og síðan kemur fólk til okkar þegar það lætur af störfum og áttar sig á því að það hefur ekki fengið greitt eins og það átti að fá.“ Undantekningarlaust fái fólk þá greitt undir lágmarkslaunum og Efling innheimtir mismuninn. „Þetta eru einhver hundruð skipta á ári,“ segir Tryggvi. „Fimmtán prósent af félagsmönnum okkar eru í veitingageiranum en miklu meira en helmingur af vinnu okkar á hverju ári er vegna launakrafna hjá því fólki.“ Í rauninni skipti ekki máli hvar fæti er stigið niður í veitingageiranum, þetta sé bara ráðandi þar. Aldur starfsfólksins skipti ekki máli heldur. Tryggvi bendir á að fólk í vaktavinnu eigi rétt á vetrarfríi en á 20 ára ferli sínum hjá Eflingu hafi hann aldrei séð að þeim rétti sé fylgt eftir í framkvæmd. „Það eru örfáir staðir sem eru í lagi en þeir eru algjör undantekning,“ segir hann. Eins og Vísir sagði frá í síðustu viku er nokkuð um það að verið sé að greiða fólki jafnaðarkaup en samkvæmt upplýsingum frá VR er í raun ekkert til sem heitir jafnaðarkaup. Greiða eigi dagvinnu til klukkan 18 á daginn og álag eftir klukkan 18 og um helgar. Hugmyndin með jafnaðarkaupi er að jafna launin miðað við hlutfall vinnu á hvoru tímabili fyrir sig. Þegar fólk vinni aðeins á kvöldin og um helgar sé ekki hægt að greiða jafnaðarkaup. Þá eigi bara að borga eftirvinnukaup þar sem engin dagvinna er til þess að jafna út. Fréttastofa ákvað því að hafa samband við stéttarfélagið Eflingu og kanna hvernig málum væri háttað hjá félagsmönnum þess.Vantar viðurlög við þessum brotum Um er að ræða stór fyrirtæki og Tryggvi segist hafa átt marga fundi með sumum þeirra. Því hafi margoft verið lofað að kippa þessu í liðinn. „En það er síðan ekki gert og við höldum bara áfram að innheimta fyrir þá sem koma og leita réttar síns.“ Það vanti viðurlög við þessum brotum. „Þegar það er komin krafa númer 10 eða 20 á sama fyrirtæki ætti að vera hægt að setja einhverjar sektir,“ segir Tryggvi. Tryggvi segir að reynt sé að fræða fólk um launakjör þeirra og hvað ungt fólk varðar mæti stéttarfélögin í grunn- og framhaldsskóla. Vandamálið virðist þó að einhverju leyti liggja í því að velta starfsmanna er mikil og mikið um að fólk vinni í stutta tíma á sama stað. Það geri alla launabaráttu veikari en ella þyrfti að vera. En vandamálið hafi viðgengist of lengi.
Tengdar fréttir Segja KronKron ekki greiða samkvæmt launataxta Sunna var ekki ánægð með að fá greidd tíkalli meira en dagvinnulaun hjá versluninni KronKron á helgarvakt. Fleiri starfsmenn hafa svipaða sögu að segja. 13. mars 2014 16:47 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Sjá meira
Segja KronKron ekki greiða samkvæmt launataxta Sunna var ekki ánægð með að fá greidd tíkalli meira en dagvinnulaun hjá versluninni KronKron á helgarvakt. Fleiri starfsmenn hafa svipaða sögu að segja. 13. mars 2014 16:47
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent