Uppbótartíminn: Jonathan Glenn með Rivaldo-takta 24. júní 2014 12:30 Vísir/Daníel Níundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH er eitt á toppnum eftir umferðina eftir stórsigur gegn Fram, 4-0. Stjarnan tryggði sér sigur á Fjölnismönnum með síðustu spyrnu leiksins. ÍBV er sem fyrr án sigurs eftir tap gegn KR í Eyjum. Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Fram - FHFylkir - KeflavíkÍBV - KRStjarnan - FjölnirVíkingur R. - BreiðablikÞór - ValurVísir/VilhelmGóð umferð fyrir ...Hauk Pál Sigurðsson, Val Fyrirliðinn komst loks á blað í sumar og tryggði Val mikilvægan útisigur á Þór. Hefur skorað að minnsta kosti 3 mörk á hverju ári síðan 2009, hans besta ár kom árið 2009 með Þrótti þar sem hann skoraði 6 mörk.Garðar Jóhansson, Stjörnunni Garðar Jóhannsson þurfti aðeins að bíða í 114 mínútur eftir sínu fyrsta marki í sumar en fyrsta Pepsi-deildar markið hans í fyrra kom ekki fyrr en eftir 778 mínútur. Skoraði sigurmark Stjörnunnar með síðustu snertingu leiksins sem tryggði þrjú stig.Kristján Gauta Emilsson, FH Kristján Gauti átti erfitt uppdráttar á síðasta tímabili og tókst ómögulega að finna netmöskvana. Hann hefur hinsvegar verið flottur í upphafi móts í ár og skoraði tvö mörk og var valinn besti leikmaður umferðarinnar í Pepsi mörkunum.Erfið umferð fyrirB(j)arnaheimilið Ungir lærisveinar Bjarna Guðjóns litu út eins og börn á móti karlmönnum. Reynir Leósson talaði um það í Pepsi mörkunum að horfa á þennan leik hefði verið eins og að horfa á karlmann spila við sjö ára son sinn, líkamlegu yfirburðirnir væru einfaldlega of miklir.Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis Sigurmark frá Stjörnunni í uppbótartíma. Ekki búnir að vinna í síðustu sjö umferðum. Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis minntist reglulega á það að þeir væru ekki búnir að tapa síðan 21. ágúst í byrjun móts en Fjölnir hefur ekki unnið deildarleik síðan í 2. umferð 8. maíSadmir Zekovic, leikmann Fylkis Fylkisliðið var andlaust og hreint út sagt lélegt í 2-4 tapi gegn Keflavík. Það er aldrei gott að vera tekinn út af í fyrri hálfleik og hvað þá að vera manninum sem er fórnað í liði sem þjálfari liðsins sagðist sjálfur hafa getað tekið allt út af í fyrri hálfleik.Vísir/DaníelTölfræðin: Fylkisliðið hefur aðeins náð í 1 stig af 24 mögulegum í júnímánuði undanfarin tvö sumur og markatala Árbæjarliðsins í júní 2013 og 2014 er -9 (7-16). Þetta er í fyrsta sinn í 96 úrvalsdeildarleikjum eða síðan í lokaumferð Pepsi-deildarinnar árið 2009 þar sem tveir Keflvíkingar skora tvö mörk í sama leiknum. Víkingsliðið er með einu stigi meira eftir níu leiki í ár (16) en í öllum 22 leikjum liðsins í Pepsi-deildinni sumarið 2011 (15). Víkingur var þá aðeins með sjö stig í fyrstu níu leikjum sínum. Víkingar hafa unnið fjóra deildar- og bikarleiki í röð og sex af síðustu sjö leikjum sínum í Pepsi-deildinni (4 af 5) og Borgunarbikarnum (2 af 2). Það eru liðin 36 ár síðan að Breiðablik náði ekki að vinna í fyrstu níu leikjum sínum í efstu deild en liðið náði aðeins í 1 stig í fyrstu 9 leikjum sínum sumarið 1978. Breiðablik hefur fallið úr deildinni síðustu þrjú tímabil þar sem Kópavogsliðið hefur ekki náð að vinna leik í fyrstu sex umferðunum (1978, 1992 og 1996) Valsmenn hafa náð í 12 stig af 12 mögulegum í síðustu fjórum leikjum sínum í úrvalsdeild karla á Akureyri og það eru liðin 20 ár síðan Valsliðið tapaði stigum í útileik á móti Þór eða KA í efstu deild. Þórsliðinu tókst ekki að skora á Þórsvellinum á móti Val en liðið var fyrir leikinn búið að skora í fjórtán heimaleikjum í röð í Pepsi-deildinni og alls 24 mörk í þessum 14 heimaleikjum. 8 af 12 sigurleikjum Valsliðsins í Pepsi-deildinni undir stjórn Magnúsar Gylfasonar hafa komið á útivelli og Valsliðið hefur náð í tíu fleiri stig á útivelli (29) en heimavelli (19) frá því að Magnús tók við Hlíðarendaliðinu. Eyjamenn hafa fengið á sig sjö mörk á 80. mínútu eða síðar í síðustu sjö leikjum sínum í Pepsi-deildinni. KR-ingar hafa ekki verið yfir í hálfleik í neinum leik í fyrstu níu umferðunum og hafa þar af tapað fyrri hálfleiknum í fjórum leikjanna. Stjörnumenn hafa ekki tapað deildarleik í júní undanfarin þrjú sumur en liðið er með sex sigra og fjögur jafntefli í tíu júníleikjum sínum í Pepsi-deildinni 2012 til 2014. Fjölnir hefur aðeins skorað eitt mark í fyrri hálfleik í síðustu sjö leikjum sínum í Pepsi-deildinni en Fjölnismenn voru með fjögur mörk á fyrstu 45 mínútunum í fyrstu tveimur umferðunum.Vísir/DaníelSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum: Ótrúlegir taktar hjá Glenn sem tekur gamalt Rivaldo-trikk og klobbar einn af þremur leikmönnum KR sem voru búnir að umkringja hann.Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Fylkisvelli: Frans Elvarsson átti marktilraun framhjá - Þessi endaði í pottinum í Árbæjarlaug.Guðmundur Marinó Ingvarsson í Víkinni: Gunnleifur Gunnleifsson varði skot sem Arnþór Ingi Kristinsson tók - Frábærlega varið. Af hverju er hann ekki bara í HM stofunni hugsar Arnþór Ingi. Hæstu og lægstu einkunnir: Kristján Gauti Emilsson, FH - 8 Atli Guðnason, FH - 8 Magnús Sverrir Þorsteinsson, Keflavík - 8 Elías Már Ómarsson, Keflavík - 8 Hörður Sveinsson, Keflavík - 8 Daníel Laxdal, Stjörnunni - 8 Viktor Örn Guðmundsson, Fylki - 2 Ragnar Bragi Sveinsson, Fylki - 2Vísir/DaníelUmræðan á Twitter #pepsi365:Ótrúlegt að hugsa til þess að liðin eru 24 ár síðan Ósvald Jarl lék aðalhlutverkið í Home Alone. #unglegur #fotbolti #pepsi365— Halldór H Sigurðsson (@hhsig) June 23, 2014 Ég vil fá að vita hvar King Tommi fékk jakkann #pepsi365— Guðni Þ. Guðjónsson (@gudnigudjons) June 23, 2014 Alls ekki oft sem maður sér svona klaufagang hjá Ögmundi Kristinssyni! Átti að taka þetta allan daginn #Pepsi365— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) June 23, 2014 Í deildinni hefur Stjarnan skorað 8 mörk með Veigar Pál innanborðs. Veigar hefur lagt upp 5 þeirra. Týndi sonurinn. #Skeidin #Pepsi365— Viktor Hólmgeirsson (@ViktorHrafn) June 22, 2014 Það er eitthvað mikið í gangi í gamla hverfinu mínu í Árbæ. Gæti orðið lööööng leiktíð. Varnarleikurinn lögreglumál. #Pepsi365— Rikki G (@RikkiGje) June 22, 2014 Við að nota Shawn og Manna sem bakverði er eins og ef KR setti Baldur Sig og ÓÖH í bakverði! Hvenær opnar glugginn?? # #pepsi365 #fotbolti— Heiðar Ingi Helgason (@heidaringi) June 22, 2014 Það er ekki pláss fyrir fleiri farþega í liði Blika í þessum leik. 7-8 sæti frátekin. #VíkBre #Pepsi365— Kristján Sigurðsson (@kristjanoli) June 22, 2014 OK. Take a bow, Víðir Þorvarðar. Þetta mark er suddi. Sláin, grasið, þaknetið. #pepsi365— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) June 22, 2014 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Sjá meira
Níundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH er eitt á toppnum eftir umferðina eftir stórsigur gegn Fram, 4-0. Stjarnan tryggði sér sigur á Fjölnismönnum með síðustu spyrnu leiksins. ÍBV er sem fyrr án sigurs eftir tap gegn KR í Eyjum. Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Fram - FHFylkir - KeflavíkÍBV - KRStjarnan - FjölnirVíkingur R. - BreiðablikÞór - ValurVísir/VilhelmGóð umferð fyrir ...Hauk Pál Sigurðsson, Val Fyrirliðinn komst loks á blað í sumar og tryggði Val mikilvægan útisigur á Þór. Hefur skorað að minnsta kosti 3 mörk á hverju ári síðan 2009, hans besta ár kom árið 2009 með Þrótti þar sem hann skoraði 6 mörk.Garðar Jóhansson, Stjörnunni Garðar Jóhannsson þurfti aðeins að bíða í 114 mínútur eftir sínu fyrsta marki í sumar en fyrsta Pepsi-deildar markið hans í fyrra kom ekki fyrr en eftir 778 mínútur. Skoraði sigurmark Stjörnunnar með síðustu snertingu leiksins sem tryggði þrjú stig.Kristján Gauta Emilsson, FH Kristján Gauti átti erfitt uppdráttar á síðasta tímabili og tókst ómögulega að finna netmöskvana. Hann hefur hinsvegar verið flottur í upphafi móts í ár og skoraði tvö mörk og var valinn besti leikmaður umferðarinnar í Pepsi mörkunum.Erfið umferð fyrirB(j)arnaheimilið Ungir lærisveinar Bjarna Guðjóns litu út eins og börn á móti karlmönnum. Reynir Leósson talaði um það í Pepsi mörkunum að horfa á þennan leik hefði verið eins og að horfa á karlmann spila við sjö ára son sinn, líkamlegu yfirburðirnir væru einfaldlega of miklir.Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis Sigurmark frá Stjörnunni í uppbótartíma. Ekki búnir að vinna í síðustu sjö umferðum. Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis minntist reglulega á það að þeir væru ekki búnir að tapa síðan 21. ágúst í byrjun móts en Fjölnir hefur ekki unnið deildarleik síðan í 2. umferð 8. maíSadmir Zekovic, leikmann Fylkis Fylkisliðið var andlaust og hreint út sagt lélegt í 2-4 tapi gegn Keflavík. Það er aldrei gott að vera tekinn út af í fyrri hálfleik og hvað þá að vera manninum sem er fórnað í liði sem þjálfari liðsins sagðist sjálfur hafa getað tekið allt út af í fyrri hálfleik.Vísir/DaníelTölfræðin: Fylkisliðið hefur aðeins náð í 1 stig af 24 mögulegum í júnímánuði undanfarin tvö sumur og markatala Árbæjarliðsins í júní 2013 og 2014 er -9 (7-16). Þetta er í fyrsta sinn í 96 úrvalsdeildarleikjum eða síðan í lokaumferð Pepsi-deildarinnar árið 2009 þar sem tveir Keflvíkingar skora tvö mörk í sama leiknum. Víkingsliðið er með einu stigi meira eftir níu leiki í ár (16) en í öllum 22 leikjum liðsins í Pepsi-deildinni sumarið 2011 (15). Víkingur var þá aðeins með sjö stig í fyrstu níu leikjum sínum. Víkingar hafa unnið fjóra deildar- og bikarleiki í röð og sex af síðustu sjö leikjum sínum í Pepsi-deildinni (4 af 5) og Borgunarbikarnum (2 af 2). Það eru liðin 36 ár síðan að Breiðablik náði ekki að vinna í fyrstu níu leikjum sínum í efstu deild en liðið náði aðeins í 1 stig í fyrstu 9 leikjum sínum sumarið 1978. Breiðablik hefur fallið úr deildinni síðustu þrjú tímabil þar sem Kópavogsliðið hefur ekki náð að vinna leik í fyrstu sex umferðunum (1978, 1992 og 1996) Valsmenn hafa náð í 12 stig af 12 mögulegum í síðustu fjórum leikjum sínum í úrvalsdeild karla á Akureyri og það eru liðin 20 ár síðan Valsliðið tapaði stigum í útileik á móti Þór eða KA í efstu deild. Þórsliðinu tókst ekki að skora á Þórsvellinum á móti Val en liðið var fyrir leikinn búið að skora í fjórtán heimaleikjum í röð í Pepsi-deildinni og alls 24 mörk í þessum 14 heimaleikjum. 8 af 12 sigurleikjum Valsliðsins í Pepsi-deildinni undir stjórn Magnúsar Gylfasonar hafa komið á útivelli og Valsliðið hefur náð í tíu fleiri stig á útivelli (29) en heimavelli (19) frá því að Magnús tók við Hlíðarendaliðinu. Eyjamenn hafa fengið á sig sjö mörk á 80. mínútu eða síðar í síðustu sjö leikjum sínum í Pepsi-deildinni. KR-ingar hafa ekki verið yfir í hálfleik í neinum leik í fyrstu níu umferðunum og hafa þar af tapað fyrri hálfleiknum í fjórum leikjanna. Stjörnumenn hafa ekki tapað deildarleik í júní undanfarin þrjú sumur en liðið er með sex sigra og fjögur jafntefli í tíu júníleikjum sínum í Pepsi-deildinni 2012 til 2014. Fjölnir hefur aðeins skorað eitt mark í fyrri hálfleik í síðustu sjö leikjum sínum í Pepsi-deildinni en Fjölnismenn voru með fjögur mörk á fyrstu 45 mínútunum í fyrstu tveimur umferðunum.Vísir/DaníelSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum: Ótrúlegir taktar hjá Glenn sem tekur gamalt Rivaldo-trikk og klobbar einn af þremur leikmönnum KR sem voru búnir að umkringja hann.Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Fylkisvelli: Frans Elvarsson átti marktilraun framhjá - Þessi endaði í pottinum í Árbæjarlaug.Guðmundur Marinó Ingvarsson í Víkinni: Gunnleifur Gunnleifsson varði skot sem Arnþór Ingi Kristinsson tók - Frábærlega varið. Af hverju er hann ekki bara í HM stofunni hugsar Arnþór Ingi. Hæstu og lægstu einkunnir: Kristján Gauti Emilsson, FH - 8 Atli Guðnason, FH - 8 Magnús Sverrir Þorsteinsson, Keflavík - 8 Elías Már Ómarsson, Keflavík - 8 Hörður Sveinsson, Keflavík - 8 Daníel Laxdal, Stjörnunni - 8 Viktor Örn Guðmundsson, Fylki - 2 Ragnar Bragi Sveinsson, Fylki - 2Vísir/DaníelUmræðan á Twitter #pepsi365:Ótrúlegt að hugsa til þess að liðin eru 24 ár síðan Ósvald Jarl lék aðalhlutverkið í Home Alone. #unglegur #fotbolti #pepsi365— Halldór H Sigurðsson (@hhsig) June 23, 2014 Ég vil fá að vita hvar King Tommi fékk jakkann #pepsi365— Guðni Þ. Guðjónsson (@gudnigudjons) June 23, 2014 Alls ekki oft sem maður sér svona klaufagang hjá Ögmundi Kristinssyni! Átti að taka þetta allan daginn #Pepsi365— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) June 23, 2014 Í deildinni hefur Stjarnan skorað 8 mörk með Veigar Pál innanborðs. Veigar hefur lagt upp 5 þeirra. Týndi sonurinn. #Skeidin #Pepsi365— Viktor Hólmgeirsson (@ViktorHrafn) June 22, 2014 Það er eitthvað mikið í gangi í gamla hverfinu mínu í Árbæ. Gæti orðið lööööng leiktíð. Varnarleikurinn lögreglumál. #Pepsi365— Rikki G (@RikkiGje) June 22, 2014 Við að nota Shawn og Manna sem bakverði er eins og ef KR setti Baldur Sig og ÓÖH í bakverði! Hvenær opnar glugginn?? # #pepsi365 #fotbolti— Heiðar Ingi Helgason (@heidaringi) June 22, 2014 Það er ekki pláss fyrir fleiri farþega í liði Blika í þessum leik. 7-8 sæti frátekin. #VíkBre #Pepsi365— Kristján Sigurðsson (@kristjanoli) June 22, 2014 OK. Take a bow, Víðir Þorvarðar. Þetta mark er suddi. Sláin, grasið, þaknetið. #pepsi365— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) June 22, 2014
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Sjá meira