Uppbótartíminn: Jonathan Glenn með Rivaldo-takta 24. júní 2014 12:30 Vísir/Daníel Níundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH er eitt á toppnum eftir umferðina eftir stórsigur gegn Fram, 4-0. Stjarnan tryggði sér sigur á Fjölnismönnum með síðustu spyrnu leiksins. ÍBV er sem fyrr án sigurs eftir tap gegn KR í Eyjum. Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Fram - FHFylkir - KeflavíkÍBV - KRStjarnan - FjölnirVíkingur R. - BreiðablikÞór - ValurVísir/VilhelmGóð umferð fyrir ...Hauk Pál Sigurðsson, Val Fyrirliðinn komst loks á blað í sumar og tryggði Val mikilvægan útisigur á Þór. Hefur skorað að minnsta kosti 3 mörk á hverju ári síðan 2009, hans besta ár kom árið 2009 með Þrótti þar sem hann skoraði 6 mörk.Garðar Jóhansson, Stjörnunni Garðar Jóhannsson þurfti aðeins að bíða í 114 mínútur eftir sínu fyrsta marki í sumar en fyrsta Pepsi-deildar markið hans í fyrra kom ekki fyrr en eftir 778 mínútur. Skoraði sigurmark Stjörnunnar með síðustu snertingu leiksins sem tryggði þrjú stig.Kristján Gauta Emilsson, FH Kristján Gauti átti erfitt uppdráttar á síðasta tímabili og tókst ómögulega að finna netmöskvana. Hann hefur hinsvegar verið flottur í upphafi móts í ár og skoraði tvö mörk og var valinn besti leikmaður umferðarinnar í Pepsi mörkunum.Erfið umferð fyrirB(j)arnaheimilið Ungir lærisveinar Bjarna Guðjóns litu út eins og börn á móti karlmönnum. Reynir Leósson talaði um það í Pepsi mörkunum að horfa á þennan leik hefði verið eins og að horfa á karlmann spila við sjö ára son sinn, líkamlegu yfirburðirnir væru einfaldlega of miklir.Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis Sigurmark frá Stjörnunni í uppbótartíma. Ekki búnir að vinna í síðustu sjö umferðum. Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis minntist reglulega á það að þeir væru ekki búnir að tapa síðan 21. ágúst í byrjun móts en Fjölnir hefur ekki unnið deildarleik síðan í 2. umferð 8. maíSadmir Zekovic, leikmann Fylkis Fylkisliðið var andlaust og hreint út sagt lélegt í 2-4 tapi gegn Keflavík. Það er aldrei gott að vera tekinn út af í fyrri hálfleik og hvað þá að vera manninum sem er fórnað í liði sem þjálfari liðsins sagðist sjálfur hafa getað tekið allt út af í fyrri hálfleik.Vísir/DaníelTölfræðin: Fylkisliðið hefur aðeins náð í 1 stig af 24 mögulegum í júnímánuði undanfarin tvö sumur og markatala Árbæjarliðsins í júní 2013 og 2014 er -9 (7-16). Þetta er í fyrsta sinn í 96 úrvalsdeildarleikjum eða síðan í lokaumferð Pepsi-deildarinnar árið 2009 þar sem tveir Keflvíkingar skora tvö mörk í sama leiknum. Víkingsliðið er með einu stigi meira eftir níu leiki í ár (16) en í öllum 22 leikjum liðsins í Pepsi-deildinni sumarið 2011 (15). Víkingur var þá aðeins með sjö stig í fyrstu níu leikjum sínum. Víkingar hafa unnið fjóra deildar- og bikarleiki í röð og sex af síðustu sjö leikjum sínum í Pepsi-deildinni (4 af 5) og Borgunarbikarnum (2 af 2). Það eru liðin 36 ár síðan að Breiðablik náði ekki að vinna í fyrstu níu leikjum sínum í efstu deild en liðið náði aðeins í 1 stig í fyrstu 9 leikjum sínum sumarið 1978. Breiðablik hefur fallið úr deildinni síðustu þrjú tímabil þar sem Kópavogsliðið hefur ekki náð að vinna leik í fyrstu sex umferðunum (1978, 1992 og 1996) Valsmenn hafa náð í 12 stig af 12 mögulegum í síðustu fjórum leikjum sínum í úrvalsdeild karla á Akureyri og það eru liðin 20 ár síðan Valsliðið tapaði stigum í útileik á móti Þór eða KA í efstu deild. Þórsliðinu tókst ekki að skora á Þórsvellinum á móti Val en liðið var fyrir leikinn búið að skora í fjórtán heimaleikjum í röð í Pepsi-deildinni og alls 24 mörk í þessum 14 heimaleikjum. 8 af 12 sigurleikjum Valsliðsins í Pepsi-deildinni undir stjórn Magnúsar Gylfasonar hafa komið á útivelli og Valsliðið hefur náð í tíu fleiri stig á útivelli (29) en heimavelli (19) frá því að Magnús tók við Hlíðarendaliðinu. Eyjamenn hafa fengið á sig sjö mörk á 80. mínútu eða síðar í síðustu sjö leikjum sínum í Pepsi-deildinni. KR-ingar hafa ekki verið yfir í hálfleik í neinum leik í fyrstu níu umferðunum og hafa þar af tapað fyrri hálfleiknum í fjórum leikjanna. Stjörnumenn hafa ekki tapað deildarleik í júní undanfarin þrjú sumur en liðið er með sex sigra og fjögur jafntefli í tíu júníleikjum sínum í Pepsi-deildinni 2012 til 2014. Fjölnir hefur aðeins skorað eitt mark í fyrri hálfleik í síðustu sjö leikjum sínum í Pepsi-deildinni en Fjölnismenn voru með fjögur mörk á fyrstu 45 mínútunum í fyrstu tveimur umferðunum.Vísir/DaníelSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum: Ótrúlegir taktar hjá Glenn sem tekur gamalt Rivaldo-trikk og klobbar einn af þremur leikmönnum KR sem voru búnir að umkringja hann.Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Fylkisvelli: Frans Elvarsson átti marktilraun framhjá - Þessi endaði í pottinum í Árbæjarlaug.Guðmundur Marinó Ingvarsson í Víkinni: Gunnleifur Gunnleifsson varði skot sem Arnþór Ingi Kristinsson tók - Frábærlega varið. Af hverju er hann ekki bara í HM stofunni hugsar Arnþór Ingi. Hæstu og lægstu einkunnir: Kristján Gauti Emilsson, FH - 8 Atli Guðnason, FH - 8 Magnús Sverrir Þorsteinsson, Keflavík - 8 Elías Már Ómarsson, Keflavík - 8 Hörður Sveinsson, Keflavík - 8 Daníel Laxdal, Stjörnunni - 8 Viktor Örn Guðmundsson, Fylki - 2 Ragnar Bragi Sveinsson, Fylki - 2Vísir/DaníelUmræðan á Twitter #pepsi365:Ótrúlegt að hugsa til þess að liðin eru 24 ár síðan Ósvald Jarl lék aðalhlutverkið í Home Alone. #unglegur #fotbolti #pepsi365— Halldór H Sigurðsson (@hhsig) June 23, 2014 Ég vil fá að vita hvar King Tommi fékk jakkann #pepsi365— Guðni Þ. Guðjónsson (@gudnigudjons) June 23, 2014 Alls ekki oft sem maður sér svona klaufagang hjá Ögmundi Kristinssyni! Átti að taka þetta allan daginn #Pepsi365— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) June 23, 2014 Í deildinni hefur Stjarnan skorað 8 mörk með Veigar Pál innanborðs. Veigar hefur lagt upp 5 þeirra. Týndi sonurinn. #Skeidin #Pepsi365— Viktor Hólmgeirsson (@ViktorHrafn) June 22, 2014 Það er eitthvað mikið í gangi í gamla hverfinu mínu í Árbæ. Gæti orðið lööööng leiktíð. Varnarleikurinn lögreglumál. #Pepsi365— Rikki G (@RikkiGje) June 22, 2014 Við að nota Shawn og Manna sem bakverði er eins og ef KR setti Baldur Sig og ÓÖH í bakverði! Hvenær opnar glugginn?? # #pepsi365 #fotbolti— Heiðar Ingi Helgason (@heidaringi) June 22, 2014 Það er ekki pláss fyrir fleiri farþega í liði Blika í þessum leik. 7-8 sæti frátekin. #VíkBre #Pepsi365— Kristján Sigurðsson (@kristjanoli) June 22, 2014 OK. Take a bow, Víðir Þorvarðar. Þetta mark er suddi. Sláin, grasið, þaknetið. #pepsi365— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) June 22, 2014 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Níundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH er eitt á toppnum eftir umferðina eftir stórsigur gegn Fram, 4-0. Stjarnan tryggði sér sigur á Fjölnismönnum með síðustu spyrnu leiksins. ÍBV er sem fyrr án sigurs eftir tap gegn KR í Eyjum. Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Fram - FHFylkir - KeflavíkÍBV - KRStjarnan - FjölnirVíkingur R. - BreiðablikÞór - ValurVísir/VilhelmGóð umferð fyrir ...Hauk Pál Sigurðsson, Val Fyrirliðinn komst loks á blað í sumar og tryggði Val mikilvægan útisigur á Þór. Hefur skorað að minnsta kosti 3 mörk á hverju ári síðan 2009, hans besta ár kom árið 2009 með Þrótti þar sem hann skoraði 6 mörk.Garðar Jóhansson, Stjörnunni Garðar Jóhannsson þurfti aðeins að bíða í 114 mínútur eftir sínu fyrsta marki í sumar en fyrsta Pepsi-deildar markið hans í fyrra kom ekki fyrr en eftir 778 mínútur. Skoraði sigurmark Stjörnunnar með síðustu snertingu leiksins sem tryggði þrjú stig.Kristján Gauta Emilsson, FH Kristján Gauti átti erfitt uppdráttar á síðasta tímabili og tókst ómögulega að finna netmöskvana. Hann hefur hinsvegar verið flottur í upphafi móts í ár og skoraði tvö mörk og var valinn besti leikmaður umferðarinnar í Pepsi mörkunum.Erfið umferð fyrirB(j)arnaheimilið Ungir lærisveinar Bjarna Guðjóns litu út eins og börn á móti karlmönnum. Reynir Leósson talaði um það í Pepsi mörkunum að horfa á þennan leik hefði verið eins og að horfa á karlmann spila við sjö ára son sinn, líkamlegu yfirburðirnir væru einfaldlega of miklir.Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis Sigurmark frá Stjörnunni í uppbótartíma. Ekki búnir að vinna í síðustu sjö umferðum. Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis minntist reglulega á það að þeir væru ekki búnir að tapa síðan 21. ágúst í byrjun móts en Fjölnir hefur ekki unnið deildarleik síðan í 2. umferð 8. maíSadmir Zekovic, leikmann Fylkis Fylkisliðið var andlaust og hreint út sagt lélegt í 2-4 tapi gegn Keflavík. Það er aldrei gott að vera tekinn út af í fyrri hálfleik og hvað þá að vera manninum sem er fórnað í liði sem þjálfari liðsins sagðist sjálfur hafa getað tekið allt út af í fyrri hálfleik.Vísir/DaníelTölfræðin: Fylkisliðið hefur aðeins náð í 1 stig af 24 mögulegum í júnímánuði undanfarin tvö sumur og markatala Árbæjarliðsins í júní 2013 og 2014 er -9 (7-16). Þetta er í fyrsta sinn í 96 úrvalsdeildarleikjum eða síðan í lokaumferð Pepsi-deildarinnar árið 2009 þar sem tveir Keflvíkingar skora tvö mörk í sama leiknum. Víkingsliðið er með einu stigi meira eftir níu leiki í ár (16) en í öllum 22 leikjum liðsins í Pepsi-deildinni sumarið 2011 (15). Víkingur var þá aðeins með sjö stig í fyrstu níu leikjum sínum. Víkingar hafa unnið fjóra deildar- og bikarleiki í röð og sex af síðustu sjö leikjum sínum í Pepsi-deildinni (4 af 5) og Borgunarbikarnum (2 af 2). Það eru liðin 36 ár síðan að Breiðablik náði ekki að vinna í fyrstu níu leikjum sínum í efstu deild en liðið náði aðeins í 1 stig í fyrstu 9 leikjum sínum sumarið 1978. Breiðablik hefur fallið úr deildinni síðustu þrjú tímabil þar sem Kópavogsliðið hefur ekki náð að vinna leik í fyrstu sex umferðunum (1978, 1992 og 1996) Valsmenn hafa náð í 12 stig af 12 mögulegum í síðustu fjórum leikjum sínum í úrvalsdeild karla á Akureyri og það eru liðin 20 ár síðan Valsliðið tapaði stigum í útileik á móti Þór eða KA í efstu deild. Þórsliðinu tókst ekki að skora á Þórsvellinum á móti Val en liðið var fyrir leikinn búið að skora í fjórtán heimaleikjum í röð í Pepsi-deildinni og alls 24 mörk í þessum 14 heimaleikjum. 8 af 12 sigurleikjum Valsliðsins í Pepsi-deildinni undir stjórn Magnúsar Gylfasonar hafa komið á útivelli og Valsliðið hefur náð í tíu fleiri stig á útivelli (29) en heimavelli (19) frá því að Magnús tók við Hlíðarendaliðinu. Eyjamenn hafa fengið á sig sjö mörk á 80. mínútu eða síðar í síðustu sjö leikjum sínum í Pepsi-deildinni. KR-ingar hafa ekki verið yfir í hálfleik í neinum leik í fyrstu níu umferðunum og hafa þar af tapað fyrri hálfleiknum í fjórum leikjanna. Stjörnumenn hafa ekki tapað deildarleik í júní undanfarin þrjú sumur en liðið er með sex sigra og fjögur jafntefli í tíu júníleikjum sínum í Pepsi-deildinni 2012 til 2014. Fjölnir hefur aðeins skorað eitt mark í fyrri hálfleik í síðustu sjö leikjum sínum í Pepsi-deildinni en Fjölnismenn voru með fjögur mörk á fyrstu 45 mínútunum í fyrstu tveimur umferðunum.Vísir/DaníelSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum: Ótrúlegir taktar hjá Glenn sem tekur gamalt Rivaldo-trikk og klobbar einn af þremur leikmönnum KR sem voru búnir að umkringja hann.Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Fylkisvelli: Frans Elvarsson átti marktilraun framhjá - Þessi endaði í pottinum í Árbæjarlaug.Guðmundur Marinó Ingvarsson í Víkinni: Gunnleifur Gunnleifsson varði skot sem Arnþór Ingi Kristinsson tók - Frábærlega varið. Af hverju er hann ekki bara í HM stofunni hugsar Arnþór Ingi. Hæstu og lægstu einkunnir: Kristján Gauti Emilsson, FH - 8 Atli Guðnason, FH - 8 Magnús Sverrir Þorsteinsson, Keflavík - 8 Elías Már Ómarsson, Keflavík - 8 Hörður Sveinsson, Keflavík - 8 Daníel Laxdal, Stjörnunni - 8 Viktor Örn Guðmundsson, Fylki - 2 Ragnar Bragi Sveinsson, Fylki - 2Vísir/DaníelUmræðan á Twitter #pepsi365:Ótrúlegt að hugsa til þess að liðin eru 24 ár síðan Ósvald Jarl lék aðalhlutverkið í Home Alone. #unglegur #fotbolti #pepsi365— Halldór H Sigurðsson (@hhsig) June 23, 2014 Ég vil fá að vita hvar King Tommi fékk jakkann #pepsi365— Guðni Þ. Guðjónsson (@gudnigudjons) June 23, 2014 Alls ekki oft sem maður sér svona klaufagang hjá Ögmundi Kristinssyni! Átti að taka þetta allan daginn #Pepsi365— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) June 23, 2014 Í deildinni hefur Stjarnan skorað 8 mörk með Veigar Pál innanborðs. Veigar hefur lagt upp 5 þeirra. Týndi sonurinn. #Skeidin #Pepsi365— Viktor Hólmgeirsson (@ViktorHrafn) June 22, 2014 Það er eitthvað mikið í gangi í gamla hverfinu mínu í Árbæ. Gæti orðið lööööng leiktíð. Varnarleikurinn lögreglumál. #Pepsi365— Rikki G (@RikkiGje) June 22, 2014 Við að nota Shawn og Manna sem bakverði er eins og ef KR setti Baldur Sig og ÓÖH í bakverði! Hvenær opnar glugginn?? # #pepsi365 #fotbolti— Heiðar Ingi Helgason (@heidaringi) June 22, 2014 Það er ekki pláss fyrir fleiri farþega í liði Blika í þessum leik. 7-8 sæti frátekin. #VíkBre #Pepsi365— Kristján Sigurðsson (@kristjanoli) June 22, 2014 OK. Take a bow, Víðir Þorvarðar. Þetta mark er suddi. Sláin, grasið, þaknetið. #pepsi365— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) June 22, 2014
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira