Uppbótartíminn: Jonathan Glenn með Rivaldo-takta 24. júní 2014 12:30 Vísir/Daníel Níundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH er eitt á toppnum eftir umferðina eftir stórsigur gegn Fram, 4-0. Stjarnan tryggði sér sigur á Fjölnismönnum með síðustu spyrnu leiksins. ÍBV er sem fyrr án sigurs eftir tap gegn KR í Eyjum. Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Fram - FHFylkir - KeflavíkÍBV - KRStjarnan - FjölnirVíkingur R. - BreiðablikÞór - ValurVísir/VilhelmGóð umferð fyrir ...Hauk Pál Sigurðsson, Val Fyrirliðinn komst loks á blað í sumar og tryggði Val mikilvægan útisigur á Þór. Hefur skorað að minnsta kosti 3 mörk á hverju ári síðan 2009, hans besta ár kom árið 2009 með Þrótti þar sem hann skoraði 6 mörk.Garðar Jóhansson, Stjörnunni Garðar Jóhannsson þurfti aðeins að bíða í 114 mínútur eftir sínu fyrsta marki í sumar en fyrsta Pepsi-deildar markið hans í fyrra kom ekki fyrr en eftir 778 mínútur. Skoraði sigurmark Stjörnunnar með síðustu snertingu leiksins sem tryggði þrjú stig.Kristján Gauta Emilsson, FH Kristján Gauti átti erfitt uppdráttar á síðasta tímabili og tókst ómögulega að finna netmöskvana. Hann hefur hinsvegar verið flottur í upphafi móts í ár og skoraði tvö mörk og var valinn besti leikmaður umferðarinnar í Pepsi mörkunum.Erfið umferð fyrirB(j)arnaheimilið Ungir lærisveinar Bjarna Guðjóns litu út eins og börn á móti karlmönnum. Reynir Leósson talaði um það í Pepsi mörkunum að horfa á þennan leik hefði verið eins og að horfa á karlmann spila við sjö ára son sinn, líkamlegu yfirburðirnir væru einfaldlega of miklir.Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis Sigurmark frá Stjörnunni í uppbótartíma. Ekki búnir að vinna í síðustu sjö umferðum. Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis minntist reglulega á það að þeir væru ekki búnir að tapa síðan 21. ágúst í byrjun móts en Fjölnir hefur ekki unnið deildarleik síðan í 2. umferð 8. maíSadmir Zekovic, leikmann Fylkis Fylkisliðið var andlaust og hreint út sagt lélegt í 2-4 tapi gegn Keflavík. Það er aldrei gott að vera tekinn út af í fyrri hálfleik og hvað þá að vera manninum sem er fórnað í liði sem þjálfari liðsins sagðist sjálfur hafa getað tekið allt út af í fyrri hálfleik.Vísir/DaníelTölfræðin: Fylkisliðið hefur aðeins náð í 1 stig af 24 mögulegum í júnímánuði undanfarin tvö sumur og markatala Árbæjarliðsins í júní 2013 og 2014 er -9 (7-16). Þetta er í fyrsta sinn í 96 úrvalsdeildarleikjum eða síðan í lokaumferð Pepsi-deildarinnar árið 2009 þar sem tveir Keflvíkingar skora tvö mörk í sama leiknum. Víkingsliðið er með einu stigi meira eftir níu leiki í ár (16) en í öllum 22 leikjum liðsins í Pepsi-deildinni sumarið 2011 (15). Víkingur var þá aðeins með sjö stig í fyrstu níu leikjum sínum. Víkingar hafa unnið fjóra deildar- og bikarleiki í röð og sex af síðustu sjö leikjum sínum í Pepsi-deildinni (4 af 5) og Borgunarbikarnum (2 af 2). Það eru liðin 36 ár síðan að Breiðablik náði ekki að vinna í fyrstu níu leikjum sínum í efstu deild en liðið náði aðeins í 1 stig í fyrstu 9 leikjum sínum sumarið 1978. Breiðablik hefur fallið úr deildinni síðustu þrjú tímabil þar sem Kópavogsliðið hefur ekki náð að vinna leik í fyrstu sex umferðunum (1978, 1992 og 1996) Valsmenn hafa náð í 12 stig af 12 mögulegum í síðustu fjórum leikjum sínum í úrvalsdeild karla á Akureyri og það eru liðin 20 ár síðan Valsliðið tapaði stigum í útileik á móti Þór eða KA í efstu deild. Þórsliðinu tókst ekki að skora á Þórsvellinum á móti Val en liðið var fyrir leikinn búið að skora í fjórtán heimaleikjum í röð í Pepsi-deildinni og alls 24 mörk í þessum 14 heimaleikjum. 8 af 12 sigurleikjum Valsliðsins í Pepsi-deildinni undir stjórn Magnúsar Gylfasonar hafa komið á útivelli og Valsliðið hefur náð í tíu fleiri stig á útivelli (29) en heimavelli (19) frá því að Magnús tók við Hlíðarendaliðinu. Eyjamenn hafa fengið á sig sjö mörk á 80. mínútu eða síðar í síðustu sjö leikjum sínum í Pepsi-deildinni. KR-ingar hafa ekki verið yfir í hálfleik í neinum leik í fyrstu níu umferðunum og hafa þar af tapað fyrri hálfleiknum í fjórum leikjanna. Stjörnumenn hafa ekki tapað deildarleik í júní undanfarin þrjú sumur en liðið er með sex sigra og fjögur jafntefli í tíu júníleikjum sínum í Pepsi-deildinni 2012 til 2014. Fjölnir hefur aðeins skorað eitt mark í fyrri hálfleik í síðustu sjö leikjum sínum í Pepsi-deildinni en Fjölnismenn voru með fjögur mörk á fyrstu 45 mínútunum í fyrstu tveimur umferðunum.Vísir/DaníelSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum: Ótrúlegir taktar hjá Glenn sem tekur gamalt Rivaldo-trikk og klobbar einn af þremur leikmönnum KR sem voru búnir að umkringja hann.Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Fylkisvelli: Frans Elvarsson átti marktilraun framhjá - Þessi endaði í pottinum í Árbæjarlaug.Guðmundur Marinó Ingvarsson í Víkinni: Gunnleifur Gunnleifsson varði skot sem Arnþór Ingi Kristinsson tók - Frábærlega varið. Af hverju er hann ekki bara í HM stofunni hugsar Arnþór Ingi. Hæstu og lægstu einkunnir: Kristján Gauti Emilsson, FH - 8 Atli Guðnason, FH - 8 Magnús Sverrir Þorsteinsson, Keflavík - 8 Elías Már Ómarsson, Keflavík - 8 Hörður Sveinsson, Keflavík - 8 Daníel Laxdal, Stjörnunni - 8 Viktor Örn Guðmundsson, Fylki - 2 Ragnar Bragi Sveinsson, Fylki - 2Vísir/DaníelUmræðan á Twitter #pepsi365:Ótrúlegt að hugsa til þess að liðin eru 24 ár síðan Ósvald Jarl lék aðalhlutverkið í Home Alone. #unglegur #fotbolti #pepsi365— Halldór H Sigurðsson (@hhsig) June 23, 2014 Ég vil fá að vita hvar King Tommi fékk jakkann #pepsi365— Guðni Þ. Guðjónsson (@gudnigudjons) June 23, 2014 Alls ekki oft sem maður sér svona klaufagang hjá Ögmundi Kristinssyni! Átti að taka þetta allan daginn #Pepsi365— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) June 23, 2014 Í deildinni hefur Stjarnan skorað 8 mörk með Veigar Pál innanborðs. Veigar hefur lagt upp 5 þeirra. Týndi sonurinn. #Skeidin #Pepsi365— Viktor Hólmgeirsson (@ViktorHrafn) June 22, 2014 Það er eitthvað mikið í gangi í gamla hverfinu mínu í Árbæ. Gæti orðið lööööng leiktíð. Varnarleikurinn lögreglumál. #Pepsi365— Rikki G (@RikkiGje) June 22, 2014 Við að nota Shawn og Manna sem bakverði er eins og ef KR setti Baldur Sig og ÓÖH í bakverði! Hvenær opnar glugginn?? # #pepsi365 #fotbolti— Heiðar Ingi Helgason (@heidaringi) June 22, 2014 Það er ekki pláss fyrir fleiri farþega í liði Blika í þessum leik. 7-8 sæti frátekin. #VíkBre #Pepsi365— Kristján Sigurðsson (@kristjanoli) June 22, 2014 OK. Take a bow, Víðir Þorvarðar. Þetta mark er suddi. Sláin, grasið, þaknetið. #pepsi365— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) June 22, 2014 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Níundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH er eitt á toppnum eftir umferðina eftir stórsigur gegn Fram, 4-0. Stjarnan tryggði sér sigur á Fjölnismönnum með síðustu spyrnu leiksins. ÍBV er sem fyrr án sigurs eftir tap gegn KR í Eyjum. Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Fram - FHFylkir - KeflavíkÍBV - KRStjarnan - FjölnirVíkingur R. - BreiðablikÞór - ValurVísir/VilhelmGóð umferð fyrir ...Hauk Pál Sigurðsson, Val Fyrirliðinn komst loks á blað í sumar og tryggði Val mikilvægan útisigur á Þór. Hefur skorað að minnsta kosti 3 mörk á hverju ári síðan 2009, hans besta ár kom árið 2009 með Þrótti þar sem hann skoraði 6 mörk.Garðar Jóhansson, Stjörnunni Garðar Jóhannsson þurfti aðeins að bíða í 114 mínútur eftir sínu fyrsta marki í sumar en fyrsta Pepsi-deildar markið hans í fyrra kom ekki fyrr en eftir 778 mínútur. Skoraði sigurmark Stjörnunnar með síðustu snertingu leiksins sem tryggði þrjú stig.Kristján Gauta Emilsson, FH Kristján Gauti átti erfitt uppdráttar á síðasta tímabili og tókst ómögulega að finna netmöskvana. Hann hefur hinsvegar verið flottur í upphafi móts í ár og skoraði tvö mörk og var valinn besti leikmaður umferðarinnar í Pepsi mörkunum.Erfið umferð fyrirB(j)arnaheimilið Ungir lærisveinar Bjarna Guðjóns litu út eins og börn á móti karlmönnum. Reynir Leósson talaði um það í Pepsi mörkunum að horfa á þennan leik hefði verið eins og að horfa á karlmann spila við sjö ára son sinn, líkamlegu yfirburðirnir væru einfaldlega of miklir.Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis Sigurmark frá Stjörnunni í uppbótartíma. Ekki búnir að vinna í síðustu sjö umferðum. Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis minntist reglulega á það að þeir væru ekki búnir að tapa síðan 21. ágúst í byrjun móts en Fjölnir hefur ekki unnið deildarleik síðan í 2. umferð 8. maíSadmir Zekovic, leikmann Fylkis Fylkisliðið var andlaust og hreint út sagt lélegt í 2-4 tapi gegn Keflavík. Það er aldrei gott að vera tekinn út af í fyrri hálfleik og hvað þá að vera manninum sem er fórnað í liði sem þjálfari liðsins sagðist sjálfur hafa getað tekið allt út af í fyrri hálfleik.Vísir/DaníelTölfræðin: Fylkisliðið hefur aðeins náð í 1 stig af 24 mögulegum í júnímánuði undanfarin tvö sumur og markatala Árbæjarliðsins í júní 2013 og 2014 er -9 (7-16). Þetta er í fyrsta sinn í 96 úrvalsdeildarleikjum eða síðan í lokaumferð Pepsi-deildarinnar árið 2009 þar sem tveir Keflvíkingar skora tvö mörk í sama leiknum. Víkingsliðið er með einu stigi meira eftir níu leiki í ár (16) en í öllum 22 leikjum liðsins í Pepsi-deildinni sumarið 2011 (15). Víkingur var þá aðeins með sjö stig í fyrstu níu leikjum sínum. Víkingar hafa unnið fjóra deildar- og bikarleiki í röð og sex af síðustu sjö leikjum sínum í Pepsi-deildinni (4 af 5) og Borgunarbikarnum (2 af 2). Það eru liðin 36 ár síðan að Breiðablik náði ekki að vinna í fyrstu níu leikjum sínum í efstu deild en liðið náði aðeins í 1 stig í fyrstu 9 leikjum sínum sumarið 1978. Breiðablik hefur fallið úr deildinni síðustu þrjú tímabil þar sem Kópavogsliðið hefur ekki náð að vinna leik í fyrstu sex umferðunum (1978, 1992 og 1996) Valsmenn hafa náð í 12 stig af 12 mögulegum í síðustu fjórum leikjum sínum í úrvalsdeild karla á Akureyri og það eru liðin 20 ár síðan Valsliðið tapaði stigum í útileik á móti Þór eða KA í efstu deild. Þórsliðinu tókst ekki að skora á Þórsvellinum á móti Val en liðið var fyrir leikinn búið að skora í fjórtán heimaleikjum í röð í Pepsi-deildinni og alls 24 mörk í þessum 14 heimaleikjum. 8 af 12 sigurleikjum Valsliðsins í Pepsi-deildinni undir stjórn Magnúsar Gylfasonar hafa komið á útivelli og Valsliðið hefur náð í tíu fleiri stig á útivelli (29) en heimavelli (19) frá því að Magnús tók við Hlíðarendaliðinu. Eyjamenn hafa fengið á sig sjö mörk á 80. mínútu eða síðar í síðustu sjö leikjum sínum í Pepsi-deildinni. KR-ingar hafa ekki verið yfir í hálfleik í neinum leik í fyrstu níu umferðunum og hafa þar af tapað fyrri hálfleiknum í fjórum leikjanna. Stjörnumenn hafa ekki tapað deildarleik í júní undanfarin þrjú sumur en liðið er með sex sigra og fjögur jafntefli í tíu júníleikjum sínum í Pepsi-deildinni 2012 til 2014. Fjölnir hefur aðeins skorað eitt mark í fyrri hálfleik í síðustu sjö leikjum sínum í Pepsi-deildinni en Fjölnismenn voru með fjögur mörk á fyrstu 45 mínútunum í fyrstu tveimur umferðunum.Vísir/DaníelSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum: Ótrúlegir taktar hjá Glenn sem tekur gamalt Rivaldo-trikk og klobbar einn af þremur leikmönnum KR sem voru búnir að umkringja hann.Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Fylkisvelli: Frans Elvarsson átti marktilraun framhjá - Þessi endaði í pottinum í Árbæjarlaug.Guðmundur Marinó Ingvarsson í Víkinni: Gunnleifur Gunnleifsson varði skot sem Arnþór Ingi Kristinsson tók - Frábærlega varið. Af hverju er hann ekki bara í HM stofunni hugsar Arnþór Ingi. Hæstu og lægstu einkunnir: Kristján Gauti Emilsson, FH - 8 Atli Guðnason, FH - 8 Magnús Sverrir Þorsteinsson, Keflavík - 8 Elías Már Ómarsson, Keflavík - 8 Hörður Sveinsson, Keflavík - 8 Daníel Laxdal, Stjörnunni - 8 Viktor Örn Guðmundsson, Fylki - 2 Ragnar Bragi Sveinsson, Fylki - 2Vísir/DaníelUmræðan á Twitter #pepsi365:Ótrúlegt að hugsa til þess að liðin eru 24 ár síðan Ósvald Jarl lék aðalhlutverkið í Home Alone. #unglegur #fotbolti #pepsi365— Halldór H Sigurðsson (@hhsig) June 23, 2014 Ég vil fá að vita hvar King Tommi fékk jakkann #pepsi365— Guðni Þ. Guðjónsson (@gudnigudjons) June 23, 2014 Alls ekki oft sem maður sér svona klaufagang hjá Ögmundi Kristinssyni! Átti að taka þetta allan daginn #Pepsi365— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) June 23, 2014 Í deildinni hefur Stjarnan skorað 8 mörk með Veigar Pál innanborðs. Veigar hefur lagt upp 5 þeirra. Týndi sonurinn. #Skeidin #Pepsi365— Viktor Hólmgeirsson (@ViktorHrafn) June 22, 2014 Það er eitthvað mikið í gangi í gamla hverfinu mínu í Árbæ. Gæti orðið lööööng leiktíð. Varnarleikurinn lögreglumál. #Pepsi365— Rikki G (@RikkiGje) June 22, 2014 Við að nota Shawn og Manna sem bakverði er eins og ef KR setti Baldur Sig og ÓÖH í bakverði! Hvenær opnar glugginn?? # #pepsi365 #fotbolti— Heiðar Ingi Helgason (@heidaringi) June 22, 2014 Það er ekki pláss fyrir fleiri farþega í liði Blika í þessum leik. 7-8 sæti frátekin. #VíkBre #Pepsi365— Kristján Sigurðsson (@kristjanoli) June 22, 2014 OK. Take a bow, Víðir Þorvarðar. Þetta mark er suddi. Sláin, grasið, þaknetið. #pepsi365— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) June 22, 2014
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira