423 fallið í Úkraínu á síðustu mánuðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júní 2014 22:46 VISIR/AFP Sameinuðu þjóðirnar áætla að 423 hafi látið lífið í Austur-Úkraínu á undanförnum tveimur mánuðum en upplýsingar um mannfallið voru kynntar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. Upplýsingarnar eru sagðar byggja á opinberum gögnum og taka bæði til almennra borgara og stríðandi fylkinga frá 15. apríl til 20.júní. Ivan Simonovic, erindreki Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum, lýsti ánægju sinni með nýja friðaráætlun Pórósjenkó forseta Úkraínu, og sagði hana skref í rétta átt. Hann dró þó upp dökka mynd af átökum stríðandi fylkinga í austurhluta landsins milli aðskilnaðarsinna og þeirra sem enn eru hliðhollir stjórnvöldum í Kænugarði. Vopnaflutningar til Austur-Úkraínu hafi aukist á tímabilinu sem og liðsöfnuður. Talið er að yfir 46 þúsund manns hafi hrakist frá heimilum sínum í austanverðri Úkraínu, þar af 11.500 á Krímskaga. Fjöldi Úkraínumanna sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín hefur tvöfaldast á liðnum vikum, mannshvörf eru tíð, valdbeiting stjórnvalda færist í aukana og öryggi blaðamanna fer hríðversnandi. Ivan Simonovic sagði einnig að glæpir og mannréttindabrot væru að færast í vöxt og ítrekaði að innviðir samfélagsins væru margir hverjir að hruni komnir. Í borginni Slovyansk í austurhluta landsins hafi til að mynda ekki verið rennandi vatn í viku, 90 prósent borgarinnar hefur ekki aðgang að rafmagni og símasamband sé lítið sem ekkert. Ivan Simonovic lýsti því þó yfir að hann væri vongóður um að fyrirhugað vopnahlé sem kynnt var í gær gæti orðið til þess að vinna bug á slæmu ástandi mannréttindamála í landinu. Tengdar fréttir Vopnahléi lýst yfir í Úkraínu Petró Porosjenkó, forseti Úkraínu, er búinn að lýsa einhliða yfir vopnahléi í Austur-Úkraínu. 20. júní 2014 21:45 Skrúfað fyrir gas til Úkraínu Óttast er að deilan á milli Úkraínu og Rússlands komi til með að hafa áhrif á önnur lönd í Vestur-Evrópu. 16. júní 2014 10:34 Úkraínustjórn sakar forvera sína um stórfelld fjársvik Segir ráðherra í stjórn Janúkóvitsj sína hafa búið til flókið net gervifyrirtækja til að koma fjármunum til embættismanna. 11. júní 2014 07:30 Stjórnvöld í Úkraínu endurheimta Mariupol Innanríkisráðherra landsins, Arseníj Avakoff, sagði í gær að öryggissveitir ríkisstjórnarinnar hefðu nú fulla stjórn á höfuðvígum aðskilnaðarsinna í borginni. 14. júní 2014 09:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar áætla að 423 hafi látið lífið í Austur-Úkraínu á undanförnum tveimur mánuðum en upplýsingar um mannfallið voru kynntar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. Upplýsingarnar eru sagðar byggja á opinberum gögnum og taka bæði til almennra borgara og stríðandi fylkinga frá 15. apríl til 20.júní. Ivan Simonovic, erindreki Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum, lýsti ánægju sinni með nýja friðaráætlun Pórósjenkó forseta Úkraínu, og sagði hana skref í rétta átt. Hann dró þó upp dökka mynd af átökum stríðandi fylkinga í austurhluta landsins milli aðskilnaðarsinna og þeirra sem enn eru hliðhollir stjórnvöldum í Kænugarði. Vopnaflutningar til Austur-Úkraínu hafi aukist á tímabilinu sem og liðsöfnuður. Talið er að yfir 46 þúsund manns hafi hrakist frá heimilum sínum í austanverðri Úkraínu, þar af 11.500 á Krímskaga. Fjöldi Úkraínumanna sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín hefur tvöfaldast á liðnum vikum, mannshvörf eru tíð, valdbeiting stjórnvalda færist í aukana og öryggi blaðamanna fer hríðversnandi. Ivan Simonovic sagði einnig að glæpir og mannréttindabrot væru að færast í vöxt og ítrekaði að innviðir samfélagsins væru margir hverjir að hruni komnir. Í borginni Slovyansk í austurhluta landsins hafi til að mynda ekki verið rennandi vatn í viku, 90 prósent borgarinnar hefur ekki aðgang að rafmagni og símasamband sé lítið sem ekkert. Ivan Simonovic lýsti því þó yfir að hann væri vongóður um að fyrirhugað vopnahlé sem kynnt var í gær gæti orðið til þess að vinna bug á slæmu ástandi mannréttindamála í landinu.
Tengdar fréttir Vopnahléi lýst yfir í Úkraínu Petró Porosjenkó, forseti Úkraínu, er búinn að lýsa einhliða yfir vopnahléi í Austur-Úkraínu. 20. júní 2014 21:45 Skrúfað fyrir gas til Úkraínu Óttast er að deilan á milli Úkraínu og Rússlands komi til með að hafa áhrif á önnur lönd í Vestur-Evrópu. 16. júní 2014 10:34 Úkraínustjórn sakar forvera sína um stórfelld fjársvik Segir ráðherra í stjórn Janúkóvitsj sína hafa búið til flókið net gervifyrirtækja til að koma fjármunum til embættismanna. 11. júní 2014 07:30 Stjórnvöld í Úkraínu endurheimta Mariupol Innanríkisráðherra landsins, Arseníj Avakoff, sagði í gær að öryggissveitir ríkisstjórnarinnar hefðu nú fulla stjórn á höfuðvígum aðskilnaðarsinna í borginni. 14. júní 2014 09:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Vopnahléi lýst yfir í Úkraínu Petró Porosjenkó, forseti Úkraínu, er búinn að lýsa einhliða yfir vopnahléi í Austur-Úkraínu. 20. júní 2014 21:45
Skrúfað fyrir gas til Úkraínu Óttast er að deilan á milli Úkraínu og Rússlands komi til með að hafa áhrif á önnur lönd í Vestur-Evrópu. 16. júní 2014 10:34
Úkraínustjórn sakar forvera sína um stórfelld fjársvik Segir ráðherra í stjórn Janúkóvitsj sína hafa búið til flókið net gervifyrirtækja til að koma fjármunum til embættismanna. 11. júní 2014 07:30
Stjórnvöld í Úkraínu endurheimta Mariupol Innanríkisráðherra landsins, Arseníj Avakoff, sagði í gær að öryggissveitir ríkisstjórnarinnar hefðu nú fulla stjórn á höfuðvígum aðskilnaðarsinna í borginni. 14. júní 2014 09:00