Íslendingasögurnar þýddar í heild sinni Brjánn Jónasson skrifar 26. apríl 2014 07:00 Þeir Jon Gunnar Jørgensen (til vinstri) og Jóhann Sigurðsson fylgdust spenntir með þegar prentun á norsku þýðingunni á Íslendingasögunum lauk í gær. Fréttablaðið/Stefán „Við erum spennt eins og krakkar á jólunum,“ segir Jon Gunnar Jørgensen. Hann beið þess spenntur í gær að sjá nýprentaða norska þýðingu Íslendingasagnanna í prentsmiðjunni Odda. Sænsk þýðing sagnanna ásamt danskri rennur út úr prentsmiðjunni í kjölfar þeirrar norsku. Á mánudag kemur út í fyrsta skipti heildarútgáfa Íslendingasagnanna á norsku, sænsku og dönsku, en Jon Gunnar er ritstjóri norskrar útgáfu þýðingarinnar. „Þetta er dásamleg tilfinning. Þetta hefur verið stórkostlega gaman því þegar maður leitar til fólks til að fá aðstoð við að gera eitthvað fyrir sögurnar fær maður svo góð viðbrögð,“ segir Jóhann Sigurðsson, útgefandi Íslendingasagnanna. Hann hóf undirbúning verkefnisins árið 2006. Jóhann hafði áður gefið út enska þýðingu Íslendingasagnanna, og segir að þegar þeirri útgáfu hafi verið lokið hafi legið beint við að snúa sér að hinum norðurlandamálunum. „Sögurnar hafa skipt miklu máli á Norðurlöndunum í hundruð ára, og þær notið virðingar og verið rannsakaðar af fræðimönnum.“ Undir það tekur Jon Gunnar. „Ég fann það strax þegar við byrjuðum að það var mikill áhugi fyrir þessu verkefni. Fjölmiðlar hafa sýnt þessu mikinn áhuga, og við höfum fengið góða styrki til að standa undir kostnaði við þýðinguna. Sögurnar hafa haft mikil áhrif á norskt menningarlíf og fólk þekkir þær, þó fyrst og fremst Heimskringlu.“ Jon Gunnar segir að þýðendur í löndunum þremur hafi haft með sér ákveðið samstarf, þó verkið hafi verið unnið sjálfstætt í hverju landi. Þeir hafi glímt við svipuð vandamál. „Kvæðin eru sérstaklega erfið, enda eru þau líka torskilin fyrir Íslendinga. Við þurftum að ákveða hvort við myndum þýða þau þannig að þau líktust sem mest upprunalegum texta skáldsins, eða hvort við myndum þýða þau þannig að nútímafólk gæti skilið þau,“ segir Jon Gunnar. Norsku þýðendurnir völdu síðari leiðina, en þeir dönsku reyndu að halda sig nær upprunalega textanum. Ekki var reynt að þýða sögurnar á finnsku. „Sögurnar hafa ekki sams konar hefð í Finnlandi og á hinum Norðurlöndunum,“ segir Jon Gunnar. Þá bendir hann á að erfitt hefði getað verið að finna nægilega mikið af hæfum sérfræðingum til að þýða sögurnar úr íslensku á finnsku.Styrkir duga fyrir kostnaði við þýðingarAllar Íslendingasögurnar 40, auk 49 þátta, voru þýddar á norsku, dönsku og sænsku.Prentuð verða 2.000 eintök af sögunum á hverju tungumáli.Útgáfan er um 2.500 síður, en samtals þurfti að þýða um 8.400 blaðsíður fyrir útgáfuna á tungumálunum þremur að öllu meðtöldu.Bækurnar eru prentaðar í Odda, og er þetta eitt viðamesta verkefni prentsmiðjunnar.Kostnaður við útgáfuna er um 250 milljónir króna. Styrkir hafa fengist hér á landi, í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og er útgáfan að fullu fjármögnuð.Verkefnið hófst hjá Sögu forlagi árið 2006 og lýkur formlega með útgáfu bókanna þann 28. apríl.Hátt í 100 manns hafa unnið við ritstjórn, þýðingar og yfirlestur.Miklar kröfur voru gerðar til læsileika og nákvæmni þýðinganna, og voru virt skáld og rithöfundar í löndunum þremur fengin til að lesa yfir og leggja til breytingar á orðalagi.Þjóðhöfðingjar Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar rita formála í bækurnar.Flytur Danadrottningu drápu „Þann 21. maí mun Þórarinn Eldjárn, sem hefur ort drápu til Danadrottningar að fornum hætti, fara í höllina þar sem drottningin mun taka á móti okkur og hlýða á drápuna,“ segir Jóhann Sigurðsson, útgefandi Íslendingasagnanna. Hann segir þetta þakklætisvott til dönsku þjóðarinnar fyrir rausnarleg framlög, og að til standi að flytja konungum Noregs og Svíþjóðar drápur síðar. „Það verður stór stund að endurvekja þúsund ára gamla hefð. Drápan er algert snilldarverk, við erum búnir að sjá hana,“ segir Jóhann. Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Sjá meira
„Við erum spennt eins og krakkar á jólunum,“ segir Jon Gunnar Jørgensen. Hann beið þess spenntur í gær að sjá nýprentaða norska þýðingu Íslendingasagnanna í prentsmiðjunni Odda. Sænsk þýðing sagnanna ásamt danskri rennur út úr prentsmiðjunni í kjölfar þeirrar norsku. Á mánudag kemur út í fyrsta skipti heildarútgáfa Íslendingasagnanna á norsku, sænsku og dönsku, en Jon Gunnar er ritstjóri norskrar útgáfu þýðingarinnar. „Þetta er dásamleg tilfinning. Þetta hefur verið stórkostlega gaman því þegar maður leitar til fólks til að fá aðstoð við að gera eitthvað fyrir sögurnar fær maður svo góð viðbrögð,“ segir Jóhann Sigurðsson, útgefandi Íslendingasagnanna. Hann hóf undirbúning verkefnisins árið 2006. Jóhann hafði áður gefið út enska þýðingu Íslendingasagnanna, og segir að þegar þeirri útgáfu hafi verið lokið hafi legið beint við að snúa sér að hinum norðurlandamálunum. „Sögurnar hafa skipt miklu máli á Norðurlöndunum í hundruð ára, og þær notið virðingar og verið rannsakaðar af fræðimönnum.“ Undir það tekur Jon Gunnar. „Ég fann það strax þegar við byrjuðum að það var mikill áhugi fyrir þessu verkefni. Fjölmiðlar hafa sýnt þessu mikinn áhuga, og við höfum fengið góða styrki til að standa undir kostnaði við þýðinguna. Sögurnar hafa haft mikil áhrif á norskt menningarlíf og fólk þekkir þær, þó fyrst og fremst Heimskringlu.“ Jon Gunnar segir að þýðendur í löndunum þremur hafi haft með sér ákveðið samstarf, þó verkið hafi verið unnið sjálfstætt í hverju landi. Þeir hafi glímt við svipuð vandamál. „Kvæðin eru sérstaklega erfið, enda eru þau líka torskilin fyrir Íslendinga. Við þurftum að ákveða hvort við myndum þýða þau þannig að þau líktust sem mest upprunalegum texta skáldsins, eða hvort við myndum þýða þau þannig að nútímafólk gæti skilið þau,“ segir Jon Gunnar. Norsku þýðendurnir völdu síðari leiðina, en þeir dönsku reyndu að halda sig nær upprunalega textanum. Ekki var reynt að þýða sögurnar á finnsku. „Sögurnar hafa ekki sams konar hefð í Finnlandi og á hinum Norðurlöndunum,“ segir Jon Gunnar. Þá bendir hann á að erfitt hefði getað verið að finna nægilega mikið af hæfum sérfræðingum til að þýða sögurnar úr íslensku á finnsku.Styrkir duga fyrir kostnaði við þýðingarAllar Íslendingasögurnar 40, auk 49 þátta, voru þýddar á norsku, dönsku og sænsku.Prentuð verða 2.000 eintök af sögunum á hverju tungumáli.Útgáfan er um 2.500 síður, en samtals þurfti að þýða um 8.400 blaðsíður fyrir útgáfuna á tungumálunum þremur að öllu meðtöldu.Bækurnar eru prentaðar í Odda, og er þetta eitt viðamesta verkefni prentsmiðjunnar.Kostnaður við útgáfuna er um 250 milljónir króna. Styrkir hafa fengist hér á landi, í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og er útgáfan að fullu fjármögnuð.Verkefnið hófst hjá Sögu forlagi árið 2006 og lýkur formlega með útgáfu bókanna þann 28. apríl.Hátt í 100 manns hafa unnið við ritstjórn, þýðingar og yfirlestur.Miklar kröfur voru gerðar til læsileika og nákvæmni þýðinganna, og voru virt skáld og rithöfundar í löndunum þremur fengin til að lesa yfir og leggja til breytingar á orðalagi.Þjóðhöfðingjar Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar rita formála í bækurnar.Flytur Danadrottningu drápu „Þann 21. maí mun Þórarinn Eldjárn, sem hefur ort drápu til Danadrottningar að fornum hætti, fara í höllina þar sem drottningin mun taka á móti okkur og hlýða á drápuna,“ segir Jóhann Sigurðsson, útgefandi Íslendingasagnanna. Hann segir þetta þakklætisvott til dönsku þjóðarinnar fyrir rausnarleg framlög, og að til standi að flytja konungum Noregs og Svíþjóðar drápur síðar. „Það verður stór stund að endurvekja þúsund ára gamla hefð. Drápan er algert snilldarverk, við erum búnir að sjá hana,“ segir Jóhann.
Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Sjá meira