Evrópumet í klamydíutilfellum Birta Björnsdóttir skrifar 26. apríl 2014 20:00 Í fyrra greindust 2.179 klamydíutilfelli hér á landi, en það er um 14% aukning frá árinu þar á undan. Þessar tölur gera það að verkum að Íslendingar eiga Evrópumet í fjölda klamydíusmita, og hafa átt það undanfarinn tíu ár. Um málið var fjallað í Morgunblaðinu í morgun og þar kom meðal annars fram að Norðurlöndin fylgja á hæla okkar hvað þetta varðar þó við skörum talsvert framúr hvað fjölda varðar. En það segir þó ekki alla söguna. „Það sem hefur mikil áhrif á tölur um tíðni klamydíu er hversu mikið við leitum, eða hversu mörg sýni við tökum. Og hér á landi eru tekin mjög mörg sýni sem gæti meðal annars skýrt þessa tölfræði. Því meira sem við leitum, þeimun meira finnum við,“ segir Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir sóttvarna hjá embætti landlæknis. „Ef einhver greinist með klamydíu hér á landi er honum skylt að gefa upp þá sem hann hefur verið með og til þeirra er svo leitað.“ Guðrún segir kynhegðun fólks einni skipta máli og vísar þar til samanburðarrannsóknar sem framkvæmd var fyrir nokkrum árum þar sem fram kom að ungar íslenskar konur eiga talsvert fleiri bólfélaga en kynsystur þeirra á norðurlöndunum. Um þá staðreynd að Íslendingar eigi flest klamydíutilfelli í tíu ár í röð segir Guðrún að sannarlega megi alltaf gera betur, bæði hvað forvarnir varðar og eins eftirlit. Hún segir leitina mikilvæga þar sem klamydía geti verið afar falinn sjúkdómur og oft einkennalaus, sérstaklega hjá konum. Í verstu tilfellunum getur klamydía leitt til ófrjósemis hjá konum og dæmi eru um að börn hafi smitast af klamydíu frá mæðrum sínum við fæðingu hér á landi, þó það sé ekki algengt. „Það er hellginur af klamydíu úti í samfélaginu og hver og einn ber ábyrgð, bæði að verja sjálfan sig og smita ekki aðra,“ segir Guðrún. Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Í fyrra greindust 2.179 klamydíutilfelli hér á landi, en það er um 14% aukning frá árinu þar á undan. Þessar tölur gera það að verkum að Íslendingar eiga Evrópumet í fjölda klamydíusmita, og hafa átt það undanfarinn tíu ár. Um málið var fjallað í Morgunblaðinu í morgun og þar kom meðal annars fram að Norðurlöndin fylgja á hæla okkar hvað þetta varðar þó við skörum talsvert framúr hvað fjölda varðar. En það segir þó ekki alla söguna. „Það sem hefur mikil áhrif á tölur um tíðni klamydíu er hversu mikið við leitum, eða hversu mörg sýni við tökum. Og hér á landi eru tekin mjög mörg sýni sem gæti meðal annars skýrt þessa tölfræði. Því meira sem við leitum, þeimun meira finnum við,“ segir Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir sóttvarna hjá embætti landlæknis. „Ef einhver greinist með klamydíu hér á landi er honum skylt að gefa upp þá sem hann hefur verið með og til þeirra er svo leitað.“ Guðrún segir kynhegðun fólks einni skipta máli og vísar þar til samanburðarrannsóknar sem framkvæmd var fyrir nokkrum árum þar sem fram kom að ungar íslenskar konur eiga talsvert fleiri bólfélaga en kynsystur þeirra á norðurlöndunum. Um þá staðreynd að Íslendingar eigi flest klamydíutilfelli í tíu ár í röð segir Guðrún að sannarlega megi alltaf gera betur, bæði hvað forvarnir varðar og eins eftirlit. Hún segir leitina mikilvæga þar sem klamydía geti verið afar falinn sjúkdómur og oft einkennalaus, sérstaklega hjá konum. Í verstu tilfellunum getur klamydía leitt til ófrjósemis hjá konum og dæmi eru um að börn hafi smitast af klamydíu frá mæðrum sínum við fæðingu hér á landi, þó það sé ekki algengt. „Það er hellginur af klamydíu úti í samfélaginu og hver og einn ber ábyrgð, bæði að verja sjálfan sig og smita ekki aðra,“ segir Guðrún.
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels