Kreppan reynt verulega á heilbrigðiskerfið í Evrópu Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2014 17:59 vísir/gva Ný skýrsla OECD; Health at a Glance: Europe 2014, sem birt var í dag, sýnir að fjármálakreppa liðinna ára hafi reynt verulega á heilbrigðiskerfi margra þjóða og aukið ójöfnuð en frá þessu er greint á vef Velferðarráðuneytisins. Þar segir að helstu áskoranir stjórnvalda séu að tryggja rekstur heilbrigðiskerfa sinna þannig að allir fái notið nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu sem uppfylli kröfur um gæði. Í skýrslunni kemur fram að lífslíkur Evrópubúa halda áfram að aukast og hafa lengst um rúmlega fimm ár frá árinu 1990, en voru árið 2012 79,2 ár að meðaltali. Lífslíkur fólks við 65 ára aldur hafa einnig aukist umtalsvert. Konur á þeim aldri geta vænst þess að lifa í 20,4 ár og karlar 16,8 ár. Það getur hins vegar munað um átta árum til eða frá hverjar lífslíkurnar eru við fæðingu eftir því í hvaða Evrópulandi fólk býr og fimm árum ef skoðaðar eru lífslíkur 65 ára einstaklinga. Samkvæmt skýrslunni halda gæði heilbrigðisþjónustunnar áfram að aukast víðast hvar í Evrópu. Til dæmis hefur dánartíðni Evrópubúa í kjölfar hjartaáfalla minnkað um 40% og vegna heilaáfalls um 20% á síðastliðnum áratug. Aftur á móti er stór munur á lífsmöguleikum fólks sem fær þessa hættulegu sjúkdóma. Til dæmis er tvisvar sinnum líklegra að sjúklingur sem lagður er inn á sjúkrahús í Ungverjalandi eða Lettlandi vegna hjartaáfalls deyi innan þrjátíu daga en sjúklingur sem leggjast inn á spítala í Danmörku eða Svíþjóð. Heilsufarslegur ójöfnuður og mismunandi aðgengi fólks að góðri heilbrigðisþjónustu er sérstakt umfjöllunarefni í skýrslunni, en þessi vandi er fyrir hendi jafnt milli landa og innan þeirra. Fram kemur að í öllum Evrópulöndunum er sterk fylgni milli menntunar og lífslíkna þar sem fólk með mikla menntun getur vænst þess að lifa nokkrum árum lengur og við betri heilsu en þeir sem minnsta menntun hafa. Skýrsluhöfundar segja því mikilvægt að öll löndin beiti markvissum aðgerðum til að bæta lýðheilsu, fyrirbyggja sjúkdóma og draga úr ójöfnuði. Flest Evrópuríkin hafa náð að viðhalda heilbrigðiskerfi sem tryggir aðgang allra að heilbrigðisþjónustu, þrátt fyrir efnahagsþrengingar. Þetta eigi þó ekki við um Búlgaríu og Grikkland þar sem margir misstu heilbrigðistryggingar sínar, a.m.k. tímabundið. Fram kemur að hjá þó nokkrum þjóðum hafi verið dregið úr greiðslum ríkisins fyrir tiltekna heilbrigðisþjónustu og kostnaður sjúklinga verið aukinn. Skýrsla OECD sýnir að hlutfall lágtekjufólks sem segir að þörfum þess fyrir heilbrigðisþjónustu og tannlæknaþjónustu sé ekki að fullu mætt er tvöfalt hærra en á við þegar skoðað er meðaltal allra íbúa og fjórfalt hærra en í samanburði við hátekjufólk. Varað er við því að ófullnægjandi heilbrigðisþjónusta þar sem þörfum fólks er ekki mætt geti til lengri tíma haft alvarlegar heilsufarslegar og efnahagslegar afleiðingar. Grikkland Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Ný skýrsla OECD; Health at a Glance: Europe 2014, sem birt var í dag, sýnir að fjármálakreppa liðinna ára hafi reynt verulega á heilbrigðiskerfi margra þjóða og aukið ójöfnuð en frá þessu er greint á vef Velferðarráðuneytisins. Þar segir að helstu áskoranir stjórnvalda séu að tryggja rekstur heilbrigðiskerfa sinna þannig að allir fái notið nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu sem uppfylli kröfur um gæði. Í skýrslunni kemur fram að lífslíkur Evrópubúa halda áfram að aukast og hafa lengst um rúmlega fimm ár frá árinu 1990, en voru árið 2012 79,2 ár að meðaltali. Lífslíkur fólks við 65 ára aldur hafa einnig aukist umtalsvert. Konur á þeim aldri geta vænst þess að lifa í 20,4 ár og karlar 16,8 ár. Það getur hins vegar munað um átta árum til eða frá hverjar lífslíkurnar eru við fæðingu eftir því í hvaða Evrópulandi fólk býr og fimm árum ef skoðaðar eru lífslíkur 65 ára einstaklinga. Samkvæmt skýrslunni halda gæði heilbrigðisþjónustunnar áfram að aukast víðast hvar í Evrópu. Til dæmis hefur dánartíðni Evrópubúa í kjölfar hjartaáfalla minnkað um 40% og vegna heilaáfalls um 20% á síðastliðnum áratug. Aftur á móti er stór munur á lífsmöguleikum fólks sem fær þessa hættulegu sjúkdóma. Til dæmis er tvisvar sinnum líklegra að sjúklingur sem lagður er inn á sjúkrahús í Ungverjalandi eða Lettlandi vegna hjartaáfalls deyi innan þrjátíu daga en sjúklingur sem leggjast inn á spítala í Danmörku eða Svíþjóð. Heilsufarslegur ójöfnuður og mismunandi aðgengi fólks að góðri heilbrigðisþjónustu er sérstakt umfjöllunarefni í skýrslunni, en þessi vandi er fyrir hendi jafnt milli landa og innan þeirra. Fram kemur að í öllum Evrópulöndunum er sterk fylgni milli menntunar og lífslíkna þar sem fólk með mikla menntun getur vænst þess að lifa nokkrum árum lengur og við betri heilsu en þeir sem minnsta menntun hafa. Skýrsluhöfundar segja því mikilvægt að öll löndin beiti markvissum aðgerðum til að bæta lýðheilsu, fyrirbyggja sjúkdóma og draga úr ójöfnuði. Flest Evrópuríkin hafa náð að viðhalda heilbrigðiskerfi sem tryggir aðgang allra að heilbrigðisþjónustu, þrátt fyrir efnahagsþrengingar. Þetta eigi þó ekki við um Búlgaríu og Grikkland þar sem margir misstu heilbrigðistryggingar sínar, a.m.k. tímabundið. Fram kemur að hjá þó nokkrum þjóðum hafi verið dregið úr greiðslum ríkisins fyrir tiltekna heilbrigðisþjónustu og kostnaður sjúklinga verið aukinn. Skýrsla OECD sýnir að hlutfall lágtekjufólks sem segir að þörfum þess fyrir heilbrigðisþjónustu og tannlæknaþjónustu sé ekki að fullu mætt er tvöfalt hærra en á við þegar skoðað er meðaltal allra íbúa og fjórfalt hærra en í samanburði við hátekjufólk. Varað er við því að ófullnægjandi heilbrigðisþjónusta þar sem þörfum fólks er ekki mætt geti til lengri tíma haft alvarlegar heilsufarslegar og efnahagslegar afleiðingar.
Grikkland Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira