Verður Clough föðurbetrungur í bikarnum? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2014 08:00 NIgel Clough Hefur gert fína hluti með Sheffield United. Vísir/Getty Bikarævintýri Sheffield United, sem er í ellefta sæti ensku C-deildarinnar, heldur eitthvað áfram en í gær komst liðið áfram í undanúrslit eftir 2-0 sigur á Charlton. Lærisveinar Nigel Cloughs drógust svo gegn úrvalsdeildarliði Hull í undanúrslitum. Leið Sheffield United í undanúrslitin hefur verið löng, en liðið hóf leik í fyrstu umferð bikarkeppninnar í nóvember þar sem liðið bar sigurorð af Colchester United. Cambridge United og úrvalsdeildarliðum Aston Villa og Fulham var svo rutt úr vegi áður en Nigel Clough og hans menn lögðu Nottingham Forest 3-1 á Bramall Lane, heimavelli sínum, í 16-liða úrslitunum. Undanfarin ár hafa verið mögur hjá Sheffield United. Liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2006-07 og féll svo fjórum árum síðar niður í C-deildina. Tvö síðustu tímabil hefur liðið tapað í umspili um sæti í B-deildinni, en það verður að teljast ólíklegt að Sheffield komist þangað í ár en liðið er sem stendur í 11. sæti C-deildarinnar, ellefu stigum frá sæti í umspili. Bikarævintýrið er því kærkomið fyrir stuðningsmenn félagsins sem hefur fjórum sinnum lyft enska bikarnum, síðast árið 1925. Nigel Clough, sem tók við liði Sheffield United í október, er sem kunnugt er sonur Brians Clough, eins sigursælasta þjálfara Englands. Á löngum þjálfaraferli vann Brian Clough nær alla titla sem í boði voru - nema ensku bikarkeppnina. Tvö ár í röð, 1988 og 1989, tapaði Nottingham Forest undir stjórn Clough í undanúrslitum, bæði skiptin fyrir Liverpool. Árið 1991 komst Forest svo loks í úrslitaleikinn þar sem liðið mætti Tottenham í frægum leik. Forest komst yfir með marki fyrirliðans, Stuart Pearce áður en Paul Stewart jafnaði leikinn og það var svo í framlengingu sem sjálfsmark Des Walker réði úrslitum. Clough tókst því ekki að bæta við þessum eina titli sem vantaði í hans annars glæsilega safn. En nú hefur sonurinn möguleika á að gera það sem föðurnum tókst aldrei. Líkurnar eru vissulega ekki miklar, en það væri heldur betur saga til næsta bæjar ef Nigel Clough stýrði C-deildarlið Sheffield United til sigurs í ensku bikarkeppninni. Enski boltinn Tengdar fréttir Sheffield United í undanúrslit C-deildarlið Sheffield United er komið í undanúrslit ensku bikarkeppninnar. 9. mars 2014 14:07 Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira
Bikarævintýri Sheffield United, sem er í ellefta sæti ensku C-deildarinnar, heldur eitthvað áfram en í gær komst liðið áfram í undanúrslit eftir 2-0 sigur á Charlton. Lærisveinar Nigel Cloughs drógust svo gegn úrvalsdeildarliði Hull í undanúrslitum. Leið Sheffield United í undanúrslitin hefur verið löng, en liðið hóf leik í fyrstu umferð bikarkeppninnar í nóvember þar sem liðið bar sigurorð af Colchester United. Cambridge United og úrvalsdeildarliðum Aston Villa og Fulham var svo rutt úr vegi áður en Nigel Clough og hans menn lögðu Nottingham Forest 3-1 á Bramall Lane, heimavelli sínum, í 16-liða úrslitunum. Undanfarin ár hafa verið mögur hjá Sheffield United. Liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2006-07 og féll svo fjórum árum síðar niður í C-deildina. Tvö síðustu tímabil hefur liðið tapað í umspili um sæti í B-deildinni, en það verður að teljast ólíklegt að Sheffield komist þangað í ár en liðið er sem stendur í 11. sæti C-deildarinnar, ellefu stigum frá sæti í umspili. Bikarævintýrið er því kærkomið fyrir stuðningsmenn félagsins sem hefur fjórum sinnum lyft enska bikarnum, síðast árið 1925. Nigel Clough, sem tók við liði Sheffield United í október, er sem kunnugt er sonur Brians Clough, eins sigursælasta þjálfara Englands. Á löngum þjálfaraferli vann Brian Clough nær alla titla sem í boði voru - nema ensku bikarkeppnina. Tvö ár í röð, 1988 og 1989, tapaði Nottingham Forest undir stjórn Clough í undanúrslitum, bæði skiptin fyrir Liverpool. Árið 1991 komst Forest svo loks í úrslitaleikinn þar sem liðið mætti Tottenham í frægum leik. Forest komst yfir með marki fyrirliðans, Stuart Pearce áður en Paul Stewart jafnaði leikinn og það var svo í framlengingu sem sjálfsmark Des Walker réði úrslitum. Clough tókst því ekki að bæta við þessum eina titli sem vantaði í hans annars glæsilega safn. En nú hefur sonurinn möguleika á að gera það sem föðurnum tókst aldrei. Líkurnar eru vissulega ekki miklar, en það væri heldur betur saga til næsta bæjar ef Nigel Clough stýrði C-deildarlið Sheffield United til sigurs í ensku bikarkeppninni.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sheffield United í undanúrslit C-deildarlið Sheffield United er komið í undanúrslit ensku bikarkeppninnar. 9. mars 2014 14:07 Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira
Sheffield United í undanúrslit C-deildarlið Sheffield United er komið í undanúrslit ensku bikarkeppninnar. 9. mars 2014 14:07