Innlent

Reyndi að gyrða niður um unglingspilt í Vesturbyggð

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Stefán
Starfsmaður Grunnskóla Vesturbyggðar hefur verið kærður fyrir að áreita unglingspilt í skólanum kynferðislega. Hlynur Snorrason, hjá lögreglunni á Vestfjörðum, segir Vísi að málið sé til rannsóknar en vill ekki tjá sig að öðru leyti.

Heimildir Vísis herma að um skólaliða sé að ræða sem reyndi að fá drengi til að gyrða niður um sig buxurnar í göngutúr á skólatíma. Þegar þeir neituðu, reyndi maðurinn að gyrða niður um einn þeirra. Eftir það klöguðu þeir manninn til skólayfirvalda.

Eftir atvikið var framkvæmd húsleit á heimili mannsins og hann var leystur frá störfum í kjölfarið. Þar að auki var öðrum skólaliða, sem bjó með honum, vikið úr starfi samkvæmt heimildum Vísis.

Samkvæmt frétt RÚV um málið var maðurinn settur í leyfi þegar málið kom upp, en kæra var lögð fram fyrir um það bil tveimur vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×