Segir óvissu um eldgos í Heklu Freyr Bjarnason skrifar 18. mars 2014 07:00 Freysteinn Sigmundsson Segir að óvissa ríki um hvenær Hekla gýs næst. Fréttablaðið/Valli Þensla eldfjallsins Heklu hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Jarðvísindamenn hafa búist við gosi frá því skömmu fyrir 2010 þegar þenslan mældist meiri en fyrir síðasta gos árið 2000. „Í mínum huga er óvissa um hvenær Hekla gýs næst. En það er full ástæða til að fylgjast vel með og fara yfir viðbragðsáætlanir. En það gæti líka liðið einhver tími þar til næsta gos verður,“ segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. „Það sem við teljum að hafi verið að gerast undir Heklu síðan í síðasta eldgosi er að það hafi verið kvikusöfnun undir eldfjallinu jafnt og þétt. Hún gerist þannig að það safnast kvika undir fjallið og það rís lítillega og tútnar út um nokkra millimetra á ári. Við teljum ekki útilokað að Hekla geti enn um sinn safnað í sig meiri kviku,“ segir Freysteinn og bætir við að jarðskjálftar hafi verið meiri á svæðinu upp á síðkastið en undanfarin ár. „Ef til eldgoss kemur verða jarðskjálftar líklega sterkasta vísbendingin. Það gæti orðið með stuttum fyrirvara, einni til tveggja klukkustunda.“ Lögreglan í Rangárvallasýslu mælist til þess að fólk hafi með sér farsíma ef það ætlar að ganga á Heklu, svo hægt sé að koma skilaboðum til þess ef mælar sýna aðdraganda eldgoss. Unnin hefur verið ítarleg viðbragðsáætlun í samstarfi við ýmsa faghópa þar sem tillit er tekið til mismunandi gosa í Heklu. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Þensla eldfjallsins Heklu hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Jarðvísindamenn hafa búist við gosi frá því skömmu fyrir 2010 þegar þenslan mældist meiri en fyrir síðasta gos árið 2000. „Í mínum huga er óvissa um hvenær Hekla gýs næst. En það er full ástæða til að fylgjast vel með og fara yfir viðbragðsáætlanir. En það gæti líka liðið einhver tími þar til næsta gos verður,“ segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. „Það sem við teljum að hafi verið að gerast undir Heklu síðan í síðasta eldgosi er að það hafi verið kvikusöfnun undir eldfjallinu jafnt og þétt. Hún gerist þannig að það safnast kvika undir fjallið og það rís lítillega og tútnar út um nokkra millimetra á ári. Við teljum ekki útilokað að Hekla geti enn um sinn safnað í sig meiri kviku,“ segir Freysteinn og bætir við að jarðskjálftar hafi verið meiri á svæðinu upp á síðkastið en undanfarin ár. „Ef til eldgoss kemur verða jarðskjálftar líklega sterkasta vísbendingin. Það gæti orðið með stuttum fyrirvara, einni til tveggja klukkustunda.“ Lögreglan í Rangárvallasýslu mælist til þess að fólk hafi með sér farsíma ef það ætlar að ganga á Heklu, svo hægt sé að koma skilaboðum til þess ef mælar sýna aðdraganda eldgoss. Unnin hefur verið ítarleg viðbragðsáætlun í samstarfi við ýmsa faghópa þar sem tillit er tekið til mismunandi gosa í Heklu.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira