Fótbolti

Pelé klár í að spila með brasilíska landsliðinu

Alvöru menn halda að sjálfsögðu blaðamannafund er þeir losna við spítala.
Alvöru menn halda að sjálfsögðu blaðamannafund er þeir losna við spítala. vísir/afp
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé er laus af spítala í Sao Paulo þar sem hann lá inni í nokkra daga eftir að hafa veikst illa.

Pelé hélt að sjálfsögðu blaðamannafund eftir að hann losnaði af spítalanum.

Þar fór þessi 74 ára þrefaldi heimsmeistari á kostum og sagðist vera við hestaheilsu.

„Ég er búinn að ná mér að fullu og hef hafið undirbúning fyrir næstu Ólympíuleika. Það mega þrír atvinnumenn spila með landsliðinu á Ólympíuleikunum og ég er einn þeirra," sagði Pelé léttur.

Hann þarf þó að taka því rólega heima hjá sér næstu daga en ætti að hafa náð fullum styrk fyrir jól.


Tengdar fréttir

Stutt í að Pele sleppi af spítalanum

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele er allur að braggast eftir dvöl á sjúkrahúsi í Sao Paulo og fær væntanlega að fara heim í dag ef marka má fréttir frá Brasilíu.

Pele ekki í lífshættu

Var fluttur á sérstaka deild á spítala í Sao Paulo vegna þvagfærasýkingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×