Segir Jón Gnarr hafa verið með dylgjur um Jesú Krist Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2014 14:19 Óskar Bergsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Vísir/Rósa Á fundi stúdenta með frambjóðendum þeirra sex flokka sem bjóða fram í Reykjavík í Stúdentakjallaranum í hádeginu í dag sagðist Óskar Bergsson, oddviti Framsóknarflokksins, vera uggandi yfir stöðu kristnar trúar í grunnskólum Reykjavíkur. Hann var eini frambjóðandinn sem sagðist vera áhyggjufullur yfir stöðu kristni í skólum þegar þeir voru spurðir. Óskar gagnrýndi einnig ummæli Jóns Gnarr um að Jesú Kristur hefði mögulega verið hommi. Þau ummæli Óskars vöktu hörð viðbrögð á fundinum samkvæmt heimildum Vísis. „Það fór kurr um salinn þegar ummælin féllu. Stúdentar voru að fræðast um stefnu flokkanna í borgarstjórnarmálum. Þarna var fólk að segja frá sínum skoðunum og þetta var mjög yfirgripsmikill fundur,“ segir Stefán Óli Jónsson sem var fundarstjóri. Á fundinum voru á annað hundrað stúdentar. „Ég sagði að mér fyndist það óviðeigandi. Þegar maður er að tala um látið fólk á maður ekki að dylgja um það, hvort sem það dó fyrir 2.000 árum eða nýlega. Hann er bara eitthvað að fabúlera um þessa hluti,“ segir Óskar í samtali við Vísi. „Það er svo margt óviðeigandi sem þessi borgarstjóri hefur gert. Það er ástæðulaust að staldra við þetta eitt. Hann byrjaði nú að tala um það að hann færi helst ekki á internetið nema til að fara á klámsíðurnar. Ef einhver þeirra grunnskólakennara sem heyra undi borgarstjórann myndu tjá sig opinberlega með þessum hætti myndu þeir ekki mæta í vinnuna daginn eftir. Þeir yrðu bara látnir fara, en það virðist vera í lagi að borgarstjórinn geri það. Hann hefur gengið lengra í alls konar yfirlýsingum en við höfum áður kynnst.“ „Það sem ég var í raun að benda á er að það er verið að taka upp nýja siði í borgarstjórn Reykjavíkur, út í allt kerfið og mér finnst ekki að fólk eigi að taka því með þegjandi þörfinni. Það er það sem ég var að benda á.“ Óskar segir kristna trú eiga fullan rétt á sér í grunnskólastarfi. „Ég sagðist hafa áhyggjur af því og ekki bara kristinni trú heldur líka borgaryfirvöldum, sem koma með einhvern pólitískan rétttrúnað inn í skólastarf með mjög „brutal“ hætti. Þetta er þjóðtrúin og ríkistrúin og mér finnst að hún eigi fullan rétt á sér í grunnskólastarfi og menntun,“ segir Óskar. „Ég rökstuddi þetta á fundinum og sagði kirkjuna vinna mörg ósýnileg störf í skólum landsins, sem ekki er hægt að tala um. Til dæmis ef að barn missir foreldra eða verður fyrir einhverjum áföllum í lífinu, þá stígur kirkjan og presturinn inn í skólastarfið. Gengur inn í sorgarferlið og tekur utan um hópinn. Auðvitað er ekkert hægt að tala um þetta, en þetta er meðal annars hluti af því kirkjustarfi sem við höfum þekkt. Ég tel mikilvægt að halda utan um þetta.“ „Það kemur nýr meirihluti inn sem virðist hafa aðrar skoðanir á trúarbrögðum en þær sem hafa verið ríkjandi í áratugi og hann kemur inn með mjög róttækum hætti og breytir því. Það er í raun það sem ég er að kalla rétttrúnað en kannski má orða það öðruvísi.“ Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Á fundi stúdenta með frambjóðendum þeirra sex flokka sem bjóða fram í Reykjavík í Stúdentakjallaranum í hádeginu í dag sagðist Óskar Bergsson, oddviti Framsóknarflokksins, vera uggandi yfir stöðu kristnar trúar í grunnskólum Reykjavíkur. Hann var eini frambjóðandinn sem sagðist vera áhyggjufullur yfir stöðu kristni í skólum þegar þeir voru spurðir. Óskar gagnrýndi einnig ummæli Jóns Gnarr um að Jesú Kristur hefði mögulega verið hommi. Þau ummæli Óskars vöktu hörð viðbrögð á fundinum samkvæmt heimildum Vísis. „Það fór kurr um salinn þegar ummælin féllu. Stúdentar voru að fræðast um stefnu flokkanna í borgarstjórnarmálum. Þarna var fólk að segja frá sínum skoðunum og þetta var mjög yfirgripsmikill fundur,“ segir Stefán Óli Jónsson sem var fundarstjóri. Á fundinum voru á annað hundrað stúdentar. „Ég sagði að mér fyndist það óviðeigandi. Þegar maður er að tala um látið fólk á maður ekki að dylgja um það, hvort sem það dó fyrir 2.000 árum eða nýlega. Hann er bara eitthvað að fabúlera um þessa hluti,“ segir Óskar í samtali við Vísi. „Það er svo margt óviðeigandi sem þessi borgarstjóri hefur gert. Það er ástæðulaust að staldra við þetta eitt. Hann byrjaði nú að tala um það að hann færi helst ekki á internetið nema til að fara á klámsíðurnar. Ef einhver þeirra grunnskólakennara sem heyra undi borgarstjórann myndu tjá sig opinberlega með þessum hætti myndu þeir ekki mæta í vinnuna daginn eftir. Þeir yrðu bara látnir fara, en það virðist vera í lagi að borgarstjórinn geri það. Hann hefur gengið lengra í alls konar yfirlýsingum en við höfum áður kynnst.“ „Það sem ég var í raun að benda á er að það er verið að taka upp nýja siði í borgarstjórn Reykjavíkur, út í allt kerfið og mér finnst ekki að fólk eigi að taka því með þegjandi þörfinni. Það er það sem ég var að benda á.“ Óskar segir kristna trú eiga fullan rétt á sér í grunnskólastarfi. „Ég sagðist hafa áhyggjur af því og ekki bara kristinni trú heldur líka borgaryfirvöldum, sem koma með einhvern pólitískan rétttrúnað inn í skólastarf með mjög „brutal“ hætti. Þetta er þjóðtrúin og ríkistrúin og mér finnst að hún eigi fullan rétt á sér í grunnskólastarfi og menntun,“ segir Óskar. „Ég rökstuddi þetta á fundinum og sagði kirkjuna vinna mörg ósýnileg störf í skólum landsins, sem ekki er hægt að tala um. Til dæmis ef að barn missir foreldra eða verður fyrir einhverjum áföllum í lífinu, þá stígur kirkjan og presturinn inn í skólastarfið. Gengur inn í sorgarferlið og tekur utan um hópinn. Auðvitað er ekkert hægt að tala um þetta, en þetta er meðal annars hluti af því kirkjustarfi sem við höfum þekkt. Ég tel mikilvægt að halda utan um þetta.“ „Það kemur nýr meirihluti inn sem virðist hafa aðrar skoðanir á trúarbrögðum en þær sem hafa verið ríkjandi í áratugi og hann kemur inn með mjög róttækum hætti og breytir því. Það er í raun það sem ég er að kalla rétttrúnað en kannski má orða það öðruvísi.“
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira