Gott fyrir Ragnar að fara í sterkari deild Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. febrúar 2014 15:15 Ragnar í leik með FCK. Vísir/Getty Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, var ánægður með að Ragnar Sigurðsson hafi tekið stökkið yfir til Rússlands. Ragnar var á dögunum keyptur til Krasnodar sem leikur í rússnesku úrvalsdeildinni. Í dag var hann valinn í íslenska landsliðið sem mætir Wales í næstu viku en rússneska deildin hefst svo um miðjan næsta mánuð. Ragnar var áður á mála hjá FCK í Danmörku en atvinnumannaferilinn hóf hann í Svíþjóð á sínum tíma. „Hann er að fara í sterkari deild og því er þetta gott skref fyrir hann,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi KSÍ í dag. „En þessu fylgja líka lengri ferðalög. Ég held að Krasnodar þurfi að ferðast í minnst 4-5 tíma í hvern einasta útileik.“ „En þetta er jákvætt fyrir hann. Þetta er ný áskorun eftir árin í Svíþjóð og Danmörku - það er að segja ef hann fær að spila.“ Margir lykilmenn í íslenska landsliðinu hafa minna fengið að spila með sínum félagsliðum að undanförnu og það er áhyggjuefni fyrir íslenska landsliðið. „Auðvitað vill maður að þessi strákar fái að spila reglulega,“ sagði Lagerbäck. „Það flækir líka stöðuna fyrir okkur þjálfarana því það er oft erfitt að meta hvort að leikmaður sem fær fá tækifæri í sterku liði sé í betra standi en leikmaður sem spilar alltaf í til dæmis Noregi eða Svíþjóð.“ Meðal þeirra leikmanna sem hafa lítið spilað að undanförnu má nefna Gylfa Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson - sem báðir spila í ensku úrvalsdeildinni - og Birki Bjarnason hjá Sampdoria á Ítalíu. „Samkvæmt minni reynslu er erfiðara fyrir yngri leikmenn að sitja mikið á bekknum en þá eldri. Við erum með leikmenn sem eru enn ungir og hafa tekið út mikinn þroska á síðustu árum,“ sagði Lagerbäck. „Vonandi er það þróun sem mun halda áfram. Það er mikil framtíð í liðinu okkar.“ Fótbolti Tengdar fréttir Björn Daníel og Elmar í hópi Íslands Landsliðshópur Íslands fyrir æfingaleik gegn Wales þann 5. mars var kynntur í dag. 28. febrúar 2014 10:45 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, var ánægður með að Ragnar Sigurðsson hafi tekið stökkið yfir til Rússlands. Ragnar var á dögunum keyptur til Krasnodar sem leikur í rússnesku úrvalsdeildinni. Í dag var hann valinn í íslenska landsliðið sem mætir Wales í næstu viku en rússneska deildin hefst svo um miðjan næsta mánuð. Ragnar var áður á mála hjá FCK í Danmörku en atvinnumannaferilinn hóf hann í Svíþjóð á sínum tíma. „Hann er að fara í sterkari deild og því er þetta gott skref fyrir hann,“ sagði Lagerbäck á blaðamannafundi KSÍ í dag. „En þessu fylgja líka lengri ferðalög. Ég held að Krasnodar þurfi að ferðast í minnst 4-5 tíma í hvern einasta útileik.“ „En þetta er jákvætt fyrir hann. Þetta er ný áskorun eftir árin í Svíþjóð og Danmörku - það er að segja ef hann fær að spila.“ Margir lykilmenn í íslenska landsliðinu hafa minna fengið að spila með sínum félagsliðum að undanförnu og það er áhyggjuefni fyrir íslenska landsliðið. „Auðvitað vill maður að þessi strákar fái að spila reglulega,“ sagði Lagerbäck. „Það flækir líka stöðuna fyrir okkur þjálfarana því það er oft erfitt að meta hvort að leikmaður sem fær fá tækifæri í sterku liði sé í betra standi en leikmaður sem spilar alltaf í til dæmis Noregi eða Svíþjóð.“ Meðal þeirra leikmanna sem hafa lítið spilað að undanförnu má nefna Gylfa Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson - sem báðir spila í ensku úrvalsdeildinni - og Birki Bjarnason hjá Sampdoria á Ítalíu. „Samkvæmt minni reynslu er erfiðara fyrir yngri leikmenn að sitja mikið á bekknum en þá eldri. Við erum með leikmenn sem eru enn ungir og hafa tekið út mikinn þroska á síðustu árum,“ sagði Lagerbäck. „Vonandi er það þróun sem mun halda áfram. Það er mikil framtíð í liðinu okkar.“
Fótbolti Tengdar fréttir Björn Daníel og Elmar í hópi Íslands Landsliðshópur Íslands fyrir æfingaleik gegn Wales þann 5. mars var kynntur í dag. 28. febrúar 2014 10:45 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Björn Daníel og Elmar í hópi Íslands Landsliðshópur Íslands fyrir æfingaleik gegn Wales þann 5. mars var kynntur í dag. 28. febrúar 2014 10:45