Hertól hafa heimild til þess að lenda á Reykjavíkurflugvelli Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 28. febrúar 2014 14:37 "Við höfum lagt á það áherslu að hertól séu ekki að lenda á Reykjavíkurflugvelli nema þau séu þar vegna þess að völlurinn sé varaflugvöllur eða lendingin tengist björgunarstarfi. Það er algjörlega skýr stefna borgaryfirvalda,“ segir aðstoðarmaður borgarstjóra. VÍSIR/GVA Íslensk stjórnvöld hafa ekki gefið nein fyrirmæli um takmarkanir á því að herflugvélar lendi á Reykjavíkurflugvelli. Þetta kom fram í svari Isavia við fyrirspurn af hverju tyrknesk herflugvél hafi lent á flugvellinum. Flugvélin er enn á flugvellinum samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustu flugvallarins. Isavia er rekstraraðili Reykjavíkurflugvallar. Í svari frá þeim kom jafnframt fram að Reykjavíkurborg hafi beint þeim tilmælum til stjórnvalda að umferð herflugvéla um völlinn yrði takmörkuð. Innanríkisráðherra og Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, gerðu með sér samkomulag í apríl í fyrra um að skoða og meta þörf fyrir endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli. Í því felst meðal annars að allri umferð herflugvéla og flugi í þágu hertengdrar starfsemi um Reykjavíkurflugvöll verði hætt. Að undanskildum þeim tilvikum þegar Reykjavíkurflugvöllur þjónar hlutverki sem varaflugvöllur og vegna öryggis- og björgunarstarfa.Herflugvélum heimilt að lenda á hvaða flugvelli sem er Það er Utanríkisráðuneytisins að veita erlendum ríkisförum heimild til flugs um íslensk yfirráðasvæði að því er fram kemur í svarinu frá Isavia. Takmarkanir á þeirri heimild eru gefnar út í flugmálahandbók Íslands að fyrirmælum stjórnvalda. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að á meðan engar takmarkanir hafi verið settar og gefnar út í flugmálahandbók sé þeim flugvélum sem á annað borð fá heimild til lendingar hér á landi, heimilt að lenda á hvaða flugvelli sem er. Það gerist ekki oft að herflugvélar lendi í Reykjavík. Hann hafi engar upplýsingar um það af hverju þessi vél lenti þar. „Það þarf ekki að vera að hún sé hér á vegum hersins. Verksmiðjan sem framleiðir svona vélar gæti verið að skila henni, án þess að ég geti nokkuð fullyrt um það. Þær eru ekki alltaf í verkefnum á vegum hersins,“ segir Friðþór.Skýr stefna borgaryfirvalda að hertól lenda ekki í borginni „Ef það er skilningur Isavia að þeir séu ekki bundnir af þessu samkomulagi sem var gert í fyrra verðum við að beita okkur fyrir því að það verði fullgilt. Við munum skoða þetta í samvinnu við þar til gerð stjórnvöld,“ segir S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra. „Við höfum lagt á það áherslu að hertól séu ekki að lenda á Reykjavíkurflugvelli nema þau séu þar vegna þess að völlurinn sé varaflugvöllur eða lendingin tengist björgunarstarfi. Það er algjörlega skýr stefna borgaryfirvalda,“ segir Björn.Flugmálayfirvalda að ákveða hvar má lenda Frá utanríkisráðuneytinu fengust þær upplýsingar að heimsóknir eða komur herskipa og herflugvéla eru milliríkjamál sem ákveðin eru milli utanríkisráðuneyta. Utanríkisráðuneytið er ekki aðili að samkomulagi innanríkisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Sum erlend ríki fái heimild til eins árs til þess að fljúga til Íslands eins og tilfellið sé með Tyrkland. Í leyfinu er ekki tekið fram á hvaða íslenskum flugvelli vélar þeirra skuli lenda. Það er mál flugmálayfirvalda að ákveða það. Tengdar fréttir Tyrknesk herflugvél á Reykjavíkurflugvelli Vera vélarinnar á vellinum gengur í berhögg við yfirlýsingar borgarstjóra um að gera Reykjavík að friðarborg heimsins. 27. febrúar 2014 16:25 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa ekki gefið nein fyrirmæli um takmarkanir á því að herflugvélar lendi á Reykjavíkurflugvelli. Þetta kom fram í svari Isavia við fyrirspurn af hverju tyrknesk herflugvél hafi lent á flugvellinum. Flugvélin er enn á flugvellinum samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustu flugvallarins. Isavia er rekstraraðili Reykjavíkurflugvallar. Í svari frá þeim kom jafnframt fram að Reykjavíkurborg hafi beint þeim tilmælum til stjórnvalda að umferð herflugvéla um völlinn yrði takmörkuð. Innanríkisráðherra og Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, gerðu með sér samkomulag í apríl í fyrra um að skoða og meta þörf fyrir endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli. Í því felst meðal annars að allri umferð herflugvéla og flugi í þágu hertengdrar starfsemi um Reykjavíkurflugvöll verði hætt. Að undanskildum þeim tilvikum þegar Reykjavíkurflugvöllur þjónar hlutverki sem varaflugvöllur og vegna öryggis- og björgunarstarfa.Herflugvélum heimilt að lenda á hvaða flugvelli sem er Það er Utanríkisráðuneytisins að veita erlendum ríkisförum heimild til flugs um íslensk yfirráðasvæði að því er fram kemur í svarinu frá Isavia. Takmarkanir á þeirri heimild eru gefnar út í flugmálahandbók Íslands að fyrirmælum stjórnvalda. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að á meðan engar takmarkanir hafi verið settar og gefnar út í flugmálahandbók sé þeim flugvélum sem á annað borð fá heimild til lendingar hér á landi, heimilt að lenda á hvaða flugvelli sem er. Það gerist ekki oft að herflugvélar lendi í Reykjavík. Hann hafi engar upplýsingar um það af hverju þessi vél lenti þar. „Það þarf ekki að vera að hún sé hér á vegum hersins. Verksmiðjan sem framleiðir svona vélar gæti verið að skila henni, án þess að ég geti nokkuð fullyrt um það. Þær eru ekki alltaf í verkefnum á vegum hersins,“ segir Friðþór.Skýr stefna borgaryfirvalda að hertól lenda ekki í borginni „Ef það er skilningur Isavia að þeir séu ekki bundnir af þessu samkomulagi sem var gert í fyrra verðum við að beita okkur fyrir því að það verði fullgilt. Við munum skoða þetta í samvinnu við þar til gerð stjórnvöld,“ segir S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra. „Við höfum lagt á það áherslu að hertól séu ekki að lenda á Reykjavíkurflugvelli nema þau séu þar vegna þess að völlurinn sé varaflugvöllur eða lendingin tengist björgunarstarfi. Það er algjörlega skýr stefna borgaryfirvalda,“ segir Björn.Flugmálayfirvalda að ákveða hvar má lenda Frá utanríkisráðuneytinu fengust þær upplýsingar að heimsóknir eða komur herskipa og herflugvéla eru milliríkjamál sem ákveðin eru milli utanríkisráðuneyta. Utanríkisráðuneytið er ekki aðili að samkomulagi innanríkisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Sum erlend ríki fái heimild til eins árs til þess að fljúga til Íslands eins og tilfellið sé með Tyrkland. Í leyfinu er ekki tekið fram á hvaða íslenskum flugvelli vélar þeirra skuli lenda. Það er mál flugmálayfirvalda að ákveða það.
Tengdar fréttir Tyrknesk herflugvél á Reykjavíkurflugvelli Vera vélarinnar á vellinum gengur í berhögg við yfirlýsingar borgarstjóra um að gera Reykjavík að friðarborg heimsins. 27. febrúar 2014 16:25 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Tyrknesk herflugvél á Reykjavíkurflugvelli Vera vélarinnar á vellinum gengur í berhögg við yfirlýsingar borgarstjóra um að gera Reykjavík að friðarborg heimsins. 27. febrúar 2014 16:25