Hertól hafa heimild til þess að lenda á Reykjavíkurflugvelli Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 28. febrúar 2014 14:37 "Við höfum lagt á það áherslu að hertól séu ekki að lenda á Reykjavíkurflugvelli nema þau séu þar vegna þess að völlurinn sé varaflugvöllur eða lendingin tengist björgunarstarfi. Það er algjörlega skýr stefna borgaryfirvalda,“ segir aðstoðarmaður borgarstjóra. VÍSIR/GVA Íslensk stjórnvöld hafa ekki gefið nein fyrirmæli um takmarkanir á því að herflugvélar lendi á Reykjavíkurflugvelli. Þetta kom fram í svari Isavia við fyrirspurn af hverju tyrknesk herflugvél hafi lent á flugvellinum. Flugvélin er enn á flugvellinum samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustu flugvallarins. Isavia er rekstraraðili Reykjavíkurflugvallar. Í svari frá þeim kom jafnframt fram að Reykjavíkurborg hafi beint þeim tilmælum til stjórnvalda að umferð herflugvéla um völlinn yrði takmörkuð. Innanríkisráðherra og Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, gerðu með sér samkomulag í apríl í fyrra um að skoða og meta þörf fyrir endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli. Í því felst meðal annars að allri umferð herflugvéla og flugi í þágu hertengdrar starfsemi um Reykjavíkurflugvöll verði hætt. Að undanskildum þeim tilvikum þegar Reykjavíkurflugvöllur þjónar hlutverki sem varaflugvöllur og vegna öryggis- og björgunarstarfa.Herflugvélum heimilt að lenda á hvaða flugvelli sem er Það er Utanríkisráðuneytisins að veita erlendum ríkisförum heimild til flugs um íslensk yfirráðasvæði að því er fram kemur í svarinu frá Isavia. Takmarkanir á þeirri heimild eru gefnar út í flugmálahandbók Íslands að fyrirmælum stjórnvalda. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að á meðan engar takmarkanir hafi verið settar og gefnar út í flugmálahandbók sé þeim flugvélum sem á annað borð fá heimild til lendingar hér á landi, heimilt að lenda á hvaða flugvelli sem er. Það gerist ekki oft að herflugvélar lendi í Reykjavík. Hann hafi engar upplýsingar um það af hverju þessi vél lenti þar. „Það þarf ekki að vera að hún sé hér á vegum hersins. Verksmiðjan sem framleiðir svona vélar gæti verið að skila henni, án þess að ég geti nokkuð fullyrt um það. Þær eru ekki alltaf í verkefnum á vegum hersins,“ segir Friðþór.Skýr stefna borgaryfirvalda að hertól lenda ekki í borginni „Ef það er skilningur Isavia að þeir séu ekki bundnir af þessu samkomulagi sem var gert í fyrra verðum við að beita okkur fyrir því að það verði fullgilt. Við munum skoða þetta í samvinnu við þar til gerð stjórnvöld,“ segir S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra. „Við höfum lagt á það áherslu að hertól séu ekki að lenda á Reykjavíkurflugvelli nema þau séu þar vegna þess að völlurinn sé varaflugvöllur eða lendingin tengist björgunarstarfi. Það er algjörlega skýr stefna borgaryfirvalda,“ segir Björn.Flugmálayfirvalda að ákveða hvar má lenda Frá utanríkisráðuneytinu fengust þær upplýsingar að heimsóknir eða komur herskipa og herflugvéla eru milliríkjamál sem ákveðin eru milli utanríkisráðuneyta. Utanríkisráðuneytið er ekki aðili að samkomulagi innanríkisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Sum erlend ríki fái heimild til eins árs til þess að fljúga til Íslands eins og tilfellið sé með Tyrkland. Í leyfinu er ekki tekið fram á hvaða íslenskum flugvelli vélar þeirra skuli lenda. Það er mál flugmálayfirvalda að ákveða það. Tengdar fréttir Tyrknesk herflugvél á Reykjavíkurflugvelli Vera vélarinnar á vellinum gengur í berhögg við yfirlýsingar borgarstjóra um að gera Reykjavík að friðarborg heimsins. 27. febrúar 2014 16:25 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa ekki gefið nein fyrirmæli um takmarkanir á því að herflugvélar lendi á Reykjavíkurflugvelli. Þetta kom fram í svari Isavia við fyrirspurn af hverju tyrknesk herflugvél hafi lent á flugvellinum. Flugvélin er enn á flugvellinum samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustu flugvallarins. Isavia er rekstraraðili Reykjavíkurflugvallar. Í svari frá þeim kom jafnframt fram að Reykjavíkurborg hafi beint þeim tilmælum til stjórnvalda að umferð herflugvéla um völlinn yrði takmörkuð. Innanríkisráðherra og Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, gerðu með sér samkomulag í apríl í fyrra um að skoða og meta þörf fyrir endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli. Í því felst meðal annars að allri umferð herflugvéla og flugi í þágu hertengdrar starfsemi um Reykjavíkurflugvöll verði hætt. Að undanskildum þeim tilvikum þegar Reykjavíkurflugvöllur þjónar hlutverki sem varaflugvöllur og vegna öryggis- og björgunarstarfa.Herflugvélum heimilt að lenda á hvaða flugvelli sem er Það er Utanríkisráðuneytisins að veita erlendum ríkisförum heimild til flugs um íslensk yfirráðasvæði að því er fram kemur í svarinu frá Isavia. Takmarkanir á þeirri heimild eru gefnar út í flugmálahandbók Íslands að fyrirmælum stjórnvalda. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að á meðan engar takmarkanir hafi verið settar og gefnar út í flugmálahandbók sé þeim flugvélum sem á annað borð fá heimild til lendingar hér á landi, heimilt að lenda á hvaða flugvelli sem er. Það gerist ekki oft að herflugvélar lendi í Reykjavík. Hann hafi engar upplýsingar um það af hverju þessi vél lenti þar. „Það þarf ekki að vera að hún sé hér á vegum hersins. Verksmiðjan sem framleiðir svona vélar gæti verið að skila henni, án þess að ég geti nokkuð fullyrt um það. Þær eru ekki alltaf í verkefnum á vegum hersins,“ segir Friðþór.Skýr stefna borgaryfirvalda að hertól lenda ekki í borginni „Ef það er skilningur Isavia að þeir séu ekki bundnir af þessu samkomulagi sem var gert í fyrra verðum við að beita okkur fyrir því að það verði fullgilt. Við munum skoða þetta í samvinnu við þar til gerð stjórnvöld,“ segir S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra. „Við höfum lagt á það áherslu að hertól séu ekki að lenda á Reykjavíkurflugvelli nema þau séu þar vegna þess að völlurinn sé varaflugvöllur eða lendingin tengist björgunarstarfi. Það er algjörlega skýr stefna borgaryfirvalda,“ segir Björn.Flugmálayfirvalda að ákveða hvar má lenda Frá utanríkisráðuneytinu fengust þær upplýsingar að heimsóknir eða komur herskipa og herflugvéla eru milliríkjamál sem ákveðin eru milli utanríkisráðuneyta. Utanríkisráðuneytið er ekki aðili að samkomulagi innanríkisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Sum erlend ríki fái heimild til eins árs til þess að fljúga til Íslands eins og tilfellið sé með Tyrkland. Í leyfinu er ekki tekið fram á hvaða íslenskum flugvelli vélar þeirra skuli lenda. Það er mál flugmálayfirvalda að ákveða það.
Tengdar fréttir Tyrknesk herflugvél á Reykjavíkurflugvelli Vera vélarinnar á vellinum gengur í berhögg við yfirlýsingar borgarstjóra um að gera Reykjavík að friðarborg heimsins. 27. febrúar 2014 16:25 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
Tyrknesk herflugvél á Reykjavíkurflugvelli Vera vélarinnar á vellinum gengur í berhögg við yfirlýsingar borgarstjóra um að gera Reykjavík að friðarborg heimsins. 27. febrúar 2014 16:25