Enski boltinn

Ólíklegt að Vidic framlengi samninginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty
Umboðsmaður Nemanja Vidic, leikmanns Manchester United, segir ólíklegt að hann muni framlengja samning sinn við félagið.

Samningurinn rennur út í lok tímabilsins og sagði umboðsmaðurinn Silvano Martina að nokkur lið væru með hann til skoðunar.

„Vidic er mjög góður leikmaður og á ekki eftir að lenda í vandræðum með að finna sér nýtt félag,“ sagði Martina í viðtali við ítalska útvarpsstöð.

„Við erum því rólegir. En eins og málin standa núna tel ég útilokað að hann muni framlengja samning sinn við Manchester United.“

Vidic er 32 ára miðvörður og hefur þurft að glíma mikið við meiðsli á síðustu misserum. Hann kom til United frá Spartak Moskvu árið 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×