Segja Rio Tinto fara gróflega inn í einkalíf starfsmanna Brjánn Jónasson skrifar 7. janúar 2014 06:30 Starfsmenn Rio Tinto Alcan geta þurft að ræða fjarvistir við yfirmann sinn. Fréttablaðið/GVA Farið er gróflega inn í einkalíf starfsmanna álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík í samtölum yfirmanna við starfsmenn vegna veikinda, að mati forsvarsmanna Verkalýðsfélagsins Hlífar. Hlíf kvartaði yfir fyrirkomulagi sem tekið var upp hjá fyrirtækinu á síðasta ári til Persónuverndar. Samkvæmt nýja verklaginu eru starfsmenn sem eru mikið fjarverandi vegna veikinda kallaðir til viðtals við næsta yfirmann. Forsvarsmenn Hlífar telja það ekki verkefni verkstjóra að ræða um veikindi við starfsmenn, heldur ætti trúnaðarlæknir fyrirtækisins að eiga slík samtöl. Í kvörtun Hlífar segir að þær ítarlegu spurningar sem lagðar séu fyrir starfsmenn í fjarvistarsamtölunum fari langt fram úr þeim tilgangi sem samtölin hafi. Þá séu starfsmenn í erfiðri aðstöðu til að neyta að svara, enda ríki ekki jafnræði með vinnuveitanda og starfsmanni. Í svörum Rio Tinto til Persónuverndar segir að starfsmenn séu kallaðir til viðtals nái fjarvistir tólf dögum á tólf mánaða tímabili. Þar segir jafnframt að starfsmönnum beri ekki skylda til að svara spurningum yfirmanna um heilsu sína eða persónuleg mál þeim viðtölum. Þau svör sem þeir kjósi að veita séu skráð niður og geymd í læstri hirslu og einungis skoðuð í sambærilegum samtölum í framtíðinni. Þar kemur fram að fyrirkomulagið við fjarvistarsamtölin sé samkvæmt stefnu VIRK - starfsendurhæfingarsjóðs, sem stofnaður var af aðilum vinnumarkaðarins, ríki og sveitarfélögum til að draga úr brottfalli af vinnumarkaði vegna örorku. Forsvarsmenn Rio Tinto segja í svörum til Persónuverndar að fyrirtækið telji það ekki vinnslu persónuupplýsinga að skrá svör starfsmanna á fjarvistarfundum og geyma þau í hirslu yfirmanns. Ekki sé unnið frekar með gögnin og þau ekki skráð í gagnagrunn. Persónuvernd telur augljóst að um vinnslu persónuupplýsinga sé að ræða, og að starfsmenn séu spurðir spurninga sem geti talist nærgöngular. Í úrskurði Persónuverndar er brýnt fyrir Rio Tinto að kynna starfsmönnum það með skýrum hætti fyrir fjarvistarsamtöl að þeim sé ekki skylt að svara neinum af spurningunum.Nærgöngular spurningar Í kvörtun Verkalýðsfélagsins Hlífar til Persónuverndar er vitnað í eyðublað sem yfirmaður hjá Rio Tinto Alcan á að fylla út á fjarvistarfundi með undirmanni sínum. Meðal þess sem spurt er um er:Hvort starfsmaður sé haldinn undirliggjandi sjúkdómi sem skýri fjarvistirnar. Hvort eitthvað í daglegu lífi trufli starfsmanninn, til dæmis svefnvandamál, félagslegar aðstæður, fjárhagsaðstæður, fjölskylduaðstæður eða annað. Hvort eitthvað á vinnustaðnum hafi áhrif á fjarvistir starfsmannsins, til dæmis samskipti við vinnufélaga eða yfirmenn. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Farið er gróflega inn í einkalíf starfsmanna álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík í samtölum yfirmanna við starfsmenn vegna veikinda, að mati forsvarsmanna Verkalýðsfélagsins Hlífar. Hlíf kvartaði yfir fyrirkomulagi sem tekið var upp hjá fyrirtækinu á síðasta ári til Persónuverndar. Samkvæmt nýja verklaginu eru starfsmenn sem eru mikið fjarverandi vegna veikinda kallaðir til viðtals við næsta yfirmann. Forsvarsmenn Hlífar telja það ekki verkefni verkstjóra að ræða um veikindi við starfsmenn, heldur ætti trúnaðarlæknir fyrirtækisins að eiga slík samtöl. Í kvörtun Hlífar segir að þær ítarlegu spurningar sem lagðar séu fyrir starfsmenn í fjarvistarsamtölunum fari langt fram úr þeim tilgangi sem samtölin hafi. Þá séu starfsmenn í erfiðri aðstöðu til að neyta að svara, enda ríki ekki jafnræði með vinnuveitanda og starfsmanni. Í svörum Rio Tinto til Persónuverndar segir að starfsmenn séu kallaðir til viðtals nái fjarvistir tólf dögum á tólf mánaða tímabili. Þar segir jafnframt að starfsmönnum beri ekki skylda til að svara spurningum yfirmanna um heilsu sína eða persónuleg mál þeim viðtölum. Þau svör sem þeir kjósi að veita séu skráð niður og geymd í læstri hirslu og einungis skoðuð í sambærilegum samtölum í framtíðinni. Þar kemur fram að fyrirkomulagið við fjarvistarsamtölin sé samkvæmt stefnu VIRK - starfsendurhæfingarsjóðs, sem stofnaður var af aðilum vinnumarkaðarins, ríki og sveitarfélögum til að draga úr brottfalli af vinnumarkaði vegna örorku. Forsvarsmenn Rio Tinto segja í svörum til Persónuverndar að fyrirtækið telji það ekki vinnslu persónuupplýsinga að skrá svör starfsmanna á fjarvistarfundum og geyma þau í hirslu yfirmanns. Ekki sé unnið frekar með gögnin og þau ekki skráð í gagnagrunn. Persónuvernd telur augljóst að um vinnslu persónuupplýsinga sé að ræða, og að starfsmenn séu spurðir spurninga sem geti talist nærgöngular. Í úrskurði Persónuverndar er brýnt fyrir Rio Tinto að kynna starfsmönnum það með skýrum hætti fyrir fjarvistarsamtöl að þeim sé ekki skylt að svara neinum af spurningunum.Nærgöngular spurningar Í kvörtun Verkalýðsfélagsins Hlífar til Persónuverndar er vitnað í eyðublað sem yfirmaður hjá Rio Tinto Alcan á að fylla út á fjarvistarfundi með undirmanni sínum. Meðal þess sem spurt er um er:Hvort starfsmaður sé haldinn undirliggjandi sjúkdómi sem skýri fjarvistirnar. Hvort eitthvað í daglegu lífi trufli starfsmanninn, til dæmis svefnvandamál, félagslegar aðstæður, fjárhagsaðstæður, fjölskylduaðstæður eða annað. Hvort eitthvað á vinnustaðnum hafi áhrif á fjarvistir starfsmannsins, til dæmis samskipti við vinnufélaga eða yfirmenn.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira