Segja Rio Tinto fara gróflega inn í einkalíf starfsmanna Brjánn Jónasson skrifar 7. janúar 2014 06:30 Starfsmenn Rio Tinto Alcan geta þurft að ræða fjarvistir við yfirmann sinn. Fréttablaðið/GVA Farið er gróflega inn í einkalíf starfsmanna álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík í samtölum yfirmanna við starfsmenn vegna veikinda, að mati forsvarsmanna Verkalýðsfélagsins Hlífar. Hlíf kvartaði yfir fyrirkomulagi sem tekið var upp hjá fyrirtækinu á síðasta ári til Persónuverndar. Samkvæmt nýja verklaginu eru starfsmenn sem eru mikið fjarverandi vegna veikinda kallaðir til viðtals við næsta yfirmann. Forsvarsmenn Hlífar telja það ekki verkefni verkstjóra að ræða um veikindi við starfsmenn, heldur ætti trúnaðarlæknir fyrirtækisins að eiga slík samtöl. Í kvörtun Hlífar segir að þær ítarlegu spurningar sem lagðar séu fyrir starfsmenn í fjarvistarsamtölunum fari langt fram úr þeim tilgangi sem samtölin hafi. Þá séu starfsmenn í erfiðri aðstöðu til að neyta að svara, enda ríki ekki jafnræði með vinnuveitanda og starfsmanni. Í svörum Rio Tinto til Persónuverndar segir að starfsmenn séu kallaðir til viðtals nái fjarvistir tólf dögum á tólf mánaða tímabili. Þar segir jafnframt að starfsmönnum beri ekki skylda til að svara spurningum yfirmanna um heilsu sína eða persónuleg mál þeim viðtölum. Þau svör sem þeir kjósi að veita séu skráð niður og geymd í læstri hirslu og einungis skoðuð í sambærilegum samtölum í framtíðinni. Þar kemur fram að fyrirkomulagið við fjarvistarsamtölin sé samkvæmt stefnu VIRK - starfsendurhæfingarsjóðs, sem stofnaður var af aðilum vinnumarkaðarins, ríki og sveitarfélögum til að draga úr brottfalli af vinnumarkaði vegna örorku. Forsvarsmenn Rio Tinto segja í svörum til Persónuverndar að fyrirtækið telji það ekki vinnslu persónuupplýsinga að skrá svör starfsmanna á fjarvistarfundum og geyma þau í hirslu yfirmanns. Ekki sé unnið frekar með gögnin og þau ekki skráð í gagnagrunn. Persónuvernd telur augljóst að um vinnslu persónuupplýsinga sé að ræða, og að starfsmenn séu spurðir spurninga sem geti talist nærgöngular. Í úrskurði Persónuverndar er brýnt fyrir Rio Tinto að kynna starfsmönnum það með skýrum hætti fyrir fjarvistarsamtöl að þeim sé ekki skylt að svara neinum af spurningunum.Nærgöngular spurningar Í kvörtun Verkalýðsfélagsins Hlífar til Persónuverndar er vitnað í eyðublað sem yfirmaður hjá Rio Tinto Alcan á að fylla út á fjarvistarfundi með undirmanni sínum. Meðal þess sem spurt er um er:Hvort starfsmaður sé haldinn undirliggjandi sjúkdómi sem skýri fjarvistirnar. Hvort eitthvað í daglegu lífi trufli starfsmanninn, til dæmis svefnvandamál, félagslegar aðstæður, fjárhagsaðstæður, fjölskylduaðstæður eða annað. Hvort eitthvað á vinnustaðnum hafi áhrif á fjarvistir starfsmannsins, til dæmis samskipti við vinnufélaga eða yfirmenn. Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Farið er gróflega inn í einkalíf starfsmanna álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík í samtölum yfirmanna við starfsmenn vegna veikinda, að mati forsvarsmanna Verkalýðsfélagsins Hlífar. Hlíf kvartaði yfir fyrirkomulagi sem tekið var upp hjá fyrirtækinu á síðasta ári til Persónuverndar. Samkvæmt nýja verklaginu eru starfsmenn sem eru mikið fjarverandi vegna veikinda kallaðir til viðtals við næsta yfirmann. Forsvarsmenn Hlífar telja það ekki verkefni verkstjóra að ræða um veikindi við starfsmenn, heldur ætti trúnaðarlæknir fyrirtækisins að eiga slík samtöl. Í kvörtun Hlífar segir að þær ítarlegu spurningar sem lagðar séu fyrir starfsmenn í fjarvistarsamtölunum fari langt fram úr þeim tilgangi sem samtölin hafi. Þá séu starfsmenn í erfiðri aðstöðu til að neyta að svara, enda ríki ekki jafnræði með vinnuveitanda og starfsmanni. Í svörum Rio Tinto til Persónuverndar segir að starfsmenn séu kallaðir til viðtals nái fjarvistir tólf dögum á tólf mánaða tímabili. Þar segir jafnframt að starfsmönnum beri ekki skylda til að svara spurningum yfirmanna um heilsu sína eða persónuleg mál þeim viðtölum. Þau svör sem þeir kjósi að veita séu skráð niður og geymd í læstri hirslu og einungis skoðuð í sambærilegum samtölum í framtíðinni. Þar kemur fram að fyrirkomulagið við fjarvistarsamtölin sé samkvæmt stefnu VIRK - starfsendurhæfingarsjóðs, sem stofnaður var af aðilum vinnumarkaðarins, ríki og sveitarfélögum til að draga úr brottfalli af vinnumarkaði vegna örorku. Forsvarsmenn Rio Tinto segja í svörum til Persónuverndar að fyrirtækið telji það ekki vinnslu persónuupplýsinga að skrá svör starfsmanna á fjarvistarfundum og geyma þau í hirslu yfirmanns. Ekki sé unnið frekar með gögnin og þau ekki skráð í gagnagrunn. Persónuvernd telur augljóst að um vinnslu persónuupplýsinga sé að ræða, og að starfsmenn séu spurðir spurninga sem geti talist nærgöngular. Í úrskurði Persónuverndar er brýnt fyrir Rio Tinto að kynna starfsmönnum það með skýrum hætti fyrir fjarvistarsamtöl að þeim sé ekki skylt að svara neinum af spurningunum.Nærgöngular spurningar Í kvörtun Verkalýðsfélagsins Hlífar til Persónuverndar er vitnað í eyðublað sem yfirmaður hjá Rio Tinto Alcan á að fylla út á fjarvistarfundi með undirmanni sínum. Meðal þess sem spurt er um er:Hvort starfsmaður sé haldinn undirliggjandi sjúkdómi sem skýri fjarvistirnar. Hvort eitthvað í daglegu lífi trufli starfsmanninn, til dæmis svefnvandamál, félagslegar aðstæður, fjárhagsaðstæður, fjölskylduaðstæður eða annað. Hvort eitthvað á vinnustaðnum hafi áhrif á fjarvistir starfsmannsins, til dæmis samskipti við vinnufélaga eða yfirmenn.
Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira