Enski boltinn

Rio frá í tvær vikur

Rio er hann meiddist um síðustu helgi.
Rio er hann meiddist um síðustu helgi.
Enski miðvörðurinn, Rio Ferdinand, er ekki að spila með Man. Utd gegn Sunderland í deildabikarnum núna og hann mun ekki spila með liðinu á næstunni.

Ferdinand meiddist í bikartapinu gegn Swansea um síðustu helgi og er búist við því að hann verði frá næstu tvær vikurnar.

Meiðslin eru minni en óttast var í fyrstu. Þá héldu menn að liðbönd væru jafnvel sködduð en ekkert slíkt er í gangi. Hann er þó illa marinn á hnénu og þarf tíma til þess að jafna sig.

Hann ætti að vera orðinn klár fyrir seinni undanúrslit Man. Utd og Sunderland í deildabikarnum en hann fer fram þann 22. janúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×