Enski boltinn

Þriggja milljón króna sekt fyrir reiðikast á Twitter

Michael Chopra.
Michael Chopra. nordicphotos/getty
Michael Chopra, leikmaður Blackpool, var allt annað en sáttur við aukaæfinguna sem hann var boðaður á snemma morguns. Hann tók út reiði sína á Twitter og þarf að borga ríflega fyrir það.

Aðeins sex leikmenn voru kallaðir á æfinguna en Chopra vildi sjá fleiri varamenn á svæðinu. Hann var síðan ekki par sáttur við að styrktarþjálfarinn stýrði æfinguna.

"Þetta er fokking brandari," skrifaði Chopra á Twitter meðal annars. Hann hefur nú eytt færslunni.

Engu að síður hefur félagið ákveðið að sekta hann um tæpar þrjár milljónir króna fyrir viðbrögðin.

Þriggja milljón króna tístið hans Chopra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×