Blount fór illa með Luck og félaga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2014 11:33 Blount fór fyrir Patriots í nótt. Mynd/AP New England Patriots og Seattle Seahawks tryggðu sér sæti í úrslitaleikjum sinna deilda í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt.Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, var aldrei þessu vant í aukahlutverki í 43-22 sigri sinna manna á Indianapolis Colts á heimavelli. Patriots skoruðu sex snertimörk í leiknum en hlaupararnir LaGarrette Blount og Steven Ridley sáu um að skora þau öll. Þar af var Blount með fjögur en hann hefur verið magnaður síðustu vikurnar með Patriots. „Þegar ég fæ pláss til að hlapua þá verða þeir að elta mig. Ef þeir ná mér þá ná þeir mér. Ef ekki, þá ekki. Yfirleitt ná þeir mér ekki,“ sagði Blount eftir leikinn í nótt. Fyrstu þrjú snertimörkin hans voru eftir stutt hlaup en það fjórða var 73 jarda langt.Andrew Luck, leikstjórnandi Colts, fór á kostum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um síðustu helgi. Hans lið lenti þá 28 stigum undir gegn Kansas City Chiefs en Luck fór fyrir ótrúlegri endurkomu og tryggði Colts sigur. En ekkert slíkt var upp á teningnum í nótt enda Patriots einfaldlega betri aðilinn að þessu sinni.Marshawn Lynch tryggði Seattle sigur með snertimarki í fjórða leikhluta.Mynd/APÍ fyrri leik gærdagsins lenti Seattle Seahawks ekki í teljandi vandræðu með New Orleans Saints, 23-15. Leikurinn fór fram í miklu roki og rigningu í Seattle og var lítið kastað í leiknum. Marshawn Lynch, hlaupari Seattle, fór mikinn og skoraði tvívegis. Saints skoraði ekki fyrr en í þriðja leikhluta og Drew Brees, leikstjórnandi liðsins, náði sér aldrei á strik gegn öflugum varnarleik heimamanna. Seattle mætir sigurvegaranum úr leik San Francisco 49ers og Carolina Panthers sem mætast klukkan 18.05 í kvöld. Denver Broncos og San Diego Chargers eigast svo við klukkan 21.40 og keppast um að leika gegn New Englands Patriots um næstu helgi. NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Sjá meira
New England Patriots og Seattle Seahawks tryggðu sér sæti í úrslitaleikjum sinna deilda í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt.Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, var aldrei þessu vant í aukahlutverki í 43-22 sigri sinna manna á Indianapolis Colts á heimavelli. Patriots skoruðu sex snertimörk í leiknum en hlaupararnir LaGarrette Blount og Steven Ridley sáu um að skora þau öll. Þar af var Blount með fjögur en hann hefur verið magnaður síðustu vikurnar með Patriots. „Þegar ég fæ pláss til að hlapua þá verða þeir að elta mig. Ef þeir ná mér þá ná þeir mér. Ef ekki, þá ekki. Yfirleitt ná þeir mér ekki,“ sagði Blount eftir leikinn í nótt. Fyrstu þrjú snertimörkin hans voru eftir stutt hlaup en það fjórða var 73 jarda langt.Andrew Luck, leikstjórnandi Colts, fór á kostum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um síðustu helgi. Hans lið lenti þá 28 stigum undir gegn Kansas City Chiefs en Luck fór fyrir ótrúlegri endurkomu og tryggði Colts sigur. En ekkert slíkt var upp á teningnum í nótt enda Patriots einfaldlega betri aðilinn að þessu sinni.Marshawn Lynch tryggði Seattle sigur með snertimarki í fjórða leikhluta.Mynd/APÍ fyrri leik gærdagsins lenti Seattle Seahawks ekki í teljandi vandræðu með New Orleans Saints, 23-15. Leikurinn fór fram í miklu roki og rigningu í Seattle og var lítið kastað í leiknum. Marshawn Lynch, hlaupari Seattle, fór mikinn og skoraði tvívegis. Saints skoraði ekki fyrr en í þriðja leikhluta og Drew Brees, leikstjórnandi liðsins, náði sér aldrei á strik gegn öflugum varnarleik heimamanna. Seattle mætir sigurvegaranum úr leik San Francisco 49ers og Carolina Panthers sem mætast klukkan 18.05 í kvöld. Denver Broncos og San Diego Chargers eigast svo við klukkan 21.40 og keppast um að leika gegn New Englands Patriots um næstu helgi.
NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Sjá meira