Blount fór illa með Luck og félaga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2014 11:33 Blount fór fyrir Patriots í nótt. Mynd/AP New England Patriots og Seattle Seahawks tryggðu sér sæti í úrslitaleikjum sinna deilda í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt.Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, var aldrei þessu vant í aukahlutverki í 43-22 sigri sinna manna á Indianapolis Colts á heimavelli. Patriots skoruðu sex snertimörk í leiknum en hlaupararnir LaGarrette Blount og Steven Ridley sáu um að skora þau öll. Þar af var Blount með fjögur en hann hefur verið magnaður síðustu vikurnar með Patriots. „Þegar ég fæ pláss til að hlapua þá verða þeir að elta mig. Ef þeir ná mér þá ná þeir mér. Ef ekki, þá ekki. Yfirleitt ná þeir mér ekki,“ sagði Blount eftir leikinn í nótt. Fyrstu þrjú snertimörkin hans voru eftir stutt hlaup en það fjórða var 73 jarda langt.Andrew Luck, leikstjórnandi Colts, fór á kostum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um síðustu helgi. Hans lið lenti þá 28 stigum undir gegn Kansas City Chiefs en Luck fór fyrir ótrúlegri endurkomu og tryggði Colts sigur. En ekkert slíkt var upp á teningnum í nótt enda Patriots einfaldlega betri aðilinn að þessu sinni.Marshawn Lynch tryggði Seattle sigur með snertimarki í fjórða leikhluta.Mynd/APÍ fyrri leik gærdagsins lenti Seattle Seahawks ekki í teljandi vandræðu með New Orleans Saints, 23-15. Leikurinn fór fram í miklu roki og rigningu í Seattle og var lítið kastað í leiknum. Marshawn Lynch, hlaupari Seattle, fór mikinn og skoraði tvívegis. Saints skoraði ekki fyrr en í þriðja leikhluta og Drew Brees, leikstjórnandi liðsins, náði sér aldrei á strik gegn öflugum varnarleik heimamanna. Seattle mætir sigurvegaranum úr leik San Francisco 49ers og Carolina Panthers sem mætast klukkan 18.05 í kvöld. Denver Broncos og San Diego Chargers eigast svo við klukkan 21.40 og keppast um að leika gegn New Englands Patriots um næstu helgi. NFL Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Sjá meira
New England Patriots og Seattle Seahawks tryggðu sér sæti í úrslitaleikjum sinna deilda í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt.Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, var aldrei þessu vant í aukahlutverki í 43-22 sigri sinna manna á Indianapolis Colts á heimavelli. Patriots skoruðu sex snertimörk í leiknum en hlaupararnir LaGarrette Blount og Steven Ridley sáu um að skora þau öll. Þar af var Blount með fjögur en hann hefur verið magnaður síðustu vikurnar með Patriots. „Þegar ég fæ pláss til að hlapua þá verða þeir að elta mig. Ef þeir ná mér þá ná þeir mér. Ef ekki, þá ekki. Yfirleitt ná þeir mér ekki,“ sagði Blount eftir leikinn í nótt. Fyrstu þrjú snertimörkin hans voru eftir stutt hlaup en það fjórða var 73 jarda langt.Andrew Luck, leikstjórnandi Colts, fór á kostum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um síðustu helgi. Hans lið lenti þá 28 stigum undir gegn Kansas City Chiefs en Luck fór fyrir ótrúlegri endurkomu og tryggði Colts sigur. En ekkert slíkt var upp á teningnum í nótt enda Patriots einfaldlega betri aðilinn að þessu sinni.Marshawn Lynch tryggði Seattle sigur með snertimarki í fjórða leikhluta.Mynd/APÍ fyrri leik gærdagsins lenti Seattle Seahawks ekki í teljandi vandræðu með New Orleans Saints, 23-15. Leikurinn fór fram í miklu roki og rigningu í Seattle og var lítið kastað í leiknum. Marshawn Lynch, hlaupari Seattle, fór mikinn og skoraði tvívegis. Saints skoraði ekki fyrr en í þriðja leikhluta og Drew Brees, leikstjórnandi liðsins, náði sér aldrei á strik gegn öflugum varnarleik heimamanna. Seattle mætir sigurvegaranum úr leik San Francisco 49ers og Carolina Panthers sem mætast klukkan 18.05 í kvöld. Denver Broncos og San Diego Chargers eigast svo við klukkan 21.40 og keppast um að leika gegn New Englands Patriots um næstu helgi.
NFL Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Sjá meira