Börn kunna að búa til ævintýri kringum sig Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2014 09:00 Krakkarnir fá að velta fyrir sér skipulagsspurningum eins og "hvers konar hús gera fólk hamingjusamt“, segir Aude Busson. Fréttablaðið/VAlli „Sýningin Ég elska Reykjavík fjallar um hvernig börn upplifa borgina. Það er oft fjallað um tengsl barna við náttúruna og lögð áhersla á þau en sjaldnar minnst á tengsl þeirra við borgina og hvernig þau haga sér þar. Þó búa flest börn í borg,“ segir Aude Busson leikkona. Listakonan segir könnun sem hún gerði í Vesturbæjarskóla og leiklistardeild Leikfélags Akureyrar hafa orðið kveikjuna að verkinu. „Ég rannsakaði hvernig börn búa til sögur. Svo spái ég í hvernig þau haga sér. Þau eru ekki eins og fullorðna fólkið sem gefur sér ekki tíma til að fara út fyrir markaða leið þegar það fer á milli staða. Börnin búa til ævintýri kringum sig, leika sér að því að labba ekki á línum, príla upp á litla veggi og hvað sem er og fara leynileiðir, til að uppgötva eitthvað nýtt. Jafnvel þó þau séu bara að fara í skólann.“ Aude viðurkennir að sýningin byggist líka á hennar eigin reynslu. Hún flutti hingað fyrir tíu árum frá Frakklandi og man vel fyrstu kynni sín af Reykjavík. Reyndar kveðst hún alltaf vera að upplifa eitthvað nýtt í borginni. „Það er dæmigert fyrir útlending í borg að taka eftir nýjum hlutum. Ég reyni líka að uppgötva stöðugt eitthvað nýtt svo ég þurfi ekki alltaf að flytja þegar ég er orðin leið á einhverju!“ segir hún hlæjandi. Ég elska Reykjavík er liður í leiklistarhátíðinni Lókal. Frumsýning er í dag klukkan 16.30 og mæting er við Hörpu. „Við förum með börnin út og þá sem eru í fylgd með þeim. Þess vegna verður fólk að vera klætt eftir veðri en ekki í leikhúsfötum,“ segir Aude og tekur fram að Ég elska Reykjavík sé einungis sýnt í dag og á morgun klukkan 16.30 og á laugardag og sunnudag klukkan 14. Miða þarf að panta fyrirfram á www.lokal.is því takmarkaður fjöldi kemst að hverju sinni. Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Sýningin Ég elska Reykjavík fjallar um hvernig börn upplifa borgina. Það er oft fjallað um tengsl barna við náttúruna og lögð áhersla á þau en sjaldnar minnst á tengsl þeirra við borgina og hvernig þau haga sér þar. Þó búa flest börn í borg,“ segir Aude Busson leikkona. Listakonan segir könnun sem hún gerði í Vesturbæjarskóla og leiklistardeild Leikfélags Akureyrar hafa orðið kveikjuna að verkinu. „Ég rannsakaði hvernig börn búa til sögur. Svo spái ég í hvernig þau haga sér. Þau eru ekki eins og fullorðna fólkið sem gefur sér ekki tíma til að fara út fyrir markaða leið þegar það fer á milli staða. Börnin búa til ævintýri kringum sig, leika sér að því að labba ekki á línum, príla upp á litla veggi og hvað sem er og fara leynileiðir, til að uppgötva eitthvað nýtt. Jafnvel þó þau séu bara að fara í skólann.“ Aude viðurkennir að sýningin byggist líka á hennar eigin reynslu. Hún flutti hingað fyrir tíu árum frá Frakklandi og man vel fyrstu kynni sín af Reykjavík. Reyndar kveðst hún alltaf vera að upplifa eitthvað nýtt í borginni. „Það er dæmigert fyrir útlending í borg að taka eftir nýjum hlutum. Ég reyni líka að uppgötva stöðugt eitthvað nýtt svo ég þurfi ekki alltaf að flytja þegar ég er orðin leið á einhverju!“ segir hún hlæjandi. Ég elska Reykjavík er liður í leiklistarhátíðinni Lókal. Frumsýning er í dag klukkan 16.30 og mæting er við Hörpu. „Við förum með börnin út og þá sem eru í fylgd með þeim. Þess vegna verður fólk að vera klætt eftir veðri en ekki í leikhúsfötum,“ segir Aude og tekur fram að Ég elska Reykjavík sé einungis sýnt í dag og á morgun klukkan 16.30 og á laugardag og sunnudag klukkan 14. Miða þarf að panta fyrirfram á www.lokal.is því takmarkaður fjöldi kemst að hverju sinni.
Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira