"Þetta snýst ekki um launamál, þetta er miklu stærra en það“ 9. mars 2014 11:47 Már var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi í morgun. Vísir/GVA/Pjetur „Auðvitað er ég fórnarlamb í þessu. Þetta er eins og einhver maður byggi á Akureyri, hann sé ráðinn í starf á Akranesi með ákveðin laun, og hann selur húsið sitt á Akureyri og kaupir annað á Akranesi,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már var gestur Sigurjóns Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann var skipaður seðlabankastjóri árið 2009 eftir að hæfnisnefnd undir forystu Jónasar Haralz taldi hann hæfastan. „Nokkrum mánuðum seinna kemur svo vinnuveitandinn og segir: „Heyrðu, þetta er 30 prósent lægra.“ Hvað gerir þessi maður? Nú hann náttúrulega labbar til Vilhjálms í verklalýðsfélaginu og spyr hvort það sé ekki hægt að fara í mál.“ Már segir að honum hafi þá verið kynnt ákveðinn kjör seðlabankastjóra sem hann hafi gengist að en þá lá fyrir að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur leggði fram frumvarp um kjör æðstu embættismanna. „Þetta snýst ekki um launamál, þetta er miklu stærra en það,“ sagði Már í þættinum. „Þetta snýst um hvernig er rétt staðið að ákvörðunum, er staðið við samninga og þetta snýst um sjálfstæði Seðlabankans og embættisstöðu seðlabankastjóra.“ Því ef málið hefði einungis snúist um það að seðlabankastjóri tæki á sig almenna lækkun launa upp á 10 til 15 prósent hefði hann ekki sett sig upp á móti því, en þarna hafi átt að lækka laun seðlabankastjóra og nokkurra annarra æðstu embættismanna langt umfram slíka almenna lækkun og þá þurfi bankinn að huga að sjálfstæði sínu gagnvart framkvæmdavaldinu. Hann hafi því þurft að ákveða hvort forsendur væru breyttar fyrir fyrirhugaðri ráðningu hans og hann þurft að íhuga hvort hann drægi umsóknina til baka og hann hafi rætt það við formann bankaráðsins. „Þá hringir í mig ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu og segist ætla að lesa fyrir mig ákveðnar tölur. Og ef ég sé sáttur við þær, þá muni ég fara í ráðningarviðtalið, ef ég er það ekki er þeim frjálst að draga mig til baka.“ Síðan komi ákvörðun kjararáðs og þá hafi bankaráð Seðlabankans ákveðið að óska eftir lögfræðiáliti frá Andra Árnasyni hæstaréttarlögmanni um hvernig bæri að bregðast við og svipað hafi margar aðrar opinberar stofnanir gert gagnvart sínum yfirmönnum. Almennt hafi niðurstaðan verið að laun yfirmanna stofnana skyldu óbreytt út uppsagnarfrest og Andri komist að þeirri niðurstöðu að uppsagnarfrestur seðlabankastjóra væri skipunartíminn, eða fimm ár. Héraðsdómur hafi síðan úrskurðað á annan hátt. „Þá var ég búinn að ákveða það að halda ekki áfram með málið nema ég fengi til þess einhvern atbeina frá bankanum. Ég hefði hætt, ég hefði ekki farið áfram og þá hefði niðurstaða ekki komið í málið og formaður bankaráðs, að mínu viti, taldi það réttilega að það væri mikið hagsmunamál fyrir bankann að fá þetta klárt. Vegna þess að hún hafði ítrekað í bréfum til kjararáðs vísað til þess að bankaráð gæti ekki ákveðið aðkomu sína að þessu máli fyrr en niðurstaða í þessu dómsmáli lægi fyrir.“ Már segir það varða sjálfstæði bankans að ekki sé hægt að hrekja bankastjóra hans og aðra frá því að sinna lögbundnum skyldum sínum með því að lækka við hann launin. Hlýða má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Seðlabankinn greiddi málskostnað Más gegn bankanum "Í ljósi þessa var sú ákvörðun tekin að bankinn stæði straum af öllum kostnaði vegna málsins.“ 7. mars 2014 17:50 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
„Auðvitað er ég fórnarlamb í þessu. Þetta er eins og einhver maður byggi á Akureyri, hann sé ráðinn í starf á Akranesi með ákveðin laun, og hann selur húsið sitt á Akureyri og kaupir annað á Akranesi,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Már var gestur Sigurjóns Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann var skipaður seðlabankastjóri árið 2009 eftir að hæfnisnefnd undir forystu Jónasar Haralz taldi hann hæfastan. „Nokkrum mánuðum seinna kemur svo vinnuveitandinn og segir: „Heyrðu, þetta er 30 prósent lægra.“ Hvað gerir þessi maður? Nú hann náttúrulega labbar til Vilhjálms í verklalýðsfélaginu og spyr hvort það sé ekki hægt að fara í mál.“ Már segir að honum hafi þá verið kynnt ákveðinn kjör seðlabankastjóra sem hann hafi gengist að en þá lá fyrir að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur leggði fram frumvarp um kjör æðstu embættismanna. „Þetta snýst ekki um launamál, þetta er miklu stærra en það,“ sagði Már í þættinum. „Þetta snýst um hvernig er rétt staðið að ákvörðunum, er staðið við samninga og þetta snýst um sjálfstæði Seðlabankans og embættisstöðu seðlabankastjóra.“ Því ef málið hefði einungis snúist um það að seðlabankastjóri tæki á sig almenna lækkun launa upp á 10 til 15 prósent hefði hann ekki sett sig upp á móti því, en þarna hafi átt að lækka laun seðlabankastjóra og nokkurra annarra æðstu embættismanna langt umfram slíka almenna lækkun og þá þurfi bankinn að huga að sjálfstæði sínu gagnvart framkvæmdavaldinu. Hann hafi því þurft að ákveða hvort forsendur væru breyttar fyrir fyrirhugaðri ráðningu hans og hann þurft að íhuga hvort hann drægi umsóknina til baka og hann hafi rætt það við formann bankaráðsins. „Þá hringir í mig ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu og segist ætla að lesa fyrir mig ákveðnar tölur. Og ef ég sé sáttur við þær, þá muni ég fara í ráðningarviðtalið, ef ég er það ekki er þeim frjálst að draga mig til baka.“ Síðan komi ákvörðun kjararáðs og þá hafi bankaráð Seðlabankans ákveðið að óska eftir lögfræðiáliti frá Andra Árnasyni hæstaréttarlögmanni um hvernig bæri að bregðast við og svipað hafi margar aðrar opinberar stofnanir gert gagnvart sínum yfirmönnum. Almennt hafi niðurstaðan verið að laun yfirmanna stofnana skyldu óbreytt út uppsagnarfrest og Andri komist að þeirri niðurstöðu að uppsagnarfrestur seðlabankastjóra væri skipunartíminn, eða fimm ár. Héraðsdómur hafi síðan úrskurðað á annan hátt. „Þá var ég búinn að ákveða það að halda ekki áfram með málið nema ég fengi til þess einhvern atbeina frá bankanum. Ég hefði hætt, ég hefði ekki farið áfram og þá hefði niðurstaða ekki komið í málið og formaður bankaráðs, að mínu viti, taldi það réttilega að það væri mikið hagsmunamál fyrir bankann að fá þetta klárt. Vegna þess að hún hafði ítrekað í bréfum til kjararáðs vísað til þess að bankaráð gæti ekki ákveðið aðkomu sína að þessu máli fyrr en niðurstaða í þessu dómsmáli lægi fyrir.“ Már segir það varða sjálfstæði bankans að ekki sé hægt að hrekja bankastjóra hans og aðra frá því að sinna lögbundnum skyldum sínum með því að lækka við hann launin. Hlýða má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Seðlabankinn greiddi málskostnað Más gegn bankanum "Í ljósi þessa var sú ákvörðun tekin að bankinn stæði straum af öllum kostnaði vegna málsins.“ 7. mars 2014 17:50 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Seðlabankinn greiddi málskostnað Más gegn bankanum "Í ljósi þessa var sú ákvörðun tekin að bankinn stæði straum af öllum kostnaði vegna málsins.“ 7. mars 2014 17:50
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent