„Ekki á að blanda saman Ólympíuleikum og pólitík“ Birta Björnsdóttir skrifar 29. janúar 2014 20:00 Vetrarólympíuleikarnir eru á næsta leyti og hefur umræðan að miklu leyti snúist um ummæli ráðamanna í Rússlandi um samkynheigða. Ráðamenn einhverra þjóða hafa ákveðið að boða forföll á Ólympíuleikana til að mótmæla mannréttindabrotum gegn samkynhneigðum, meðal annarra, forseti Þýskalands. Eins og fram hefur komið huggst Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, mæta á leikana. „Ég er þeirrar skoðunar að ekki eigi að blanda saman pólitík og viðburðum á borð við Ólympíuleikana," segir Illugi. "Stefna rússneskra stjórnvalda er afskaplega ógeðfeld að mínu mati," bætir Illugi. Aðspurður um hvort hann ætli að senda rússneskum yfirvöldum einhverja yfirlýsingu um skoðanir ráðamanna hér heima um brot á mannréttindum samkynheigðra sagði Illugi; „Ég er viss um að þeir sem starfa fyrir Rússland hér á landi viti hver afstaða okkar er." Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, fer með íslensku keppendunum til Rússlands. Hún er samkynhneigð en segist ekki óttast fyrirhugað ferðalag til Rússlands. „Ég óttast ekki að íþróttafólkið okkar, ég eða aðrir, verði fyrir áreitni," segir Líney. Hún segist líta svo á að þegar ráðamenn þjóða mæti á Ólympíuleika séu þeir umfram allt að votta íþróttafólki virðingu sína. Líney segist jafnframt vonast til þess að nú fari kastljósið að beinast að þeim glæsilegu íþróttamönnum sem séu að fara að keppa fyrir hönd lands og þjóðar. Umfjöllunina má sjá í heild sinni á meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Vetrarólympíuleikarnir eru á næsta leyti og hefur umræðan að miklu leyti snúist um ummæli ráðamanna í Rússlandi um samkynheigða. Ráðamenn einhverra þjóða hafa ákveðið að boða forföll á Ólympíuleikana til að mótmæla mannréttindabrotum gegn samkynhneigðum, meðal annarra, forseti Þýskalands. Eins og fram hefur komið huggst Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, mæta á leikana. „Ég er þeirrar skoðunar að ekki eigi að blanda saman pólitík og viðburðum á borð við Ólympíuleikana," segir Illugi. "Stefna rússneskra stjórnvalda er afskaplega ógeðfeld að mínu mati," bætir Illugi. Aðspurður um hvort hann ætli að senda rússneskum yfirvöldum einhverja yfirlýsingu um skoðanir ráðamanna hér heima um brot á mannréttindum samkynheigðra sagði Illugi; „Ég er viss um að þeir sem starfa fyrir Rússland hér á landi viti hver afstaða okkar er." Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, fer með íslensku keppendunum til Rússlands. Hún er samkynhneigð en segist ekki óttast fyrirhugað ferðalag til Rússlands. „Ég óttast ekki að íþróttafólkið okkar, ég eða aðrir, verði fyrir áreitni," segir Líney. Hún segist líta svo á að þegar ráðamenn þjóða mæti á Ólympíuleika séu þeir umfram allt að votta íþróttafólki virðingu sína. Líney segist jafnframt vonast til þess að nú fari kastljósið að beinast að þeim glæsilegu íþróttamönnum sem séu að fara að keppa fyrir hönd lands og þjóðar. Umfjöllunina má sjá í heild sinni á meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira