Keflavík var hársbreidd frá Íslandsmeistaratitlinum þetta sumarið og vann sannfærandi 4-2 sigur á KR þegar liðin mættust á Sparisjóðsvellinum í Keflavík þann 8. júní 2008.
Guðmundur Steinarsson skoraði tvö marka Keflavíkur og Hörður Sveinsson og Símun Samuelsen eitt hvort. Björgólfur Takefusa skoraði bæði mörk KR í leiknum.
Keflavík og KR áttust við í Pepsi-deildinni á sunnudagskvöld og þá unnu KR-ingar 1-0 sigur með marki Óskars Arnar Haukssonar undir lok leiksins.
Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.