Listakonur spretta úr spori Friðrika Benónýsdóttir skrifar 18. október 2014 12:30 Aksjónistar: Jóhanna V. Þórhallsdóttir, Halla Margrét Jóhannesdóttir, Jónína Leósdóttir og Ólöf Ingólfsdóttir skemmta gestum í Anarkíu í dag. „Við Ólöf höfum þekkst lengi og unnið saman, enda báðar fjöllistakonur og við fengum hinar tvær með okkur í að búa til þessa dagskrá,“ segir Jóhanna V. Þórhallsdóttir söngkona, ein fjögurra kvenna sem bjóða til skemmtunar í Anarkíu í Kópavogi í dag. Hinar eru Halla Margrét Jóhannesdóttir, Jónína Leósdóttir og Ólöf Ingólfsdóttir. Allar hafa þær stöllur nýverið gefið út bækur eða geisladiska og munu lesa og syngja brot af efni þeirra. „Þetta er frumraun okkar saman, en vonandi gengur þetta vel og við höldum ótrauðar áfram,“ segir Jóhanna. Allar eru þær á besta aldri og Jóhanna segir þær vera eldri aksjónista í listinni. „Fólk er bara að finna hvað það er gaman að vera á þessum aldri og engin ástæða til að draga sig í hlé,“ segir hún. „Enda erum við ekki þannig týpur að við læðumst með veggjum. Við viljum miklu frekar spretta úr spori.“ Halla Margrét á útgáfufyrirtækið Nikku sem gaf nýverið út ljóðabók hennar, 48, og bók Ólafar, Dagar og nætur í Buenos Aires. Forlagið gaf út bók Jónínu, Bara ef… og útgáfufyrirtækið Valgardi gaf út geisladisk Jóhönnu, Söngvar á alvörutímum. Þær stöllur verða í Anarkíu, Hamraborg 3, í dag klukkan 16 og lesa og syngja, en léttar veitingar verða á boðstólunum. Í Anarkíu er einnig sýning á verkum Helgu Ástvaldsdóttur og Jónasar Braga Jónassonar. Ókeypis er inn, bæði á sýninguna og kynninguna. Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Við Ólöf höfum þekkst lengi og unnið saman, enda báðar fjöllistakonur og við fengum hinar tvær með okkur í að búa til þessa dagskrá,“ segir Jóhanna V. Þórhallsdóttir söngkona, ein fjögurra kvenna sem bjóða til skemmtunar í Anarkíu í Kópavogi í dag. Hinar eru Halla Margrét Jóhannesdóttir, Jónína Leósdóttir og Ólöf Ingólfsdóttir. Allar hafa þær stöllur nýverið gefið út bækur eða geisladiska og munu lesa og syngja brot af efni þeirra. „Þetta er frumraun okkar saman, en vonandi gengur þetta vel og við höldum ótrauðar áfram,“ segir Jóhanna. Allar eru þær á besta aldri og Jóhanna segir þær vera eldri aksjónista í listinni. „Fólk er bara að finna hvað það er gaman að vera á þessum aldri og engin ástæða til að draga sig í hlé,“ segir hún. „Enda erum við ekki þannig týpur að við læðumst með veggjum. Við viljum miklu frekar spretta úr spori.“ Halla Margrét á útgáfufyrirtækið Nikku sem gaf nýverið út ljóðabók hennar, 48, og bók Ólafar, Dagar og nætur í Buenos Aires. Forlagið gaf út bók Jónínu, Bara ef… og útgáfufyrirtækið Valgardi gaf út geisladisk Jóhönnu, Söngvar á alvörutímum. Þær stöllur verða í Anarkíu, Hamraborg 3, í dag klukkan 16 og lesa og syngja, en léttar veitingar verða á boðstólunum. Í Anarkíu er einnig sýning á verkum Helgu Ástvaldsdóttur og Jónasar Braga Jónassonar. Ókeypis er inn, bæði á sýninguna og kynninguna.
Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira