Manstu eftir þessari ótrúlegu endurkomu FH-inga? | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. maí 2014 13:15 Fyrstu umferð Pepsi-deildar karla lýkur í kvöld með leik FH og Breiðabliks í Kaplakrika en leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikir liðanna hafa oft verið mjög skemmtilegir í gegnum árin en einn sá allra besti fór fram á Kópavogsvelli fyrir fimm árum þegar FH vann Breiðablik, 3-2, í mögnuðum fótboltaleik. Bæði lið voru stútfull af verðandi atvinnu- og landsliðsmönnum. Tíu af þeim 22 leikmönnum sem byrjuðu leikinn áttu eftir að fara í atvinnumennsku og einn þeirra, Tryggvi Guðmundsson, var fyrir nokkrum árum kominn heim eftir farsælan feril í atvinnumennsku. Breiðablik komst í 2-0 með mörkum Guðmundar Kristjánssonar (nú í Start) og Alfreðs Finnbogasonar, núverandi leikmanns Heerenveen og markakóngs hollensku úrvalsdeildarinnar. Alfreð gat gert út um leikinn á 72. mínútu þegar hann slapp einn í gegn en Daði Lárusson varði frá honum við litla hrifningu Ólafs Kristjánssonar, þjálfara Breiðabliks. Þetta klúður reyndist dýrt því skömmu síðar minnkaði FH muninn í 2-1 með marki Matthíasar Vilhjálmssonar eftir fyrirgjöf Hjartar Loga Valgarðssonar. Báðir leika sem atvinnumenn í Noregi í dag. Matthías með Start og Hjörtur með Sogndal. Fjórum mínútum síðar varð Guðmann Þórisson, núverandi leikmaður Mjällby í Svíþjóð, fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og jafna metin en Guðmann lék einmitt með FH síðasta sumar og stóð sig frábærlega. Dramatíkinni var ekki lokið því á fjórðu mínútu í uppbótartíma skoraði Norðmaðurinn Alexander Söderlund sigurmarkið eftir aðra fyrirgjöf Hjartar Loga. Söderlund afgreiddi boltann með fallegu skotin í slána og inn en hann gerði ekki mikið meira þetta sumarið. Söderlund átti eftir að gera það gott með Haugasundi og komast í norska landsliðið en hann er nú framherji Rosenborgar, stærsta félags Noregs. Í spilaranum hér að ofan má sjá það helsta úr þessum skemmtilega leik en það er Arnar Björsson sem lýsir. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsimörkin í læstri dagskrá | Styttri útgáfa í opinni daginn eftir Pepsimörkin, markaþáttur Pepsi-deildar karla í knattspyrnu, verður í læstri dagskrá á Stöð 2 Sport í sumar en boðið verður upp á styttri útgáfu á Stöð 2 og Vísi í opinni dagskrá, daginn eftir frumsýningu. 5. maí 2014 12:30 Blikar ekki unnið í Krikanum í efstu deild í 19 ár FH og Breiðablik mætast í kvöld í stórleik í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Leikurinn var færður af Kópavogsvelli og yfir í Krikann en þar hefur Blikum ekkert gengið undanfarin ár. 5. maí 2014 12:00 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Fyrstu umferð Pepsi-deildar karla lýkur í kvöld með leik FH og Breiðabliks í Kaplakrika en leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikir liðanna hafa oft verið mjög skemmtilegir í gegnum árin en einn sá allra besti fór fram á Kópavogsvelli fyrir fimm árum þegar FH vann Breiðablik, 3-2, í mögnuðum fótboltaleik. Bæði lið voru stútfull af verðandi atvinnu- og landsliðsmönnum. Tíu af þeim 22 leikmönnum sem byrjuðu leikinn áttu eftir að fara í atvinnumennsku og einn þeirra, Tryggvi Guðmundsson, var fyrir nokkrum árum kominn heim eftir farsælan feril í atvinnumennsku. Breiðablik komst í 2-0 með mörkum Guðmundar Kristjánssonar (nú í Start) og Alfreðs Finnbogasonar, núverandi leikmanns Heerenveen og markakóngs hollensku úrvalsdeildarinnar. Alfreð gat gert út um leikinn á 72. mínútu þegar hann slapp einn í gegn en Daði Lárusson varði frá honum við litla hrifningu Ólafs Kristjánssonar, þjálfara Breiðabliks. Þetta klúður reyndist dýrt því skömmu síðar minnkaði FH muninn í 2-1 með marki Matthíasar Vilhjálmssonar eftir fyrirgjöf Hjartar Loga Valgarðssonar. Báðir leika sem atvinnumenn í Noregi í dag. Matthías með Start og Hjörtur með Sogndal. Fjórum mínútum síðar varð Guðmann Þórisson, núverandi leikmaður Mjällby í Svíþjóð, fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og jafna metin en Guðmann lék einmitt með FH síðasta sumar og stóð sig frábærlega. Dramatíkinni var ekki lokið því á fjórðu mínútu í uppbótartíma skoraði Norðmaðurinn Alexander Söderlund sigurmarkið eftir aðra fyrirgjöf Hjartar Loga. Söderlund afgreiddi boltann með fallegu skotin í slána og inn en hann gerði ekki mikið meira þetta sumarið. Söderlund átti eftir að gera það gott með Haugasundi og komast í norska landsliðið en hann er nú framherji Rosenborgar, stærsta félags Noregs. Í spilaranum hér að ofan má sjá það helsta úr þessum skemmtilega leik en það er Arnar Björsson sem lýsir.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsimörkin í læstri dagskrá | Styttri útgáfa í opinni daginn eftir Pepsimörkin, markaþáttur Pepsi-deildar karla í knattspyrnu, verður í læstri dagskrá á Stöð 2 Sport í sumar en boðið verður upp á styttri útgáfu á Stöð 2 og Vísi í opinni dagskrá, daginn eftir frumsýningu. 5. maí 2014 12:30 Blikar ekki unnið í Krikanum í efstu deild í 19 ár FH og Breiðablik mætast í kvöld í stórleik í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Leikurinn var færður af Kópavogsvelli og yfir í Krikann en þar hefur Blikum ekkert gengið undanfarin ár. 5. maí 2014 12:00 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Pepsimörkin í læstri dagskrá | Styttri útgáfa í opinni daginn eftir Pepsimörkin, markaþáttur Pepsi-deildar karla í knattspyrnu, verður í læstri dagskrá á Stöð 2 Sport í sumar en boðið verður upp á styttri útgáfu á Stöð 2 og Vísi í opinni dagskrá, daginn eftir frumsýningu. 5. maí 2014 12:30
Blikar ekki unnið í Krikanum í efstu deild í 19 ár FH og Breiðablik mætast í kvöld í stórleik í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Leikurinn var færður af Kópavogsvelli og yfir í Krikann en þar hefur Blikum ekkert gengið undanfarin ár. 5. maí 2014 12:00