Bósi borubrattur eftir björgunaraðgerð Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2014 20:00 Kattarvinir tóku fljótt við sér þegar neyðarkall barst frá eigendum Bósa, tæplega hálfs árs högna, sem brotnaði illa þegar keyrt var á hann seinnipartinn í gær. Á um tíu klukkustundum tókst að safna fyrir aðgerð á Bósa sem fram fór í dag. Það er sagt kettir eigi sér níu líf og það sannast á Bósa en það var keyrt á hann í gær og hann brotnaði mjög illa. Aðgerð sem gera þurfti á honum kostar um 200 þúsund krónur sem ekki voru til á heimilinu. Heimilisfarðinn brá á það ráð að stofna Facebook síðu og það tókst á um tíu tímum að safna rúmlega fyrir aðgerðinni. Hann segir að mikinn kipp hafa orðið þegar Vísir greindi frá málinu og afgangurinn renni í slysasjóð fyrir aðra ketti. Komið var Bósa illa slasaðan á Dýraspítalann í Víðidal í gær og þá gerð á honum bráðabirgðaaðgerð en ekki var vitað hver átti hann eða hvar hann átti heima. Það voru börn í Laugarneshverfinu sem gengu hús úr húsi og fundu út að systkinin Símon, Móeiður og Ólafur Símonarbörn eiga Bósa. „Og við öll vorum ótrúlega sorgmædd þegar þetta gerðist og þegar við fréttum þetta í gær,“ sagði Móeiður 8 ára sem talaði fyrir hönd systkina sinna í heimsókn á Dýraspítalann í dag. Augljóslega mjög fegin að Bósi kom heill út úr aðgerðinni. „Við ætlum að passa hann mjög vel þegar hann kemur heim og láta hann ekki aftur fara í svona slys,“ segir Móeiður. Reynt verði að kenna Bósa umferðarreglunnar og þau systkynin séu að reyna að ala Bósa upp, sem vilji t.d. helst sofa á koddanum hjá Símoni bróður hennar en ekki í sínu fleti. „Ég veit ekki af hverju,“ segir hún. Katrín Harðardóttir dýralæknir segir aðgerðina á Bósa hafa gengið mjög vel. „Hann var mjög illa brotinn. Það vantaði hreinlega stóran hluta af lærbeininu. Þess vegna þurftum við að setja sérstaka plötu og pinna í fótin. En þetta er ungur köttur, um fimm mánaða, og þetta mun gróa eins og skot, kannski á fjórum til sex vikum. En hann byrja að labba strax,“ segir hún. Katrín segir dýr bregðast misjafnlega við þegar þau slasast. Mörg þeirra verði reið yfir sársaukanum og skilji ekki alltaf að það sé verið að hjálpa þeim. En Bósi hafi verið yndislegur. „Hann var alla vega mjög þakklátur og því líkt glaður að komast í hús og fá aðhlynningu,“ segir Katrín og Bósi tók undir með góðlátlegu mjálmi í faðmi bjargvættarins. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Kattarvinir tóku fljótt við sér þegar neyðarkall barst frá eigendum Bósa, tæplega hálfs árs högna, sem brotnaði illa þegar keyrt var á hann seinnipartinn í gær. Á um tíu klukkustundum tókst að safna fyrir aðgerð á Bósa sem fram fór í dag. Það er sagt kettir eigi sér níu líf og það sannast á Bósa en það var keyrt á hann í gær og hann brotnaði mjög illa. Aðgerð sem gera þurfti á honum kostar um 200 þúsund krónur sem ekki voru til á heimilinu. Heimilisfarðinn brá á það ráð að stofna Facebook síðu og það tókst á um tíu tímum að safna rúmlega fyrir aðgerðinni. Hann segir að mikinn kipp hafa orðið þegar Vísir greindi frá málinu og afgangurinn renni í slysasjóð fyrir aðra ketti. Komið var Bósa illa slasaðan á Dýraspítalann í Víðidal í gær og þá gerð á honum bráðabirgðaaðgerð en ekki var vitað hver átti hann eða hvar hann átti heima. Það voru börn í Laugarneshverfinu sem gengu hús úr húsi og fundu út að systkinin Símon, Móeiður og Ólafur Símonarbörn eiga Bósa. „Og við öll vorum ótrúlega sorgmædd þegar þetta gerðist og þegar við fréttum þetta í gær,“ sagði Móeiður 8 ára sem talaði fyrir hönd systkina sinna í heimsókn á Dýraspítalann í dag. Augljóslega mjög fegin að Bósi kom heill út úr aðgerðinni. „Við ætlum að passa hann mjög vel þegar hann kemur heim og láta hann ekki aftur fara í svona slys,“ segir Móeiður. Reynt verði að kenna Bósa umferðarreglunnar og þau systkynin séu að reyna að ala Bósa upp, sem vilji t.d. helst sofa á koddanum hjá Símoni bróður hennar en ekki í sínu fleti. „Ég veit ekki af hverju,“ segir hún. Katrín Harðardóttir dýralæknir segir aðgerðina á Bósa hafa gengið mjög vel. „Hann var mjög illa brotinn. Það vantaði hreinlega stóran hluta af lærbeininu. Þess vegna þurftum við að setja sérstaka plötu og pinna í fótin. En þetta er ungur köttur, um fimm mánaða, og þetta mun gróa eins og skot, kannski á fjórum til sex vikum. En hann byrja að labba strax,“ segir hún. Katrín segir dýr bregðast misjafnlega við þegar þau slasast. Mörg þeirra verði reið yfir sársaukanum og skilji ekki alltaf að það sé verið að hjálpa þeim. En Bósi hafi verið yndislegur. „Hann var alla vega mjög þakklátur og því líkt glaður að komast í hús og fá aðhlynningu,“ segir Katrín og Bósi tók undir með góðlátlegu mjálmi í faðmi bjargvættarins.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira