Innlent

Sluppu naumlega úr eldsvoða í Hraunbæ

Gissur Sigurðsson skrifar
Svo mikill hiti hafði myndast að múrhúð var farin að springa og falla niður úr loftinu. Slökkviliðið hafði í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt.
Svo mikill hiti hafði myndast að múrhúð var farin að springa og falla niður úr loftinu. Slökkviliðið hafði í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt.
Kona og fimm ára dótturdóttir hennar sluppu ómeiddar út úr brennandi íbúð á annari hæð í fjölbýlishúsi við Hraunbæ á þriðja tímanum í nótt, en þær og tveir aðrir íbúar í stigaganginum voru flutt á slysadeild vegna gruns um reikeitrun.

Engum þeirra varð þó alvarlega meint af reyknum. Konan og stúlkan voru sofandi þegar eldurinn kviknaði út frá kerti í holi íbúðarinnar og var það íbúi í annari íbúð, sem náði að vekja þær í tæka tíð.

Þá var orðinn mjög mikill reykur í íbúðinni og svo mikill hiti hafði myndast að múrhúð var farin að springa og falla niður úr loftinu. Íbúðir á hæðinni og þar fyrir neðan voru rýmdar, en fólk á efri hæð hélt kyrru fyrir í íbúðum sínum og þétti dyraumbúnað og lokaði gluggum. Strætisvagn var sendur á vettvang til athvarfs fyrir íbúana sem forðuðu sér, og starfsfólk Rauðakrossins var því til aðstoðar.

Slökkvistarf gekk vel , en reykræsta þurfti allar íbúðirnar í stigaganginum og sumir íbúanna kusu að gista annarsstaðar vegna reykjarlyktar í hýbýlum þeirra. Slökkviliðið hafði í nægu að snúast í nótt og í gærkvöldi en Þetta var þriðja útkall liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×