Byrjaði sem vinnustofupartí Friðrika Benónýsdóttir skrifar 12. desember 2014 13:30 Sigurbjörn Jónsson: „Þetta eru hálfabstrakt verk en með andlitum í, það hef ég ekki gert áður.“ Vísir/GVA „Þetta er orðinn árlegur viðburður og ég er eiginlega búinn að týna tölunni á árunum, ætli þau séu ekki orðin sautján,“ segir Sigurbjörn Jónsson myndlistarmaður sem á morgun opnar vinnustofusýningu á verkum sínum í Stangarhyl 1a. „Ég sýni verk sem ég hef verið að mála síðustu mánuðina og opna pleisið fyrir gestum og gangandi.“ Vinnustofa Sigurbjörns er á heimili hans en hann segir að fjöldi gesta valdi ekki vandræðum. „Það koma yfirleitt svona tvö til þrjú hundruð manns, getur orðið svolítið þröngt en það bjargast nú alltaf. Þetta byrjaði bara óvart og átti að vera lítið jólapartí á vinnustofunni en það komu svo margir og var svo gaman að þetta festist í sessi.“ Spurður hvort verkin sem hann sýnir nú séu að einhverju leyti frábrugðin því sem hann hefur áður sýnt segir Sigurbjörn svo vera. „Þetta eru hálfabstrakt verk en með andlitum í, það hef ég ekki gert áður. En svo eru líka öðruvísi verk.“ Hann vill ekki ræða það frekar, verkin tala fyrir sig sjálf, segir hann, og við snúum okkur að því að ræða um opnun sýningarinnar sem stendur frá klukkan 17 til 20 á morgun. Þar verður að venju boðið upp á djassmúsík en skipulag þess hluta er í höndum Ómars Einarssonar gítarleikara. „Hann kemur alltaf með einhverja spilara með sér og spilar við opnunina,“ útskýrir Sigurbjörn. „Ég veit ekki betur en að í þetta sinn verði Haukur Gröndal með honum, en það er alveg í höndum Ómars, ég hef aldrei skipt mér neitt af því.“Sýningin er, eins og áður sagði, í vinnustofu Sigurbjörns í Stangarhyl 1a og hún verður opin milli klukkan 17 og 19 alla daga til 18. desember. Menning Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Þetta er orðinn árlegur viðburður og ég er eiginlega búinn að týna tölunni á árunum, ætli þau séu ekki orðin sautján,“ segir Sigurbjörn Jónsson myndlistarmaður sem á morgun opnar vinnustofusýningu á verkum sínum í Stangarhyl 1a. „Ég sýni verk sem ég hef verið að mála síðustu mánuðina og opna pleisið fyrir gestum og gangandi.“ Vinnustofa Sigurbjörns er á heimili hans en hann segir að fjöldi gesta valdi ekki vandræðum. „Það koma yfirleitt svona tvö til þrjú hundruð manns, getur orðið svolítið þröngt en það bjargast nú alltaf. Þetta byrjaði bara óvart og átti að vera lítið jólapartí á vinnustofunni en það komu svo margir og var svo gaman að þetta festist í sessi.“ Spurður hvort verkin sem hann sýnir nú séu að einhverju leyti frábrugðin því sem hann hefur áður sýnt segir Sigurbjörn svo vera. „Þetta eru hálfabstrakt verk en með andlitum í, það hef ég ekki gert áður. En svo eru líka öðruvísi verk.“ Hann vill ekki ræða það frekar, verkin tala fyrir sig sjálf, segir hann, og við snúum okkur að því að ræða um opnun sýningarinnar sem stendur frá klukkan 17 til 20 á morgun. Þar verður að venju boðið upp á djassmúsík en skipulag þess hluta er í höndum Ómars Einarssonar gítarleikara. „Hann kemur alltaf með einhverja spilara með sér og spilar við opnunina,“ útskýrir Sigurbjörn. „Ég veit ekki betur en að í þetta sinn verði Haukur Gröndal með honum, en það er alveg í höndum Ómars, ég hef aldrei skipt mér neitt af því.“Sýningin er, eins og áður sagði, í vinnustofu Sigurbjörns í Stangarhyl 1a og hún verður opin milli klukkan 17 og 19 alla daga til 18. desember.
Menning Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“