Getum ekki hætt með Augastein Friðrika Benónýsdóttir skrifar 12. desember 2014 14:30 Ævintýrið um Augastein Felix hefur leikið í sýningunni síðan 2002 með tveggja ára hléi. Vísir/GVA „Ég var í rauninni alveg hættur að leika í sýningunni en nú fékk ég tækifæri til að rifja upp kynnin við Stein gamla á nýjan leik,“ segir Felix Bergsson sem á sunnudaginn stígur á svið í verki sínu Ævintýrinu um Augastein í Tjarnarbíói. „Ég er búinn að leika eina sýningu núna á aðventunni og það var bara mjög gaman.“ Ævintýrið um Augastein var upphaflega samið á ensku og frumsýnt í Drill Hall leikhúsinu í London 2002, en ári síðar var verkið frumflutt í íslenskri útgáfu í Tjarnarbíói. Þá kom ævintýrið einnig út á bók, sem notið hefur mikilla vinsælda æ síðan. Fyrir tveimur árum rétti Felix Bergsson keflið til Orra Hugins Ágústssonar, en Felix hafði þá leikið sýninguna fyrir tíu jól. Orri lék 2012 og 2013, en nú er Orri svo upptekinn við að leika í Línu Langsokk í Borgarleikhúsinu að Felix þarf að hlaupa undir bagga, var hann ekkert farinn að ryðga í rullunni? „Tja, svolítið, en það var fljótt að koma til baka.“ Og þú ert ekkert orðinn leiður á þessu verki eftir öll þessi ár? „Alls ekki, við höldum áfram mörg ár í viðbót,“ segir Felix. „Ég hitti í flugi um daginn flugfreyju sem var að koma á sýninguna með börnin sín ellefta árið í röð og þá þyrmdi yfir mig að við getum aldrei hætt þessu. Það er óskaplega gleðilegt að fólk sé farið að líta á ferð á Ævintýrið um Augastein sem ómissandi hluta af jólaundirbúningum.“ Felix stígur á svið í Tjarnarbíói á sunnudaginn, 13. desember, klukkan 14 og það verður síðasta sýningin fyrri þessi jól. Menning Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég var í rauninni alveg hættur að leika í sýningunni en nú fékk ég tækifæri til að rifja upp kynnin við Stein gamla á nýjan leik,“ segir Felix Bergsson sem á sunnudaginn stígur á svið í verki sínu Ævintýrinu um Augastein í Tjarnarbíói. „Ég er búinn að leika eina sýningu núna á aðventunni og það var bara mjög gaman.“ Ævintýrið um Augastein var upphaflega samið á ensku og frumsýnt í Drill Hall leikhúsinu í London 2002, en ári síðar var verkið frumflutt í íslenskri útgáfu í Tjarnarbíói. Þá kom ævintýrið einnig út á bók, sem notið hefur mikilla vinsælda æ síðan. Fyrir tveimur árum rétti Felix Bergsson keflið til Orra Hugins Ágústssonar, en Felix hafði þá leikið sýninguna fyrir tíu jól. Orri lék 2012 og 2013, en nú er Orri svo upptekinn við að leika í Línu Langsokk í Borgarleikhúsinu að Felix þarf að hlaupa undir bagga, var hann ekkert farinn að ryðga í rullunni? „Tja, svolítið, en það var fljótt að koma til baka.“ Og þú ert ekkert orðinn leiður á þessu verki eftir öll þessi ár? „Alls ekki, við höldum áfram mörg ár í viðbót,“ segir Felix. „Ég hitti í flugi um daginn flugfreyju sem var að koma á sýninguna með börnin sín ellefta árið í röð og þá þyrmdi yfir mig að við getum aldrei hætt þessu. Það er óskaplega gleðilegt að fólk sé farið að líta á ferð á Ævintýrið um Augastein sem ómissandi hluta af jólaundirbúningum.“ Felix stígur á svið í Tjarnarbíói á sunnudaginn, 13. desember, klukkan 14 og það verður síðasta sýningin fyrri þessi jól.
Menning Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira