Innlent

Fyrstu 24 klukkustundirnar í lífi ungbarna eru þær hættulegustu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Um 100 þúsund konur fara í gegnum fæðingu á hverjum degi án aðkomu heilbrigðisstarfsmanns, það gera um 40 milljónir kvenna á ári.
Um 100 þúsund konur fara í gegnum fæðingu á hverjum degi án aðkomu heilbrigðisstarfsmanns, það gera um 40 milljónir kvenna á ári. MYND/GETTY
Fyrstu 24 klukkustundirnar í lífi ungbarna eru þær hættulegustu. Á hverju ári deyr meira en ein milljón barna innan sólarhrings frá fæðingu samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla. Auk þess deyja 1,2 milljónir barna i fæðingu. Flest þeirra deyja vegna þess að hjartað hættir að slá þegar erfiðleikar koma upp í fæðinga eða vegna sýkinga og ofreynslu.

Um 100 þúsund konur fara í gegnum fæðingu á hverjum degi án aðkomu heilbrigðisstarfsmanns, það gera um 40 milljónir kvenna á ári. Fækka mætti dauðföllum fyrsta sólarhringum ef þjálfað heilbrigðisstarfsfólk væri viðstatt.

Ef móður og barni væri útvegaður stuðningur þjálfaðrar ljósmóður án endurgjalds mætti koma í veg fyrir helming dauðsfalla barna á fyrsta sólarhringnum að því er fram kemur í skýrslunni.

Flest dauðsföllin orsakast vegna fyrirburafæðinga og erfiðleika í fæðingu. Til dæmis þegar fæðing dregst á langinn eða þegar meðgöngueitrun og sýking á sér stað.

Barnaheill hafa skorað á leiðtoga heimsins að gera árið 2014 að ári breytinga í þessum efnum og hana útbúið áætlun í fimm liðum. Þau hvetja til þess að tryggt verði að ekkert barn fæðist án viðunandi heilbrigðisþjónustu og að hún verði án endurgjalds. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×