Undirbúa gerð laga um stöðu steramála Þorgils Jónsson skrifar 12. febrúar 2014 12:00 Á síðustu tveimur árum hefur aukist stórlega það steramagn sem tollgæslan hefur lagt hald á. Mynd/tollurinn Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu hefur innflutningur á sterum hingað til lands aukist stórlega síðustu tvö ár. Refsingar eru þó afar vægar. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Fréttablaðið að þar á bæ hafi mál tengd sterum ekki verið í forgangi hjá þeim. „Forgangsatriðin markast annars vegar af því sem við teljum vera alvarlegustu brotin og hins vegar út frá refsiþyngdinni. Það eru ekki þungar refsingar í þessum steramálum þannig að við höfum fyrst og fremst tekið þau tilvik sem tengjast fíkniefnamálum.“ Refsiramminn í málum sem tengjast sterum felur ekki í sér fangelsisvist heldur fjársektir enda falla steraefni ekki undir ávana- og fíkniefni hér á landi. Ýmsir hafa þó þrýst á um að lögum eða reglum verði breytt til að þyngja refsingar. Til dæmis segir Skúli Skúlason, formaður lyfjanefndar ÍSÍ, að refsingar hér á landi hafi lítinn sem engan fælingarmátt. „Það er bara einhver smá sekt og slegið á puttana fyrir utan að það er enginn hvati fyrir lögregluna til að sækja þessi mál. Aukinn refsirammi ætti að geta haft einhvern fælingarmátt, sérstaklega gagnvart minni aðilum sem hefðu hugsað sér að flytja inn stera til að drýgja tekjurnar. Þeir myndu þá kannski hugsa sig betur um.“ Einar Magnússon, lyfjamálastjóri hjá velferðarráðuneytinu, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi mál séu til skoðunar en engin ákvörðun hafi verið tekin. Spurður hvort eitthvað mæli gegn því að sterar séu á listanum yfir ávana- og fíkniefni segir Einar að í raun séu skiptar skoðanir um málið og bendir meðal annars á að sterar eru ekki flokkaðir sem ávana- og fíkniefni hjá fíkniefnanefnd Sameinuðu þjóðanna. „Sumar þjóðir taka þá samt með, til dæmis Bretar sem víkka skilgreininguna út í eftirlitsskyld efni. Svo eru til vísindagreinar sem sýna fram á ávana og fíkn í stera. Þannig að sumir eru þeirrar skoðunar að sterar gætu fallið undir svokölluð skyld efni í lögum um ávana- og fíkniefni, en um það eru menn ekki sammála, að minnsta kosti ekki frá lögfræðilegu sjónarmiði.“ Einar segir mikilvægt að skýra málið og að því hafi verið unnið innan ráðuneytisins. „Til að taka af vafa í þessum málum teljum við rétt að tryggja málið í lögum frekar en að bæta sterum inn á bannlistann í reglugerð.“ Hann bendir á að lagabreytingar séu mun þyngra ferli en reglugerðarbreytingar, og mikilvægt sé, í ljósi þess að um sé að ræða refsimál, að vanda til verka. Aðspurður segir Einar að í ljósi þeirra mála sem liggja fyrir á þessu þingi sé ljóst að frumvarp muni ekki koma til umræðu fyrr en í fyrsta lagi á næsta þingi. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu hefur innflutningur á sterum hingað til lands aukist stórlega síðustu tvö ár. Refsingar eru þó afar vægar. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Fréttablaðið að þar á bæ hafi mál tengd sterum ekki verið í forgangi hjá þeim. „Forgangsatriðin markast annars vegar af því sem við teljum vera alvarlegustu brotin og hins vegar út frá refsiþyngdinni. Það eru ekki þungar refsingar í þessum steramálum þannig að við höfum fyrst og fremst tekið þau tilvik sem tengjast fíkniefnamálum.“ Refsiramminn í málum sem tengjast sterum felur ekki í sér fangelsisvist heldur fjársektir enda falla steraefni ekki undir ávana- og fíkniefni hér á landi. Ýmsir hafa þó þrýst á um að lögum eða reglum verði breytt til að þyngja refsingar. Til dæmis segir Skúli Skúlason, formaður lyfjanefndar ÍSÍ, að refsingar hér á landi hafi lítinn sem engan fælingarmátt. „Það er bara einhver smá sekt og slegið á puttana fyrir utan að það er enginn hvati fyrir lögregluna til að sækja þessi mál. Aukinn refsirammi ætti að geta haft einhvern fælingarmátt, sérstaklega gagnvart minni aðilum sem hefðu hugsað sér að flytja inn stera til að drýgja tekjurnar. Þeir myndu þá kannski hugsa sig betur um.“ Einar Magnússon, lyfjamálastjóri hjá velferðarráðuneytinu, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi mál séu til skoðunar en engin ákvörðun hafi verið tekin. Spurður hvort eitthvað mæli gegn því að sterar séu á listanum yfir ávana- og fíkniefni segir Einar að í raun séu skiptar skoðanir um málið og bendir meðal annars á að sterar eru ekki flokkaðir sem ávana- og fíkniefni hjá fíkniefnanefnd Sameinuðu þjóðanna. „Sumar þjóðir taka þá samt með, til dæmis Bretar sem víkka skilgreininguna út í eftirlitsskyld efni. Svo eru til vísindagreinar sem sýna fram á ávana og fíkn í stera. Þannig að sumir eru þeirrar skoðunar að sterar gætu fallið undir svokölluð skyld efni í lögum um ávana- og fíkniefni, en um það eru menn ekki sammála, að minnsta kosti ekki frá lögfræðilegu sjónarmiði.“ Einar segir mikilvægt að skýra málið og að því hafi verið unnið innan ráðuneytisins. „Til að taka af vafa í þessum málum teljum við rétt að tryggja málið í lögum frekar en að bæta sterum inn á bannlistann í reglugerð.“ Hann bendir á að lagabreytingar séu mun þyngra ferli en reglugerðarbreytingar, og mikilvægt sé, í ljósi þess að um sé að ræða refsimál, að vanda til verka. Aðspurður segir Einar að í ljósi þeirra mála sem liggja fyrir á þessu þingi sé ljóst að frumvarp muni ekki koma til umræðu fyrr en í fyrsta lagi á næsta þingi.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira