Kostnaðarþátttaka sjúklinga eykst stöðugt Jakob Bjarnar skrifar 12. febrúar 2014 16:01 Ögmundur og Kristján Þór ræddu aukna kostnaðarþátttöku sjúklinga á þingi nú rétt í þessu. Ögmundur Jónasson benti á að þróunin í þátttöku sjúklinga í kostnaði við heilbrigðisþjónustuna hefur verið mjög eindregin í sérstakri umræðu á þingi sem hófst 15:40 í dag. Til andsvara var Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Ögmundur vitnaði í tvær skýrslu sem birst hafa nýverið, skýrslu félagsvísindastofnunar og svo Krabbameinsfélags Íslands sem sýna að kostnaðarhlutdeild sjúklinga hefur farið vaxandi á undanförnum árum. 20 prósent við rekstur heilbrigðiskerfisins kom úr vasa sjúklinga. Ögmundur hefur áður gert þetta að umfjöllunarefni. Hlutfallið hefur hækkað jafnt og þétt um nokkuð langt skeið. Þetta mun ráða sjúkdómsmeðferð ef ekki verður snúið af þessari óheillabraut, sagði Ögmundur meðal annars og vitnaði í Ingimar Einarsson skýrsluhöfund og skýrslu Krabbameinsfélagsins. Þá rakti Ögmundur það að þetta kostnaðarhlutfall hafi tvöfaldast á síðustu þrjátíu árum og er miklu hærra hlutfall en í nágrannalöndunum. „Þjóð sem vill kenna sig við velferð getur ekki sætt sig við slík hlutföll,“ sagði Ögmundur og tók dæmi; hann vitnaði í viðtal sem hann sá í fjölmiðlum við hjón sem þurftu að bera sjálf 830 þúsund krónur í beinan kostnað vegna krabbameins eiginmannsins. Á einu ári. Ögmundur benti jafnframt á því að fjöldi þeirra sem fresta þess að leita til læknis vegna kostnaðar hefur fjölgað um 50 prósent frá 2006. Í skýrslu félagsvísindastofnunar kemur fram að þriðji hver Íslendingur hefur frestað því að leita til læknis á síðasta ári. Samkvæmt könnuninni er hlutfallið hæst meðal öryrkja. Helmingur þeirra hefur neitað sér um nauðsynlega þjónustu á síðasta ári. Þingmaðurinn sagði þetta ekkert nýtt, þetta væri langtímaþróun sem síðasta ríkisstjórn reyndi að vinda ofan af. Hann spurði heilbrigðisráðherra hvernig honum litist á þessa þróun og hvort hann vildi ekki reyna að sporna þar við fótum?Kristján Þór Júlíusson sagðist vissulega hafa áhyggjur af aukinni kostnaðarþátttöku íslenskra sjúklinga en taldi ljóst að til skamms tíma, miðað við þann niðurskurð sem ríkissjóður hefur mátt mæta, að varla verði ætlast til þess að meiri þjónusta verði veitt. Vandinn sé fjármögnunarvandi sem ekki verður leystur nema með framlögum úr ríkissjóði eða með notenda- eða þjónustugjöldum. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Ögmundur Jónasson benti á að þróunin í þátttöku sjúklinga í kostnaði við heilbrigðisþjónustuna hefur verið mjög eindregin í sérstakri umræðu á þingi sem hófst 15:40 í dag. Til andsvara var Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Ögmundur vitnaði í tvær skýrslu sem birst hafa nýverið, skýrslu félagsvísindastofnunar og svo Krabbameinsfélags Íslands sem sýna að kostnaðarhlutdeild sjúklinga hefur farið vaxandi á undanförnum árum. 20 prósent við rekstur heilbrigðiskerfisins kom úr vasa sjúklinga. Ögmundur hefur áður gert þetta að umfjöllunarefni. Hlutfallið hefur hækkað jafnt og þétt um nokkuð langt skeið. Þetta mun ráða sjúkdómsmeðferð ef ekki verður snúið af þessari óheillabraut, sagði Ögmundur meðal annars og vitnaði í Ingimar Einarsson skýrsluhöfund og skýrslu Krabbameinsfélagsins. Þá rakti Ögmundur það að þetta kostnaðarhlutfall hafi tvöfaldast á síðustu þrjátíu árum og er miklu hærra hlutfall en í nágrannalöndunum. „Þjóð sem vill kenna sig við velferð getur ekki sætt sig við slík hlutföll,“ sagði Ögmundur og tók dæmi; hann vitnaði í viðtal sem hann sá í fjölmiðlum við hjón sem þurftu að bera sjálf 830 þúsund krónur í beinan kostnað vegna krabbameins eiginmannsins. Á einu ári. Ögmundur benti jafnframt á því að fjöldi þeirra sem fresta þess að leita til læknis vegna kostnaðar hefur fjölgað um 50 prósent frá 2006. Í skýrslu félagsvísindastofnunar kemur fram að þriðji hver Íslendingur hefur frestað því að leita til læknis á síðasta ári. Samkvæmt könnuninni er hlutfallið hæst meðal öryrkja. Helmingur þeirra hefur neitað sér um nauðsynlega þjónustu á síðasta ári. Þingmaðurinn sagði þetta ekkert nýtt, þetta væri langtímaþróun sem síðasta ríkisstjórn reyndi að vinda ofan af. Hann spurði heilbrigðisráðherra hvernig honum litist á þessa þróun og hvort hann vildi ekki reyna að sporna þar við fótum?Kristján Þór Júlíusson sagðist vissulega hafa áhyggjur af aukinni kostnaðarþátttöku íslenskra sjúklinga en taldi ljóst að til skamms tíma, miðað við þann niðurskurð sem ríkissjóður hefur mátt mæta, að varla verði ætlast til þess að meiri þjónusta verði veitt. Vandinn sé fjármögnunarvandi sem ekki verður leystur nema með framlögum úr ríkissjóði eða með notenda- eða þjónustugjöldum.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira