Vonandi mætir sólin líka Friðrika Benónýsdóttir skrifar 19. júlí 2014 10:00 Rósa leggur mikið upp úr flippuðum og skemmtilegum búningum á tónleikum og er alltaf að þróa stíl sinn. Vísir/Anton Mér finnst það mjög skemmtilegur máti til að tjá sig að klæða sig í eitthvað flippað eða skemmtilegt,“ segir Rósa Birgitta Ísfeld, söngkona Sometime sem er ein þeirra hljómsveita sem koma fram á tónleikunum Kexport Block Party í dag. „Það verður líka að vera skemmtilegt fyrir augað að vera á tónleikum. Ég er einmitt á fullu núna að púsla saman átfitti fyrir Kexport-tónleikana.“ Rósa segir þó tímann sem fari í að velja klæðnað á tónleika hafa minnkað með árunum. „Þegar ég var að byrja þá var ég oft í brjáluðu stressi vikuna fyrir tónleika að reyna að redda einhverju til að vera í, fá vini til að hjálpa mér að sauma og svona. Núna er ég komin með góðan grunn af skemmtilegum hlutum og búningum sem ég hef sankað að mér í gegnum árin svo þetta er orðið minna stress. Það má þó alls ekki nota sama búninginn of oft, þá hættir þetta að vera spennandi.“ Rósa er í sumarfríi eins og er en í haust taka við spennandi hlutir sem hana hefur lengi dreymt um að koma í framkvæmd. „Ég ætla að skella mér í flugnám,“ segir hún skælbrosandi. „Ég byrja á að læra einkaflugmanninn og svo tek ég vonandi atvinnuflugmanninn í kjölfarið. Það er gamall draumur sem ég er að láta rætast núna. Kannski verð ég í framtíðinni eins og Bruce Dickinson í Iron Maiden og flýg túrvélinni sjálf þegar ég fer á langa túra.“ Spurð hvað hafi valdið því að hana langaði að fljúga segir Rósa: „Ég er dálítill adrenalínfíkill og ég held að það sé mikið kikk að stjórna flugvél. Ég hlakka æðislega til.“ Sometime vinnur nú að sinni þriðju plötu og á tónleikunum í dag fá áheyrendur að heyra lög af henni. „Við erum nýbúin að gefa út „single“ og erum á fullu í stúdíói að vinna plötuna,“ útskýrir Rósa. Hún segist ekki vita nákvæmlega hvenær Sometime stígur á svið í dag en tónleikarnir standa frá klukkan tólf á hádegi til miðnættis og hljómsveitirnar tólf koma fram með klukkutíma millibili. „Ég held samt að við séum frekar snemma svo ég hvet áhorfendur til að vera ekkert að hangsa við að drífa sig niður í Kexport. Vonandi mætir sólin líka.“ Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Mér finnst það mjög skemmtilegur máti til að tjá sig að klæða sig í eitthvað flippað eða skemmtilegt,“ segir Rósa Birgitta Ísfeld, söngkona Sometime sem er ein þeirra hljómsveita sem koma fram á tónleikunum Kexport Block Party í dag. „Það verður líka að vera skemmtilegt fyrir augað að vera á tónleikum. Ég er einmitt á fullu núna að púsla saman átfitti fyrir Kexport-tónleikana.“ Rósa segir þó tímann sem fari í að velja klæðnað á tónleika hafa minnkað með árunum. „Þegar ég var að byrja þá var ég oft í brjáluðu stressi vikuna fyrir tónleika að reyna að redda einhverju til að vera í, fá vini til að hjálpa mér að sauma og svona. Núna er ég komin með góðan grunn af skemmtilegum hlutum og búningum sem ég hef sankað að mér í gegnum árin svo þetta er orðið minna stress. Það má þó alls ekki nota sama búninginn of oft, þá hættir þetta að vera spennandi.“ Rósa er í sumarfríi eins og er en í haust taka við spennandi hlutir sem hana hefur lengi dreymt um að koma í framkvæmd. „Ég ætla að skella mér í flugnám,“ segir hún skælbrosandi. „Ég byrja á að læra einkaflugmanninn og svo tek ég vonandi atvinnuflugmanninn í kjölfarið. Það er gamall draumur sem ég er að láta rætast núna. Kannski verð ég í framtíðinni eins og Bruce Dickinson í Iron Maiden og flýg túrvélinni sjálf þegar ég fer á langa túra.“ Spurð hvað hafi valdið því að hana langaði að fljúga segir Rósa: „Ég er dálítill adrenalínfíkill og ég held að það sé mikið kikk að stjórna flugvél. Ég hlakka æðislega til.“ Sometime vinnur nú að sinni þriðju plötu og á tónleikunum í dag fá áheyrendur að heyra lög af henni. „Við erum nýbúin að gefa út „single“ og erum á fullu í stúdíói að vinna plötuna,“ útskýrir Rósa. Hún segist ekki vita nákvæmlega hvenær Sometime stígur á svið í dag en tónleikarnir standa frá klukkan tólf á hádegi til miðnættis og hljómsveitirnar tólf koma fram með klukkutíma millibili. „Ég held samt að við séum frekar snemma svo ég hvet áhorfendur til að vera ekkert að hangsa við að drífa sig niður í Kexport. Vonandi mætir sólin líka.“
Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira