Nýr vefmiðill fer í loftið í dag Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. maí 2014 09:00 Fólkið á bak við KRÓM eru þau Erna Sigmundsdóttir, Íris Tara Ágústsdóttir, Steinunn Edda Steingrímsdóttir, Ingrid Karis, Ómar Smári Jónsson, Sigurður Óli Sigurðsson, Stína Terrazas og Edda Jóhannsdóttir. „Áherslan verður á það að vera með jákvæðan og skemmtilegan miðil þar sem flestir geta fundið efni við sitt hæfi,“ segir Erna Sigmundsdóttir, framkvæmdastjóri vefmiðilsins KRÓM, sem fer í loftið í dag. „Meðal annars komum við til með að fjalla um áhugaverða viðburði tengda viðburðasíðunni, verðum með upptökur og umfjallanir um viðburði ásamt viðtölum við flytjendur. Einnig verðum við með viðtöl við áhugavert og skemmtilegt fólk ásamt því að fjalla um hvað er nýtt í hönnun, tækni, tísku og nýsköpun og margt fleira. Við viljum vera með puttann á púlsinum,“ bætir Erna við. Hún segir að KRÓM sé lífsstílsvefmiðill og skiptist hann í þrjá hluta – tímarit sem kemur eingöngu út á netinu og er frítt, viðburðasíðu þar sem haldið er utan um allt sem er að gerast hverju sinni og vefsíðu þar sem greinum úr tímaritinu er blandað saman við blogg, viðtöl og annað efni. Þá verður lesendum boðið upp á innskráningarkerfi, sem ekki þarf að greiða sérstaklega fyrir, þar sem hægt er að safna öllu efni KRÓMs, sem hverjum og einum finnst áhugavert, saman á einn stað. „Miðillinn er einnig hugsaður fyrir fólk sem er orðið þreytt á pólitísku argaþrasi og er að leita sér að léttara efni. Við leggjum líka mikla áherslu á að KRÓM er fyrir bæði kynin og eru efnistökin eftir því,“ segir Erna.„Hugmyndin kviknaði því okkur fannst vöntun á síðu þar sem hægt væri að nálgast upplýsingar um viðburði á einum stað. Það hafa allir lent í því að missa af viðburði því þeir sem halda þá hafa ekki peninga til að auglýsa þá, eru ekki nógu sýnilegir á Facebook eða viðburðirnir fá ekki næga umfjöllun í fjölmiðlum. Við ætlum að halda utan um alla viðburði á viðburðasíðunni okkar þar sem viðburðahaldarar geta skráð þá inn sjálfir. Við leggjum mikið upp úr því að hafa síðuna vel uppfærða og hvetjum alla til að skrá viðburðina sína þar inn enda er þessi þjónusta endurgjaldslaus.“ Erna segir það ekki áhættusamt að stofna vefmiðil í dag. „Í okkar undirbúningsvinnu fengum við þær upplýsingar frá Hagstofu Íslands að 85 prósent Íslendinga fara inn á vefinn daglega, þar af fjörutíu prósent í gegnum snjalltæki. Markhópurinn er rosalega stór,“ segir Erna. „Við leggjum mikla áherslu á að vera með gagnvirka upplifun. Við bætum til dæmis myndböndum inn í greinarnar þegar það á við. Við viljum líka hvetja alla sem luma á góðum hugmyndum að senda okkur ábendingar. Við ætlum að vera í góðu sambandi við lesendur okkar. Síðan er mjög notendavæn þar sem snillingarnir hjá vefhönnunarfyrirtækinu WEDO eiga heiðurinn af hönnun og uppsetningu.“ Þá lofar Erna fersku, fyrsta hefti KRÓMs sem verður aðgengilegt á vefsíðunni www.krom.is í dag. „Við erum með viðtöl við tónlistarfólk og fjöllum um mat, vín, nýsköpun, tækni, hönnun og tísku. Þetta er miðillinn sem allir, sem vilja fylgjast með, ættu að lesa.“ Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
„Áherslan verður á það að vera með jákvæðan og skemmtilegan miðil þar sem flestir geta fundið efni við sitt hæfi,“ segir Erna Sigmundsdóttir, framkvæmdastjóri vefmiðilsins KRÓM, sem fer í loftið í dag. „Meðal annars komum við til með að fjalla um áhugaverða viðburði tengda viðburðasíðunni, verðum með upptökur og umfjallanir um viðburði ásamt viðtölum við flytjendur. Einnig verðum við með viðtöl við áhugavert og skemmtilegt fólk ásamt því að fjalla um hvað er nýtt í hönnun, tækni, tísku og nýsköpun og margt fleira. Við viljum vera með puttann á púlsinum,“ bætir Erna við. Hún segir að KRÓM sé lífsstílsvefmiðill og skiptist hann í þrjá hluta – tímarit sem kemur eingöngu út á netinu og er frítt, viðburðasíðu þar sem haldið er utan um allt sem er að gerast hverju sinni og vefsíðu þar sem greinum úr tímaritinu er blandað saman við blogg, viðtöl og annað efni. Þá verður lesendum boðið upp á innskráningarkerfi, sem ekki þarf að greiða sérstaklega fyrir, þar sem hægt er að safna öllu efni KRÓMs, sem hverjum og einum finnst áhugavert, saman á einn stað. „Miðillinn er einnig hugsaður fyrir fólk sem er orðið þreytt á pólitísku argaþrasi og er að leita sér að léttara efni. Við leggjum líka mikla áherslu á að KRÓM er fyrir bæði kynin og eru efnistökin eftir því,“ segir Erna.„Hugmyndin kviknaði því okkur fannst vöntun á síðu þar sem hægt væri að nálgast upplýsingar um viðburði á einum stað. Það hafa allir lent í því að missa af viðburði því þeir sem halda þá hafa ekki peninga til að auglýsa þá, eru ekki nógu sýnilegir á Facebook eða viðburðirnir fá ekki næga umfjöllun í fjölmiðlum. Við ætlum að halda utan um alla viðburði á viðburðasíðunni okkar þar sem viðburðahaldarar geta skráð þá inn sjálfir. Við leggjum mikið upp úr því að hafa síðuna vel uppfærða og hvetjum alla til að skrá viðburðina sína þar inn enda er þessi þjónusta endurgjaldslaus.“ Erna segir það ekki áhættusamt að stofna vefmiðil í dag. „Í okkar undirbúningsvinnu fengum við þær upplýsingar frá Hagstofu Íslands að 85 prósent Íslendinga fara inn á vefinn daglega, þar af fjörutíu prósent í gegnum snjalltæki. Markhópurinn er rosalega stór,“ segir Erna. „Við leggjum mikla áherslu á að vera með gagnvirka upplifun. Við bætum til dæmis myndböndum inn í greinarnar þegar það á við. Við viljum líka hvetja alla sem luma á góðum hugmyndum að senda okkur ábendingar. Við ætlum að vera í góðu sambandi við lesendur okkar. Síðan er mjög notendavæn þar sem snillingarnir hjá vefhönnunarfyrirtækinu WEDO eiga heiðurinn af hönnun og uppsetningu.“ Þá lofar Erna fersku, fyrsta hefti KRÓMs sem verður aðgengilegt á vefsíðunni www.krom.is í dag. „Við erum með viðtöl við tónlistarfólk og fjöllum um mat, vín, nýsköpun, tækni, hönnun og tísku. Þetta er miðillinn sem allir, sem vilja fylgjast með, ættu að lesa.“
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira