Lífið

„Besta gigg fyrr og síðar“

 „Ég bíð spenntur eftir Massive Attack ég er gamall aðdáandi,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, þegar Popp Tívi náði af honum tali á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Viðtalið má sjá í myndbandinu sem fylgir fréttinni.

„Mér líst vel á. Sólin skartaði sínu fegursta. En ég get ímyndað mér að þetta sé þung bassatromma inn í næstu hús,“ sagði Dagur. „Þetta er ákveðin tilraun að vera með útitónleika í Laugardalnum. Við höfum aldrei gert þetta áður.“

Í myndbandinu má að auki sjá viðtal við erlenda tónlistarmenn sem voru hæstánægðir svo ekki sé meira sagt með hátíðina.

„Þrír dagar af sólarljósi er klikkað fyrir okkur. Það er brjálað,“ sögðu tónlistarmennirnir í hljómsveitinni The Disciples. Þeir sögðust hafa fengið góðar viðtökur víða um lönd en móttökur gesta á Secret Solstice hafi verið ótrúlegar. „Besta gigg fyrr og síðar,“ sögðu félagarnir hvorki meira né minna. Viðtalið má sjá í myndbandinu.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.