Innlent

Búa til ólöglega kannabisolíu í lækningaskyni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Í næsta þætti Bresta kynnumst við ungum manni sem hefur á síðustu árum aðstoðað um 20 sjúklinga við að búa til olíu úr kannabisplöntunni.

Kannabis á Íslandi er ólöglegt, hvort sem það er notað í lækningaskyni eða til afþreyingar. Við dveljum daglangt í sumarbústað á ónefndum stað á Íslandi.

Þar fylgjumst með því hvernig ungi maðurinn aðstoðar mæðgin, ungan sjómann með æxli í heila og móður hans, við að útbúa kannabisolíu. Kannabisolían hefur slegið á höfuðkvalir sjómannsins og þau mæðgin láta sig dreyma um að olían lækni krabbameinið.

Kannabis í lækningaskyni í 4. þætti Bresta er á dagskrá Stöðvar 2, mánudagskvöldið 10. nóvember kl. 20:35. Umsjónarmenn Bresta eru Lóa Pind Aldísardóttir, Kjartan Hreinn Njálsson og Þórhildur Þorkelsdóttir. Myndatökumaður er Björn Ófeigsson og Gaukur Úlfarsson er leikstjóri.

vísirFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.